Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, apríl 29, 2005

Holliday inn

Jebbs prófin nálgast og ekki nema 3 daga í það fyrsta, 5 eininga lífeðlisfræðiáfangi.
En það vanar enn allt stress sem er að gera mig nervusa. Eins og endranær er maður komin í Holliday inn. Ekki kannski akkurat þannig frí sem maður vill en það er frí frá blogginu. Við skulum láta það hljóma í eins og 20 daga svo að maður sé pottþétt save og sé búin að láta heyra í sér.

Við stöllurnar skelltum okkur aðeins út um síðustu helgin þó að stefnan hafi verið að halda sér innan dyra. Það var bara ágætt og get ég sagt að ég fari nokkuð sátt inn í prófatíðina þessa önnina. Hjúkkettt.
En haldið ekki að ég hafi rekist á mann sem ég kannaðist örlítið við í sjónvarpinu um daginn. Nafn, aldur og heimilisfang er þó það eina sem ég veit eða svona hér um bil. Sumir vilja samt segja meir um þetta en aðrir og vil ég hér með byðja viðkomandi um að loka þverrifuni:)
Við fengum hér fólk í mat laugardag og miðvikudag enda er ég virkilega að reyna að gera mitt besta að klára mat og útbíta Amarula og Doolies.

En ælan á tröppunum ætlar aldeilis að vera langlíf og hún lifir af hvert einasta daglega margbrotna veður Íslands. 6 vikna orðin! Rotvarnarefnin eru komin til að vera. Ástæðan fyrir því að ég ætla að láta brenna mig.
Ég tók mér stuttan göngutúr í dag í erindagjarðir og viti menn. Það var svoleiðis dritað á öxlina á mér... og hitti meira að segja aðeins á glókollinn. Ég tók smá trilling en náði mér niður aftur.

Mér dettur ekkert fleira í hug þar sem ég er skrifa þetta í flýti. Ég má engan tíma missa og er komin með hjátrúafullu áráttuna mína, sem er að allt verður að vera nákvæmlega eins og það var í síðustu prófatíð. Ef það vottar ekki fyrir því að maður sé smá sjúkur. DJust-like-nervisa.
Svo minnist ég orða viturs mans (nóg af þeim í kringum mig) sem minnir mig stöðugt á það í hverjum einustu prófum að það er hægt að læra yfir sig og enda á Kleppi. Ég veit samt alveg um tvö sjálfviljuga sem eru að fara þangað í sumar. Maður hefði þá allavega félagsskapinn. En fyrir okkur hin þá verið þið dugleg en það er í lagi að anda aðeins. Þetta er ekki nema smá sprettur eða hugsum það sem svo.

Anna MÍN panna til hamingju að vera búin í prófum.

Go go go við hin;)

Baráttukveðjur úr kuldakompuni í Álfabyggðini, see you in 20 days.

Eva lærdómsgyðjan mikla

föstudagur, apríl 22, 2005

B.... kremið frá Volare

Ég í þessum skrifuðu orðum er stödd í leiðinlegasta tíma ever.

En gleðilegt sumar. Við tókum að sjálfsögðu daginn með trompi. Vöknuðum kl 08:00, reyndar vakanaði ég kl 05:30 við hunangs"fugl" í glugganum hjá mér sem ég hélt reyndar að væri fiskifluga. Þvílík læti! Ég gafst upp og svaf restina fram í stofu. Nokkrum tímum seinna þegar ég komst á ról fór ég inn í herbergi að klæða mig. Viti menn flugurnar voru orðnar tvær. Það er naumast að sum dýr eru fljót að fjölga sér. Þetta voru þá tvær hunangsflugur sennilega drottningar miðað við stærðina og það var lokað herbergishurðinni og hún átti að vera lokuð þangað til von var á næsta karlmanni í hús þ.e. á laugardaginn. Það var áhveðið að sökuð blíðviðris að halda grillpartý í The mansion. Ég og Thelma fórum því til Jóhannesar og versluðum inn það sem vantaði fyrir okkur. Við borðuðum svo mörg sama úti á palli kl 18 í bong og blíðu.

Við Anna stilltum okkur spenntar upp við sjónvarpið á mánudagskvöldið til að horfa á Einnar trés hæðina og þvílíkur þáttur. Við áttum bara engin orð!

Nú ég fór á transmiðilsfund á þriðjudaginn og varð fyrir dálitlum vonbrigðum vegna þess að fundurinn var allt öðurvísi en ég átti von á. Þetta var enginn fundur þar sem að framliðnir ættingjar komu og vildu eitthvað fram færa. Þetta var fræðsla um heiminn hið efra sem er bara nokkuð svipaður og okkar litlu jörð. Við rólum okkur því ekki á skýjunum og getum ekki hoppað á milli þeirra og dúað né borðað þau um leið sem candyfloss. Svo horfði ég á The mountain þegar ég kom heim og er sjokkeruð yfir þættinum sem var sýndur langt á undan áætlun enda vantaði þætti inn á milli og svo var þátturinn sjálfur bara Ó.M.G.
Mig dreymdi um nóttina að við hefðum unnið forkeppnina í Eurovision. Ég var meira að segja stödd úti á keppninni og allt. Ég missti bara af allri keppnini og kom inn í hana þegar við Íslendingar vorum að taka sigurlagið. Vonum bara að þetta veiti á gott líka svona strax eftir miðilsfundinn.

Á miðvikudagskvöldið buðum við vinum heim enda áttum við súkkulaðirúsínur og snakk fyrir heila herdeild og vildum endilega deila þeim með einhverjum. Auðvitað var fylgst með bráðavaktini en maður er nú bara enn þá að jafna sig eftir þar síðasta þátt. Úff hann var svaðalegur. Ég átti nú svolítið bágt á miðvikudagskvöldið enda heyrði maður að fólk var á leiðinni út að dansa og ég með á heimilinu þrjár líkjörsflöskur, rauðvínsflösku og bjórkippu sem er löngu komin á 3 daga reglunna. En sjálfstjórn er eitthvað sem maður verður að temja sér þannig að ég lét mér nægja bailey´s í klaka með undanrennu.

Það var Volare kynning í gær heima hjá henni Sólveig á gömlum heimaslóðum mínum í Furulundinum. Nú maður platast nú alltaf út í kaup á þessum kynningum. Ég fjárfesti því í svo kölluðu konu-sápa og er víst þrusu góð og það voru bara allir að mæla með henni. Hún er víst ákveðið kikk út að fyrir sig þannig að það er ekkert nema gott um það að segja á þurrkatímum. Jafnvel að vinkonur voru að fjárfesta í henni saman:)

Við horfðum svo allar sama á Despret houseviwes og what´s wrong with America?

Good morning, good day and good night

Eve the tv

mánudagur, apríl 18, 2005

Velkomin í Skerjargarðinn:)

Já það fór svo að maður fékk íbúð. Ég fékk meira að segja 4 tilboð en þó ekki nema eitt verulega djúsí frá karlmanni sem ég tók samt ekki. Maður verður nefninlega að vera röksamur sjáið þið til. Má ekki bara hlaupa til þó að karlmannslykt sé til staðar. En ég mun sem sagt búa í Skerjargarði, í mjög kósý lítilli íbúð sem er reyndar öðruvísi en allar hinar því hún er með góðri forstofu, stærra baðherbergi og hurðaropnara ta ta tamm! Ég fæ hana með öllum húsgögnum og nice, Þarf því bara að sjá um stílistann. Er meira að segja með smá garð fyrir grillpartý og sólböð með tilheyrandi, sex on the beach í annari og súkkulaðuhúðuð jarðarber í hinni. Svo ætla ég að fá mér uppblásna minisundlaug og ráða mér pool gay (fátækan nema af efri hæðinni með flottann rass) Nei nei nú er ég hætt. En í alvöru ætla ég í gegnum sambönd (klíkan sko) að redda mér 3 gíra konuhjóli, man ekki hvað tegundin heitir og rúnta um höfuðborgina. Ef útivist og sport er að leyta að fyrirsætu er ég gott efni svona í sumar því ég ætla að vera svo mikil úti-heilsu manneskja. Ekkert missa mig samt upp á fjöll eða neitt þannig. Ég er þegar búin að renna í gegnum RL bæklinginn (eins og þetta kallast í dag) og Ikea. Ég ætla að kaupa ostaskerara, pönnukökupönnu, óhreinatauskörfu úr basti við hinar körfurnar mínar, yfirdýnu, kolla, ilmkerti og alls kyns smotterí. Svo ef eitthvað stórvægilegt kemur upp á þá hjóla ég bara í góða hirðirinn og redda málunum. Mig hlakkar svo til...... mig hlakkar allltaf svo til.
Svo er ég búin að redda mér frystiplássi hjá góðum aðilum.

Vinkonur mínar, nokkuð margar eru ekki ánægðar með það sem ég kís að kalla quality tímann sem þær fengu þessar 5 vikur. Sumar vilja gerast svo harðar og segja Eva HVAÐA? Ég vil bara benda á að dyr mínar standa alltaf opnar, ég er með símanúmer sem er opið allan sólarhringinn og ég stefni á að reyna að gera það að grænu númeri.

Helgin var sali róleg og eyddi ég henni bara í rólegheitum með nánunstu famelíuni eða Hrefnu frænku og Kristófer Áka sem fór reyndar alltaf úr gleðinni mjög snemma. Það sem maður er orðin fjölskylduvænn. En fermingin hjá Hrafni var í gær og ég gerðist svo "syndug" að fara í kirkjuna í þetta skipti eða svo segir Axel Birgir frændi minn. Hann átti bara ekki orð yfir því að ég ætlaði í þessa fermingarmessu en kom ekki í hans. Mér var svoleiðis nuddað upp úr þessu með upptökuvél og öllu saman. Svo var innpökunin víst eitthvað flottari núna en hjá honum. Á endanum tilkynnti hann að hann ætlaði ekki að mæta í brúðkaupið mitt sem er kannski ekki á stefnuskránni í nánustu framtíð. En eins og góðum sáttasemjar sæmir þá var samið um sárabætur upp á eina bíóferð.

Ég brunaði norður eftir ferminguna og keyrði ein í myrkrinu. Ég minnist orða eins (vitrum ég veit það ekki?) manns um hversu notalegt það sé að keyra í myrkrinu. Já notó en ég mundi aldrei gera þetta að vana.
Nú er maður komin aftur á Akureyri og nú hefst alvara lífsins þó ekki í dag heldur eftir 15 klst (EKKI morgun því það segir sá lati). Ég er nú samt svolítið fegin að var komin á fastann punkt aftur. King size rúmið klikkar aldrei, algjör draumur. En eitt af mínum verkefnum er að henda út úr skápunum hjá mér því inn í honum eru hlutir sem eru ofauknir.

Ég ætla að fara á transmiðilsfund á morgun í fyrsta skipti á ævinni. Kannski einhver handann móðunnar miklu vilji koma skilaboðum til mín. Aldrei að vita

Eva sportygirl

fimmtudagur, apríl 14, 2005

ástarkveðja frá Bigga

Lítið ástarbréf merkt mér! ó já þar sem ég þeysist um götur höfuðborgarinnar fram og aftur dag eftir dag þá rennur dagurinn á enda og ég henti mér upp í hvert það ból sem ég er í sliþví kvöldi.Eitt kvöld í þessari viku var samt talsvert frábrugðið öðrum því það beið mín ástarbréf á koddanum mínu og það innihélt meira að segja kossa og knús frá karli einum. Bréfsefnið var heldur ekki í verri kantinum því það var gjafabréf upp á 10.000 krónur í sparisjóði Hafnarfirðar. Verst að gjafabréfið sjálft var ekki stílað á mig. En rómó samt að redda sér bara og finna sér einhvern pappír til að skrifa á þessi elska.

Ég er að klára verknámið á morgun sem er bara búið að ganga vel. Fylgdist með mergástungu í gær og svo sá ég gallblöðru numna á brott í gegnum scope og kviðslitsaðgerð í dag. Mér finnst að ég hafi bara fæðst á skurðstofunni (en lét bara hafa mikið fyrir mér á fæðingarstofunni í staðinn) og ekkert eins og ég hafi verið að sjá aðgerðir í fyrsta skipti. Ég vonast náttúrulega til að geta séð einhverja keisara í sumar.
Deildin mín á St. Jósepsspítala var fín og starfsfólkið perlur af mönnum,
Ég er búin að hafa það svo splended í Rvk enda engri lík. Keypti mér blúndunærlurnar og það held ég að ég þurfi að henda út úr nærfataskúffunni enda geddinn engan veginn inn lengur og er ég því fegin því blúndan er að meika það og stefni á að eiga alla regnbogans liti í sumarbyjun. Ég fór í mat til Hröbbu frænku í þennan dýrindis kjúlla enda einlægur aðdáandi hans, kjúllans sko. Ég fór líka út að borða með Önnu, Eygló og Kristín Gróu og Kíkti á Hófí. Svo má ekki gleyma ferðunum fyrir karl föðum vor.

Nú er ferðin haldið heim á Skaga á morgun, heim á Akureyri á sunnudag og svo heim aftur til Reykjavíkur um miðjan maí. Já home sweet home hvar sem það er.
Ég hætti við djammið bá morgun enda mörgu heima að sinna. Ég þarf að pakka sem verður frekar auðvelt þar sem ég ætla að taka takmarkaðan farangur með norður (er mjög góð í því spyrjið bara Öldu frænku því það er henni svo minnistætt) En ef maður er að fara lifa flott í höfuðborgini í sumar þarf maður nú að taka með sér ýmislegt annað af norðan, handklæðasettin á baðið, góðar tuskur og flottu pönnuna enda er ég þegar búin að bjóða í tvö matarboð. Svo er maður að fara að undirbúa fermingarveislu á laugardaginn. Ekki skrýtið þar sem ég er farin að fá góðan orðspor fyrir fallegar kökuskreytingar. Ekki að ég sé að monta mig eitthvað. NOT! Svo ætla ég að knúsa ömmu og afa og Jóu frænku. Kannski eyða smá tíma með vinkonum mínum sem hafa ekki séð mikið af mínum sæta rassi þessar tæpar 5 viku sem ég hef verið sunnan heiða. En ég fór nú á þessum tíma mínum hér og sá hann Kristófer Áka frænda minn sem hefur loksins uppgötvað hvað frænka sín er skemmtileg og brosti sínu breyðasta. Svo er ég búin að var með Gabríel Inga litla kút, fór meðal annars og horfði á þann litla í ungbarnasundi. Kíktil á Hafrúnu Örnu dúllu, Bóas Orra broskarl og var hjá Andra Rafn baby. Já blessuð börnin. Og í þeim orðum vil ég óska nýjustu bumbunni til hamingju. Kiss kiss hon. Svo er ég búin að eyða mjög miklum tíma í símanum enda ekki auðvelt að finna eins skemmtilega og málglaða og góðan hlustanda og mig eða hvað?
Það sem ég komst ekki yfir að gera var að fara í 3 heimsóknir og klára eitt ákveðið mál sem er að plaga mig svo mjög. Verð að rúlla því upp síðar.

Svo ætla ég náttúrulega að gera ALLT í sumar......

Ástarkveðjur til Önnu Óskar, Helga, Gabríels, Guddu gyðju og Andra boy fyrir að hafa mig inn á sér í þessa daga. Ég kem alltaf aftur he he.

Svo er hann Páll búin að bjóða mér að búa í íbúðinni sinni frítt virka daga í sumar. Þar fór þetta al al ein þar sem rúmið myndi tilheyra karlmanni. Uss uss uss.

Þar fór það....

Eva heimalingurinn mikli

sunnudagur, apríl 10, 2005

Rótlausa Rósin

........og djammarinn ER dauður.

Já stelpan skellti sér á djammið á föstudaginn ef djamm skal kalla. Fór í vísó með ágætum nemendum HÍ. Hún byrjaðu kl 18. Svo fórum við á Pravda kl 21 og Eva fór heim fyrir kl 24:00 og beint í háttinn! Alveg á hreinu að ég er orðin árinu eldri. Svo fór ég upp á Skaga í gær og pakkaði fyrir nýja viku, hélt svo í Sandgerði og er hér nú. Til að toppa þetta þá var ég sofnuð um miðnætti í gær, laugardagskvöld yfir spennuþættinum Lost. Já það er ekki margt sem hræðir úr mér þreytuna.

Nú er ég búin að vera fyrir sunnan í næstum því mánuð. Ég veit að þið saknið mín norðan skvísur en ekki örvænta. Aðeins vika í heimferð á 1. heimilið. Og sumir eru meira að segja að telja niður:) í sumar mun ég svo eiga 1., 2. og 3 heimili.
Ég er ekki alveg að höndla þetta rótleysi núna síðast liðna viku en það er bara ein vika til viðbótar. Ekki að það fari ekki vel um mig þar sem ég er. Yndælt yfirlæti hjá Önnu Ósk love og Guddu hon. Alveg eins og prinsessan á bauninni og má varla lyfta litla fingri. Þannig að ég er bara eins og hver annar ferðamaður með töskuna mína, sængina og koddan og skólabækurnar sem ég hef mikið fyrir að dröslast með og mér finnst ég allaveg eiga skilið ákveðið effort fyrir það. Einnig ber ég hag þeirra í brjósti og er ekkert að erfiða þeim það að vera að opna þær líka.

En ég er sem sagt búin að vera svona Rvk - Hafnarfjörður - Rvk og ég elska umferðina í Reykjavík. Það er svo gaman að bíða í traffíkini og njóta lífsins. Mig hlakkar svo til að búa þar í sumar. Ég er búin að skrifa undir ráðningarsamning þannig að þetta verður bara betra. Nú er það bara að finna íbúð. Þó að ég sé óttarleg flökkukind í eðli mínu er ég að spá í að gera mér lítið sjálfs ástarahreiður í borginni og hafa það the first home. Maður verður nú að hafa fastan punkt ekki satt?

Verknámið gengur bara ljúft og alveg yndislegt fólk á St.Jósepsspítala, starfsfólk og skjólstæðingar. Ég er reyndar búin að vera svo þreytt alla vikuna og um helgina að ég veit bara ekki hvað mér stendur veðrið. En ég byrjaði að taka multivítamín í dag og verð orðin fín fyrir game-ið á föstudaginn. Ég hef ekki gefist upp og hún Arna mín ætlar allavega með mér á djammið svo ég geti byrjað í próflestri án þess að þurfa að hugsa um hvernig síðasta djamm vetrarins fór í súginn. Come along partý people.

En ég er bara voða happý með lífið þessa dagana. Ég veit það vegna þess að ég var bara að gera jafn hversdagslegan hlut að keyra um í litlu dósinni minni um daginn og hugsaðu um hvað lífið er dásamlegt. Þá veit maður að maður er virkilega hamingjusamur;) Vona að þið séuð það líka.

Kíkið endilega á nýju linkana á síðuna hjá Gabríel Inga og Emil Þór, algjör sjarmar þessar elskur.

Mússí mús, Eva hamingjusami einhleypingurinn.

Ps. Okey ég er kannski ekki alveg búin að gefa karlmenn upp á bátinn. Það var líka 1. apríl...

miðvikudagur, apríl 06, 2005

I´m crazy for feeling

Það er bara brjálað að gera. Er í verknámi 0g þeysist um Reykjarvíkurborg og Hafnarfjörð. Ætla reyndar að bregða mér í Debenhawns að kaupa mér blúndunærlur sem er komnar í tísku og í kökuklúbb á morgun upp á Skaga.

En.........

Einhleyp, ung, sæt, skemmtileg og mjög þrifaleg stúlka sem er nemi á Akureyri óskar eftir að leigja íbúð í Reykjavík í sumar frá 15 - 20 maí til 15 - 20 ágúst eða 1 júní til 1 septemer skiptir ekki öllu. Húsgöng mega gjarnan fylgja. Helst ódýr, leiga ekki meira en um 30000 kr með húsaleigubótum og helst á stúdentagörðum eða stúdióíbúð. Snyrtimennsku, reyklaus og áræðanlegar greiðslum heitið. Get fegnið meðmæli. Hafið samband í síma 847-6883.

Þannig er mál með vexti að ég er að leyta mér að íbúð í sumar til að vera minn eigin herra eða ungfrú, helst einstaklingsíbúð á stúdentagörðum eða stúdíóíbúð í nágrenni við 101 svæðið en skoða aðra möguleika. Ég veit að það er fólk sem vill leiga út íbúðirnar sínar á sumrin og einnig með húsgöngum sem væri alveg brilliant. Ég er komin með vinnu á lansanum þannig að þetta væri fullkomið fyrir mig, stutt í bæinn á kaffihús og djamm, stutt í vinnuna og Nauthólsvíkina og Vesturbæjarlaugina og auðvitað til bestu vinkvenna í heimi. Ef þið elskulega fólk endilega hafið eyru, augu, munn og nef opið fyrir ef þið heyrið um íbúð sama hvernig hún er og ef þið vitið um einhverja sem þekkja einhverja og þar fram eftir. Endilega látið vita, Ég skal taka við henni skítugri og allt og skila henni Monicu hreinni:) Ef það er ekki góður díll fyrir skítahaug þá veit ég ekki hvað....

Er búin að skrifa undir starfssamning og alles þannig að ALLIR að taka höndum saman svo þið getið haft mig í höfuðborginni, al eina ýtreka það enn og aftur og verið ætíð velkomin í heimsókn.

Eva "heimilislausa"

föstudagur, apríl 01, 2005

Karlmanns STRIKE

Kveðjur frá Hafnarfirði:

Bloggleysið hefur gert vart við sig undandfarið! Ástæður: veikindi, vinna og ritgerðarsmíðar.

Já páskarnir eru yfirstaðnir. Ég fékk tvö egg hvorki meira né minna. Ég ætlaði nú að byðja ástkæran föður minn (sem er nota bene allra fegnastur að ég sé búin að vera með lasarus síðan á laugardaginn. Ástæðan; ég er búin að hanga inn á Dalbrautinni ever since sunday..... fram á miðvikudag) að kaupa lítið Nóa egg nr 2. En mér hlotnaðist Freyju egg nr 9 frá mágkonu minni sem hún hafði víst verið búin að gefa Jóni bróður Það á undan mér eða svo segir hann. Ég veit ekki hvort að ég hefði átt að halda þessum leik eitthvað áfram og gefa Gústa mása það en ég gaf þó allavega BRÓÐURlega af mínu. Svo var ég að vinna páskadag með hor og fékk þar annað nr 1. Málshættirnir voru nú ekki að verri endanum. "Sjaldan fellur tré við fyrsta högg" og í hinu var "Enginn dregur dám af sínum sessunaut" Þessa málshætti man ég by heart og held að ég sé bara ein af fáum. ´
Vegna forfalla minna komst ég ekki í partýið né ballið með vinkonum mínum á páskadag en var í stað þess heima og grenjaði yfir "If only". En það var víst alveg dúndur hjá þeim. Vegna forfalla þurfti ég líka að afboða mig í vinnu á þriðjudaginn alveg miður mín og er enn að jafna mig.

Nú ég er búin að vera hérna hjá Önnu Þóru að "læra" síðan kl 9 í morgun. Maður er bara alltaf að læra eitthvað nýtt á netinu. Ég er reyndar búin með ritgerðina sem á að skila í dag. var ekkert að breyta út af vananum og mun póstleggja hana seinni partinn, 15:55 eða svo.

Ég skellti mér svoleiðis á djammið í höfuðborgini fyrir rúmri viku síðan með Mæsu og Önnu Huld. Eins og vanalega sá ég um að skemmta þeim, um kvöldið og jafnvel daginn eftir líka. Maren tók myndir sem óð var í símann sinn af mér með hvern piltinn af fætur öðrum upp á arminn eins og við hefðum þekkst frá bleyjutíð. En þetta djamm endaði sögulega og ekki orð um það meir.
Ég ætlaði að fara með Guddu minni út í kvöld en boðaði forföll vegna þess að ég er ekki enn orðin úper hress og er að fara að byrja í verknámi í næstu viku og vill ekki hætta heilsunni.

Ég var nefninlega svo heppin að fá nokkrar vaktir á SHA mínum ástkæra fyrrvernadi vinnustað og heilsaði því upp á fólkið mitt þar, unga sem aldna og ávöxturinn...... í dag er útborgunardagur:) Í tilefni þess ætla ég að dúlla mér í kringlunni og Smáralindinni á sunnudaginn og leyfa mér að kaupa mér buxur, bol og frakka jafnvel hvíta fína skó fyrir afganginn. Bíllinn minn er orðin eitthvað abbó út af öllu þessu og þarf ég því að punga út fyrir nýju pústi upp á 18.000 krónur! Það er greinilega ekki nóg að segja alltaf bara ég elska þig.

En verknámið hefst á mánudag, handlækningardeild á St. Jósepsspítala Guð hvað mig hlakkar til að sjá fólk skorið opið. Stelpurnar hreinlega slást um að hafa mig.

En stelpan er búin að fá 90 % vinnu í sumar á fæðingarganginu á Landspítalanum háskólasjúkrahúsi. Þetta verður yndi. Nú er bara að finna íbúð á stúdentagörðunum þannig að ég bið alla að hafa eyru og augu opin fyrir einstaklingsíbúð þar á tímabilinu 15 maí til 15 ágúst og láta mig vita. En þar ætla ég að sofa í allt sumar al al al alein. Því ég held svei mér þá að ég sé komin með ónæmi fyrir hinu kyninu.

En sólin skýn, það er föstudagur, sælir

Eva forfallana fífan, Pétur og Páll

Ps. Svo fékk ég nú bleika nærfatasettið í afmælisgjöf þannig að ég get sýnt mömmu það.(ekki mikið um sýningar þessa dagana) Svo eru karlmenn hvort eð er litblindir!:)