Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, júlí 26, 2005

karla-blindra-gleraugu

Já hafið þið heyrt um þau? Nei ekki ég heldur nefninlega, fyrr en núna fyrst um síðustu helgi þegar ég áttaði mig of seint, til skelfingar að ég var með ein á nefinu.

Þannig var mál með vexti að eftir hið magnaða djamm Ellu Dóru á föstudagskvöldið var ákveðið að taka station helgi. Við Guðrún Dúfa og Anna Þóra brunuðum í höfuðborgina kl 20 á laugardagskvöld og beint í partýgallann. Ég reyndar renndi Bárunni á Laugardjamm enda munaði kellingunni ekkert um það. Nú við djúsuðum heima hjá Guddu þvi hún átti græurnar. Ella Málmfríður og Heiðrún ásamt Sigrún ósk, Mána og félaga hans komu líka. Nú eftir sullumall fórum við niður í bæ þar sem ákveðið var að gefa Ólíver annan séns....... Þangað fer ég ekki aftur í langan langan langan tíma. Nú til að byrja með biðum við í röðinni endalausu á meðan einhverjir sem þóttust vera einhverjir sem voru engir gengu inn eins og Karl breta. Þegar við loksins komum inn þá var þetta vonbrigðin ein og no way hosey. Not going again Anna Huld. Your on your own. Ég er sko ekki ein á þessari skoðun. Við Gudda og Máni fórum því bara á Hressó sem var hress að vanda. Við tjúttuðum annsi vel á dansgólfinu og Gudda var alltaf að benda mér á að þessi væri að tékka á mér. Ungfrú Eva Björk sá bara ekki neitt og dansaði bara inn í hamingjuna. Svo segir Guðrún mér frá einhverjum strák sem var búin að vera að tékka út megababe-ið í þó nokkurn tíma. Loksins þegar ég tók niður gleraugun blasir við mér líka þessi myndarlegi prins... og a ha ljóshærður prins. En þar sem ég var ekki alveg í sambandi þá var hann horfinn á braut þegar ég ætlaði að taka hann undir vænginn. Þú veist eru þið ekki að grínast ég er bara að missa hvern gæjan á fætur öðrum hérna. Á næsta djammi sem er píkudjamm 5.ágúst mun ég setja upp veiðihárin og syggni og ekkert kjaftæði.

En eins og ég var búin að minnast á áðan var voða gaman í afmælinu hennar Ellu minnar. Léttar veitingar í boði og manni færður nýr bjór bara á færó nánast. Hann fór samt eitthvað mis vel í fólk og þegar kl sló miðnætti var fyrsti unginn farinn heim með góðfúslegri hjálp vinkonu sinnar(Moi). Þar sem ég var nú búin að gera góðverk kvöldsins var ég nokkuð ánægð með mig en þegar ég sveif inn á Mörkina aftur blasti við mér ófögur sjón. Ungi tvö lá í valnum. Ég reyndi að tjónka við honum en allt kom fyrir ekki og þegar hann hrundi til jarðar var komið nóg. Ég settist hjá öllu hinu fólkinu. Ekki hafði ég sitið lengi þegar manneskja labbaði upp á borðinu og spurði okkur hvort við þekktum ekki unga nr 2. Ég snéri mér einfaldlega frá manneskjunni og sagði nei, ég hef aldrei séð hana áður! Vonda vinkona. Fyrir þetta biðst ég innilegrar afsökunar en við nefnum enginn nöfn. Ungi þrjú var borin heim nokkuð seinna og ungi fjögur hefði betur verið ferjaður heim. Eva megababe hins vegar töllti heim bara eftir lokun. Græðgin tók yfirhöndina þegar heim var komið og fékk ég með doritos með osti á ekki einum disk nei heldur TVEIM í einu með slasasósu og piparsósu og svo auðvitað TVÖ glös af vatni með;)

Ég var mjög dugleg í síðustu viku og kíkti meira að segja í Nauthólsvíkina og á kaffihús svona um miðjan dag á virkum degi. Maður hefur nú tekið pínu lit.

Svo dreymdi mig nú í nótt að við pabbi vorum bara ein heima á Dalbrautinni og vorum ný búin að fá okku gæludýr sem myndi nota bene aldrei gerast í hinu raunverulega lífi. Nú gæludýrið var heldur ekkert slor heldu skarpur hákarl sem bara þoldi mig ekki og var alltaf að bögga mig. Nú heima á Dalbraut var allt gert fyrir þennan nýja fjölskyldumeðlim og pabbi vildi ekkert búr heldur bara setti vatn í hnéhæð út um allt hús svo að ''litla'' greyið gæti komist ferða sinna. Þetta bar ekkert gott með sér og krógaði hann mig inn á klósetti í eitt skipti. Þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég óskaði þess að þar væru tímarit.....

Off ég fer,

Eva klikk

mánudagur, júlí 18, 2005

Styrktarfélaginn

Írskir dagar komu og fóru. Svo leið vikan og nú er ég búin að vera á næturvaktatörn um helgina.
Ég fór í útskriftarpartý til Thelmu Hrund á föstudaginn f viku. Það var mikið um veigar og það voru sérstaklega þær fljótandi sem runnu vel niður. Ég fékk eitthvað skot um svelgsemi mína þannig að ég ákvað að leggja árar mínar í bát. Sumir sáu að sér og buðu manni bara á barinn. Mörkin var the place to be. Þar hitti ég kunnugleg andlit t.d. hann Jóhann frænda minn sem er sko orðinn flugmaður í honum stóra grimma heimi flugvélanna. Á laugardaginn var svo bara dólað sér fram á kvöld en þá tók við annað útskriftarpartý hjá Önnu Þóru slas Sigurgeir sem var stórkostleg skemmtun út í gegn (og mikið um sjálfsmyndatökur að sjálfsögðu). Þar var nánast allur vinkonuskarinn, þotuliðspartý í eldhúsinu (sem Anna Huld skildi ekkert í;)og hljómsveit sem spilaði óskalög og hvað eina og ætlaði gjörsamleg að trilla liðið. En ballið beið okkar og þangað við fórum. Það var bara alveg ágætt en afmælið rúllaði upp kvöldiðnu samt sem áður. Reyndar mun Hlölla línubáturinn sem ég fékk mér um 03:30 alveg fylgja því fast á eftir. Hann Kristján krútt fór svo út í bakarí á sunnudagsmorgunin og keypti bakkelsi ofan í liðið. Ef það væru allir karlmenn sem líktust honum þá væri heimurinn nær fullkomnun. Því vil ég óska Hrafnhildi frænku minni til hamingju.

Halla frænka mín kom til mín í vikunni og gisti og auðvitað var ég besta frænkan og leisti hana út með dósum og plastflöskum þegar hún fór þessi elska. Ég kíkti líka á Avon kynningu og henti nokkur þúsund aurum til Avon samsteypunar . Ég keypti líka langþráða afmælisgjöf hana systir minni sem hún hlakkar mjög mikið til að fá.

Draumalandið er ekki að heilla mig þessa vikunna frekar en þá síðustu. Eina nóttina dreymdi mig að vinkona mín væri dáinn en það fékkst einhvern veginn enginn staðfesting á því, það sögðu það bara allir. Aðra nótt dreymdi mig að ég væri stödd það sem var verið að fremja morð og þetta var eiginlega eins og ég væri stödd í Law and Order þætti með stefinu og öllu. Þetta gerðist í litlu hótelherbergi sem var samt eins og klefi á löngum gangi. Þetta voru risa svertingjar og að sjálfsögðu castið úr Law and order. Í öllum mínum draumum er þetta versta morðið sem ég hef orðið vitni að og blóðið maður..... út um allt.

Hendurnar á mér eru ekki að meika það lengur. Sennilega þar sem ég hef verið að hrósa þeim hásterkt fyrir að vera góðar og glaðar. Nei ekki lengur því þær hafa kannski líka fengið nóg og eru að mótmæla(you know what I mean if you know what I mean). Svona til að sjokkera aðeins meira þá hef ég eytt annsi miklum fjármunum í mínar DÝRmætu hendur. T.d. Kalíumperg kláðastillandi vökva, Elecon stera, mildison stera, túpu af kísil úr bláa lóninu, Hemp body butter, Exon, AD krem, Pectoderm vörn, Aloa vera djús, jurtaáburð, exon krem, Locobase þykkt og þunnt, fitur, smyrsli og olíur, nokkur pör af bómullarhönskum og fleira og fleira. Auðvitað hefur maður svo prófað Locoat stera, Aloa vera plöntuna, gel og kerm, Volare fíerí, bláa lóns krem og að skipta um margar mismunandi sáputegundir og m.fl. Já það er dýrt að vera ég........
Að ÞESSU tilefni skellti ég mér í bláa lónið í vikunni. Fór þangað síðas í október "99. Grét nánast á leiðinni yfir því að þurfa að borga 900 krónur ofan í. Nei viti menn, það kostar sko ekkert 900, ó nei það kostar 1400 krónur. Þannig að ofan í fór ég, EIN í þokkabót, 1400 krónum fátækari meða öllum hinum útlendingunum og húðflögunum og bakteríunum þeirra. Fékk smá klígju á tímabili hvaða fólk gæti verið að drullumalla þarna ofan í vatninu án nokkurar vitundar því vatnið er alveg passlega hvítt. Ég stoppaði ekki í nema klst og brann þokkaleg í andlitinu, bakinu og höndunum og fór upp út með lopa lubba eftir ógeðslega vatnið þarna. Ummmm þvílíkt heilsulind.
Nú svo ég haldi áfram með aumingjasögunna miklu þá þarf ég að panta mér tíma hjá húðsjúkdómalækni sem er nota bene laus í lok september. Ég þarf líka að fara til heimilislæknis (mamma skipar) þar sem ég er búin að var með í nefinu og hæsi í allt sumar. Spurning hvort að ég sé komin með fleiri ofnæmi eða hvað? Áður en sumri líkur þyrfti ég svo að heimsækja tvo aðra sérfræðinga. Já hélduðu að ég væri búin að gera doktorsdrauminn að engu? Greinilega ekki!

Ég stefni á að vakna kl 15 á morgun og hjóla í Bónus að kaupa rykmoppur sem eru mér án gríns lífsnauðsynlegar. Jafnvel að maður skokki einn metra eða tvo. GOOD LUCK Eva!

Eva læknissjúka örkumlan.

Ps. Ef vinn einhvern tíman í Lottó þá ætla ég að tala við Jóhannes og fá hann í samstarf með mér til að kaupa Bláa lónið. Er viss um að það er besta gróðra lind (í bókstaflega Allri meiningunni sagt) okkar íslendinga.

föstudagur, júlí 08, 2005

I dream dead people

Já nú er írskir dagar bara að byrja í dag. Mér er búið að hlakka til þeirra síðan þeir síðustu voru. Það var svo gaman og ég hef þá tilfinningu að þeir í ár verði engu að síðri. Nei bara betra eins og einhver sagði.

Á morgun er stefnan tekin upp á Skaga þegar við Anna Huld höfum sofið úr okkur næturþreytuna enda báðar working woman og báðar á næturvakt í nótt. Við ætlum að vera klárar og drífa okkur út úr bænum áður er traffíkin byrjar. Það er götugrill og nice á morgun þ.e. ef veður leyfir en eins og spáin er núna þá veit ég ekki.... Það á líka að vera brekkusöngur á íþróttavellinum, já mætið með bjór í brekkuna. Akranes íþróttabær! En það er líka búið að bjóða okkur í útskrifarpatrý hjá Thelmu þannig að ég örvænta ekki.
Á laugardaginn er svo þétt dagskrá allan daginn og hápunkturinn er náttúrulega lopapeysuballið um kvöldið með pöpunum og Sálinni. Upphitunin er útskriftar slas afmælispartý hjá Silla og Önnslu Þóru. Ég er búin að fá að láni heilt hús til að hýsa liðið sem er að koma að heimsækja mig enda er ég ekkert nema þekkt fyrir afbragðs gestrisni. Ég hlakka svo til:)

Nú vikan er búin að sligast áfram. Búin að vera að vinna s.l. þrjá daga. Svaf mjög illa eiginlega bara ekki neitt aðfaranótt þriðjudags. Fékk símtal frá Danmörku kl 01:30 þar sem skilaboðin voru sú að það væri bara hlakkað geggjað til að sjá mig. Je right eins og þú fáir að sjá mig! Ég var svo búin á því eftir daginn því eftir vinnu fórum við Anna Huld og tékkuðum á Oliver svona í dagsljósinu og ætlum bókað að kíkja þangað aftur á djammið. Því allir eiga skilið annan séns og við ætlum bara að mæta snemma næst. En þetta kvöld sofnaði ég kl 19:40 án gríns. Já engar baugar fyrir mig takk. Í gær kíkti ég svo í Hafnarfjörðinn á Gabríel litla vin minn og foreldra hans og tók með mér heim þessa fínu mynda af þeim mæðginum.
Í nótt dreymdi mig svo ljótt. Mig dreymdi að ég hefði drepið mann. Það var samt alveg óvart. Ég ætlaði aðeins að hrinda honum því hann var að pirra mig en hann datt svo illa. Þetta var heima hjá Möggu Vífils frænku og ég var öll að reyna að kovera mig því ég þorði ekki að hringja í lögguna. Dreif mig í burtu og vonaði að gámurinn sem hann lenti í væri á leiðinni í ruslið. Nokkrum dögum seinna ákvað ég að tékka á stöðunni og fela gaurinn betur en þegar ég var að ýta við honum þá vaknaði hann til lífsins þessi blómálfur bara eins og ekkert væri. Gvöð hvað ég var glöð þegar ég vaknaði. Ég LAGGÐI mig svo í dag fyrir næturvaktina frá 16 - 21.

Jæja nú er best að taka úr vélunum því eitt er víst að ég tek ekki mikið úr ofnunum hér, allavega ekki í ár...

Ég kveð að írskum sið, GOOD BYE. Verst að hér er enginn bjór.
Er maður nokkuð að svíkja lit þó maður haldi sig við Lite? (það er nefninlega less calories þið vitið)

De ærish Íver

Ps. Tékkiði á síðunni hans Ýmirs. Var að setja inn link á hana.

mánudagur, júlí 04, 2005

Ástarbjallan hvíslar...

Ég var rétt í þessu að flétta nýasta hefti Nýs lífs og þar stendur: Ef þú ert á lausu þá eru hérna tíu ráð til að bæta það. Gerðu þig ómótstæðilega fyrir brúðkaup og láttu brúðhjónin bjóða fleiri ókvæntum karlmönnum en konum. Ég gerði eins og þið sáuð mikið fyrir mig fyrir þetta brúðkaup og já var plantað í sæti á móti einhleypingi. Ekki alveg mín týpa en hey þau reyndu þó. Gunnhildur var t.d. látin sitja á móti Aldísi og Ingunn á móti Jónu Björk þannig að lucky me.

Á föstudaginn 1. júlí var maður bara nokkuð grand á því og svaf út og svo átti náttúrulega að henda sér í hár shæningu en þar sem að ég var búin að dæla 350 kr í stöðumælin bara svona til að vera örugg þá var klippikarlinn bara heima lasinn. Ég tók þessum oðrum af stökustu ró en ákvað að vorkenna sjálfri mér og fór í fílu í Kringlunna. Hvað gerir maður svo í fílu í kringlunni? Allavega ekki versla......
Nú Hrabba frænka hentist með í för eftir Kringlunna þar sem hún er ekki jafn búðarglöð og ég. Við kíktum í kaffi upp í Arahóla og um kvöldið fórum við svo sex saman og snæddum ljúfan kvöldverð á Vegamótum. Já það jafnast ekkert á við kvöld í góðra vina hópi. Við Anna Huld ákváðum að kíkja í miðbæinn svo aftur eftir miðnætti og byrjuðum á vænri röð á Oliver en þar sem við erum svo sætar þá þurftum við allavega ekki að bíða jafnlengi og fólkið fyrir aftan okkur. Staðurinn var troðinn og VÁ VÁ VÁ ALLIR SÆTU STRÁKARNIR maður. En þar sem að það var svo pakkað þá fórum við á Sólon. Það sem maður er farin að gefa upp á bátinn! Allir sem eru vanir að vera það voru samt líka á Oliver ásamt öllu Hverfisbarsgenginu og hinu þotuliðinu. Við sátum þar drykk-langa stund og fórum svo á Hressingarskálann og tókum einn hring þar. Ég veit ekki hvernig en alltaf virðist ég komast á band annara og á Pravda. En þetta kvöld var öðruvísi en öll hin. Ég hitti nefninlega svo æðislegan gæja sem ég heillaðist strax af. Versta er að ég spáði ekki í símanr eða neitt. En Anna var svo mikið að ræða við hann að hún hefði getað verið að taka niður ekki bara símanr heldur allan æviferilinn. En hún gerði það ekkert og uppi stöndum við með ekkert. Þannig að nú stendur yfir leit af þessum manni. Hann er stærri en ég og þrekin (getur sko alveg ráðið við mig, ég vil nefninlega engan væskil.......) Ljóshærður með húmorinn í lagi og já finnst gaman að veiða. Þannig að ég er til í Pravda hvenær sem er til að finnann aftur. Ó.M.G. Ef er ekki bara að snúa við mínum lífsskoðunum. Ég endaði svo á tjatti við einhvern útlending sem var svo tregur að ég nennti að hætta að leiðrétta hann þegar hann misskildi mig og var að segja mér hlutina í þriðja skipti.

Á laugardaginn var svo brúðkaupið sem var yndislegt og frábært í alla staði. Málmfríður var svo flott og glæsileg brúður. Og Palli var líka ósköp fínn. Páll Óskar og Monika í kirkjunni og svo fullt af heimatilbúnum skemmtiatriðum þar sem við stelpurnar áttum aðalhittið enda búið að standa yfir æfingar og allt. Það er nú bara svo gaman að segja frá því að ég var að skemmta mér með gömlu vinum mínum sem ég hef ekki gert heil lengi og skemmti mér svo klikkaðslega vel. Við enduðum á því að kíkja aðeins á Mörkina þar sem að primadonnan setti punktin yfir I-ið og sló í gegn. Ég skal sko segja ykkur það að ef ég verð ekki gift fertug þá mun ég klæðast brúðarkjól með slör og allt tilheyrandi í fertugsafmæli mínu. Þá er náttúrulega við hæfi að heyra allar ræður og skemmtiatriði sem hefðu átt að vera þann hamingjudag.

Í dag var það gæðatíminn með fjölskyldunni þar sem heildarhamingjan eykst. Ekki nóg með það heldur bjargaði ég lífi stór fjölskyldu upp í sveit þegar ég neitaði að skilja eftir 2 unga af 5 sem voru tíndir og gafst ekki upp fyrr en ég fann þá og kom þeim til sjós og móður. Já gott er að gera góðverkin.

Núna er Nonni big bró að elda handa mér Taco áður en ég fer aftur suður.

Ef þið hafið einhverjar ástarjátningar í farteskinu. Núna er rétti tíminn því það gæti bara farið að verða of seint.

Eva hin leitandi góðverkandi samverji