Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

mánudagur, janúar 31, 2005

Hvað er það besta í heimi?
Akyreyri - Akranes - Reykjavík - Akureyri
Mánudagur! Tvímannalaust leiðinlegustu dagar vikunnar. Það góða þó við þennan mánudag er að það eru bara tveir dagar í að ég komi heim. Mig er bara farið að hlakka rosalega til sérstaklega að knúsa allar stelpurnar mínar. Ég verð meira að segja komin seinnipartinn á miðvikudag vegna þess að við ætlum að leggja af stað upp úr 10. Tímapantanir eru þegar hafnar.....

Síðasta vika var bara eins og venjulega og ég ætlaði að blogga á föstudag en svona er þetta þegar tíminn hleypur frá manni. Ég mætti hvorki meira né minna en 4 sinnum í skólan kl 8 og vaknaði meira að segja um 10 leytið á föstudaginn og fór í ræktina þegar ég mátti loksins sofa út. Reyndar svaf ég frekar illa alla vikunna og þegar ég vaknaði eina nóttina var gamalmenni með göngugrind á fartinu. Ég bjó mig undir að rífa mig á lappir en leit fyrst á klukkuna og hún var ekki nema 04:00! Guð hvað ég ætla að sofa út í ellinni.
Við Anna skelltum okkur út á búðarráp á föstudag og enduðum uppi með anorakk, íþróttagalla, 3 boli og skó. Við skulum ekkert ræða skiptinguna en segjum að hún hafi verið svona 75/25.

Inn í helgina með þó nokkur boð í partý, nokkuð gott. Að sjálfsögðu var farið og keypt inn kokteilsósa fyrir helgina enda við stöllurnar orðnar þekktar fyrir það eitt. Flýgur fiskisagan! Það mátti sjá hinar ýmsu útgáfur (að það væru aðrir háskólar á leiðinni hingað um helgina) á hinum og þessum bloggum: "Rútur fullar af typpum" og "Nýtt kjöt í bænum". Það stóð og hét enda meira og minna þessir með tólinn og þau átti að nota um helgina það var á hreinu. O.M.G.

Við Soffía fórum í Idol á Amor og skelltum okkur svo í partýið sem var til heiðurs heimsóknargestum og þar var meðfylgjandi mynd tekinn;) Þar var utanbæjarliðið orðið svo sauðdrukkið eftir ferðalagið enda gekk það nú misvel víst. Nokkrir skagamenn voru þar á meðal og hitti ég Símon og Val og Ásgrím gamlan sveitapjakk og spjallaði aðeins við þá á Akinu. Akið var málið þó að allir hafi verið búnir að plana Sjallann þar sem Svali átti að spila en vegna ófærðar var bara enginn Svali. Ég meina er gæinn ekki með bílpróf? Svo að við kíktum bara ásamt öllum hinum á Atla skemmtanalöggu og Erp Eyvindar sem féll að vísu misjafnlega í kramið. Heyrst hefur að stúlka ein hafi vaðið upp á sviðið þar sem goðið var að syngja til að biðja um óskalag því að henni þótti lagið leiðinlegt! Við Anna drifum okkur heim fyrir lokun og ætluðum að taka taxa en ákváðum að spara aurinn og finna okkur saklausa rúntara sem skutla okkur alltaf heim án gjalds. Það var bara enginn á rúntinum og við löbbuðum bara heim í þessu ofsaveðri. Kokteilsósan gaf okkur styrkinn því það var það eina sem við hugsuðum um á leiðinni.
Á laugardaginn fór Anna á námskeið í vinnuni en ég ákv að henda mér út í leigu og liggja eins og skata. En þegar ég komst í gírinn var ég bara óstöðvandi og tók úr uppþvottavélinni, henti í nokkrar þvottavélar og braut saman, þreif öbbann og ísskápinn og rykmoppaði aðeins og skúraði þvottahúsið og sópaði stigan hjá nágrönnunum. Ég eldaði svo kjúlla hér við ágætis undirtektir. Við skelltum okkur svo í partý og svo var bara drifið sig niður eftir og beint á dansgólfið já og barinn auðvitað. Það var alveg mega gaman og maður er bara ennþá að ná sér niður. Enda hlógum við Anna í morgun þegar við vorum á leiðinni í skólann og veruleikinn hitti okkur kl 08 á mánudegi. Spurning hvort að maður getur toppað þetta um næstu helgi enda vísindaferð á föstudag og Báran er að reyna að fá mig í ruglið á laugardaginn, aldrei að vita nema henni takist það bara ef áfram stefnir sem horfir. Enda á stelpan líka afmæli. Af hverju geta ekki allir dagar bara verið föstudagar?

Svo hvað er það besta í heimi? kynlíf, kokteilsósa, kampavín........ eða er það kannski bara súkkulaði?

Og sorry að ég bloggaði seint.

En over and out,

Elsku Evan .

Ps. ég hef fundið HVÍTU KÚREKASTÍGVÉLIN í búð í Keflavík og þau kosta 5990.- Ég efast samt um að þetta beri sama árangur og síðast því ver og miður.

Eva á djamamamamainu


laugardagur, janúar 22, 2005

Nýtt lookie look:)

Já eins og glöggir menn sjá þá hefur síðan gengist undir breytingar. Í tilefni eins árs afmælis þessa bloggs ákvað ég að fá réttan mann í verkið og hefur hann Sveinn þessi elska enn einu sinni rétt mér hjálparhönd. Við erum víst öll að fullorðnast og þroskaðra look er málið enda fjólublár, rauður og bleikur bara fyrir litlar prinsessur eða hvað? En þar sem ég er nú soddann prinsessa mun ég halda áfram að hafa þessa liti að uppáhaldi. En síðan var nú frekar svona í ljótari kanntinum eftir að ég "reyndi" að hressa upp á lookið í vorbyrjun. Ég veit að letrið er stórt en það var bara gert svo að sjónskertir geti líka lesið þetta. Ekki láta þetta gabba ykkur þetta er ekkert lengra blogg en venjulega. Hjúkket hugsið sennilega. En hvernig lýst ykkur á þetta? Nokkuð gott er það ekki?

Vikan bara nokkuð róleg. Við kíktum í Brynju (ís) sem er orðið sjaldgæft og í RÆKTINA já og nú á að taka á því! Fórum svo upp á Kristnes í heimsókn til Kötlu Björk ásamt því að láta sjá sig í skólanum. En eitthvað er að taka í. Ég var svo þreytt á miðvikudaginn að ég kom heim úr skólanum á hádegi og laggðist upp í sófa og svaf í klst og þaðan fór ég inn í rúm og laggði mig í góða 4 tíma til viðbótar og sofnaði svo um miðnætti um kvöldið og svaf til kl 10:30. Það mætti bara halda að ég hafi verið eitthvað þreytt;)

Ekkert föstudagsblogg! Það hafa nú sennilega einhverir farið í fýlu en svona er lífið bara. Ástæðan var bara sú að ég fann mér svo mikið til að hafa fyrir stafni því mér var svo hrædd um að leiðast, að bloggið komst bara ekki að. Ég vaknaði kl 10 og setti í þvottavél og skellti mér upp í skóla. Fór svo í ræktina, tók úr vélini og henti í aðra, handþvoði nokkra brjóstahaldara og gerði við tvo sem voru með svona spangar vesen, já ein ég sat og saumaði, náði bletti út hvítum bol sem ég átti engan vegin von á að ég næði úr en hey sumir hafa bara svona grænar hendur á allt. Svo gladdi ég afmælisbarn og fór í naglasnyrtingu hjá sjálfri mér og svona ýmist dúllerí. Svo skellti ég mér í Idol á Amor með gellunum og í partý til Ægis í penthousið í Tröllagilinu (samt ekki á sama stað og síðast) Ég ákvað að vera bara á snúrunni þessa helgi eftir að hafa tekið svona helvíti vel á því um þá síðustu þannig að ég keyrði bara og kunni því ágætlega. Kaffi Ak eins og vanalega sem var með eindæmum slappt en um að gera að fara ekki heim heldur nei ég sat sem fastast til kl 03:45. Ekki spurja mig af hverju?
Anna er að vinna um helgina þannig að ég planaði það í vikunni að hafa nóg fyrir stafni um helgina svo að mér muni ekki leiðast. Í gær ætlaði ég að læra sem endaði bara í einhverri vitleysu og ákvað því að hafa bækurnar bara lokaðar í bili og kveikti bara á imbanum og talaði aðeins í síman. Ég beið eftir Önnu til kl 16 og þá skelltum við okkur í sund og á 50 % afslátt að sjálfsögðu. Svo skelltum við okkur á forsýningu á "Meet the Fockers" sem mér fannst nú ekki eins góð og sú fyrri en allt í lagi. Við fengum lánað eina videospólu sem stelpurnar höfðu tekið fyrr um daginn og horfði ég á hana og ákv svo bara að skella mér aftur út með stelpunum. Ég tók þær upp í kl 01:30 og stefnan var tekin á Akið. Ég veit ekki hvort að þetta er bara ég en Akið er bara ekki skemmtilegt án bjórgleraugana (eins og sumir eru farnir að kalla það) lengur. Ég sat samt til að verða 04. Alltaf hrædd um að missa af einhverju sjáiði til! og þá henti mér þá heim í rúmið enda nóg að gera hjá mér í dag.
Ég vaknaði kl 11 og kastaði tuskunum á loft, þreif hér allt hátt og lágt, ryksugaði og skúraði. Svo henti í eina skúffuköku og eina eplaköku og fyrst ég var byrjuð ákvað ég bara að henda í pönnsur og gerði drög að eftirrétti kvöldsins sem er ananaskrap og tekur 8 klst að verða tilbúið. Ég skaust líka eins og þrisvar út í búð því að ég var alltaf að gleyma einhverju sem ég ætlaði að kaupa. Kl 16 komu svo kaffi gestirnir mínir; Soffía, Sveinn og Katla og svo kom Anna heim úr vinnunni. Við drukkum og spjölluðum í eina tvo þrjá tíma. Nú er kl rúmlega 20 og chillibollurnar að verða klárar en ég ætla nú að sækja þvottinn niður í þvottahús og brjóta hann saman. Svo höfum við stöllurnar ákveðið að taka spólu í kvöld og taka því hægt enda ný vika að byrja.

En svo sem ekkert merkilegt að frétta. Bömmmer....... Og þó! ég hef lést um 3 kíló síðan ég kom hingað norður á sem sagt 2 vikum. Geri aðrir betur, bara vonandi að ég haldi áfram á sömu braut þá verð ég sko some hot stuff;) Það eina er að ég sé ekki alveg hvaðan þessi kíló hafa farið. Er bara ekki að sjá það. En one day.......

Ég vil bara geta þess að ég fyllti bílinn minn að bensíni í vikunni þannig að ef þið sjáið hann pabba minn megið þið endilega segja honum það. Einnig ég fór út í hvítu kápunni minni fimmtudags- og laugardagskvöld. Fyrir þá sem eru að röfla að ég sé aldrei í henni.

Mig langar að síðustu að biðja annað afmælisbarn föstudagsins afsökunar sem ég gleymdi hreinlega að senda sms þó að ég hafi alveg munað eftir honum. Kristján minn til hamingju með daginn og brátt mun ég sjálf komast í 24 ára hópinn:) Vonandi verða engin sárindi eða sætar hefndir. Já aðeins mánuður í daginn minn.

Eigið þið eina góða honeys og heyrumst seinna í vikunni.

Eva þrifna og þágufallna

mánudagur, janúar 17, 2005

Heill sé helgi

Já þrátt fyrir hrakfallir í byrjun þá tók helgin við sér og kom, sá og sigraði. Já ef hún skoraði bara ekki nokkuð hátt á Báru skalanum. Kannski ekki fullt hús stiga enda þarf aðeins meira til þess...... he he sem er jú ekki statt hér!

Allavega síðasta vika var bara drepleiðinleg út í gegn. Ég var engan vegin sátt við að vera komin hingað og var bara ekki að koma mér í gírinn. Ætli þetta hafi ekki bara verið leyfar síðan á gamlárs? það er spurning. En núna eru tímarnir í skólanum allir að detta inn og dagarnir fara að hafa þýðingu og á er að komast reglulegt daglegt líf. Mig langar mest til að stefna visa og eða íslandsbanka enda tóm mistök þar á ferð og ekki lækka vextirnir. Ég sé samt fram á að geta keypt mér kort í ræktinni þó að ég hafi losnað við þetta eina kíló um jólin, ólíkt að ég held flestum öðrum. En maður getur ekkert treyst á það forever bara. Næst þegar ég kem suður ætla ég að reyna að vera einkar glæsileg eins og einhver kom orðum að. Ég stefni líka á það að ætla að vera svolítil gella í vetur. Hef verið að taka til í nærfataskúffuni og fataskápnum svona new years thing. Það er nú alltaf stefnan að reyna þetta en eftir eins og viku eða tvær þá bara nenni ég því ekki og fer í íþróttabuxurnar. Nú ég braut hælinn á þæginglegu stífvélunum mínum þannig að ég verð bara að fara að ganga á þeim háu núna. En hærri hælar fleiri hitaeiningar brenndar!

Jæja en helgin..... Á föstudaginn borðuðum við Anna, Pálína og Sonja saman hérna í kotinu mínu já eða okkar. Stelpurnar hjálpuðu mér að velja dressið sem var í einfaldari kanntinum þar sem mér var bent á að ég væri ekki á markaðnum. Eftir tískusýninguna var haldið á Amor í Idol og svo í the mansion í partý a la húsráðendurnir þar. Dj Siggi Rún hélt uppi stemmarnum eins og ævinlega og öll ÖLL músik var á sínum stað en hann er víst að hætta þessi elska. Þar munu mörg tár renna í sandinn. Og þó farið hefur fé betra! Þetta var svona ágætiskvöld, ekkert neitt voðalega mikið að fólki á skrallinu. Við Anna ákv að styrkja ekki nætursöluna heldur stoppuðum einhvern saklausan sveitapilt og fengum hann til að skutla okkur heim í örbylgjubrauðið.

Ég lá bara upp í sófa á laugardaginn með "vinum" eða þangað til Pálína kom. Þá flaut ég með henni út í sjoppu í 50 % afslátt hvað annað á laugardegi? og krúsaði ég í the mansion fram að kvöldmat.
Mér var ekki til setunar boðið enda búið að bjóða til hjúkkuteitis í pent housinu í Tröllagilinu. Þeman var hjúkrun surprise surprise og ég var bara svona fashinoble late. Mætti um kl 22:30 en mæting var kl 21:00. Stúlkurnar voru sumar komnar vel í glas og tónlist síðan "93 glumdi við og nokkrar þeirra áttu dansgólfið. Þetta var 100 % píkupartý með öskur og görg, fliss og fíflalæti. Það var svo mikil rífandi stemmning, að frá 9 hæð heyrðust gleðiópin út á götu. En það var alveg geggjað gaman og Anna María á heiður skilin fyrir flotta og fjöruga gleði. Ég kynntist alveg frábærum stelpum sem eru í bekknum mínum og ber helst að nefna hana Vilborgu sem er tær snilld. Ég hélt reyndar alltaf að hún héti Svava en það er önnur saga. En það er best að vera ekkert að ræða hana neitt frekar þar sem að Skagastelpur þá helst Jóna vill ekki heyra á aðrar vinkonur minnst og vinkonur mínar á Ak vilja ekki að ég eignist nýjar vinkonur þar sem að ég á þær að nú þegar. He he he. Hjúkkustelpurnar komu í alls kyns múderingum og sumir voru frumlegri en aðrir. Með skot í sprautum, hrákaglas milli brjóstanna, Microlax hægðarlyf hangandi niður með síðum og há-styrktir af parkodine forte. Kapparnir voru samt lang vinsælastir hvort sem var í partýinu eða á kaffi Ak.
Ég var á gestalista á kaffi Ak (en þar var einhver hljómsveit að spila) þetta lukkaðist þannig að ég þekki Önnu sem þekkir Katrínu sem á kærasta sem heitir Jónas sem á vin í þessari hljómsveit. En ég renndi mér beint á barinn og borgaður var fyrir mig brúsinn þar sem ég hét að veita ætíð mína bestu sjúkraþjónustu í framtíðinni. Það var bara þvílíkt fjör á Akinu þrátt fyrir að ég hefði frekar viljað dj. Það voru sko mörg kunnugleg andlit úti þetta laugardagskvöld. Og það held ég að sumir ættu að skammast sín meira ein aðrir og ég er að meina local people. Þekkt andlit í bænum. En vegna a surtain mount of alcohol hló ég bara að þessari vitleysu. Eftir kl 04 var ég engan vegin tilbúin að fara heim og sagðist bara vera til í eftirpartý og alles.
Ég = Eftirpartý... NEI ekki að smella. En ég var alveg æst og hélt ásamt einhverju fólki á eitthvað gistiheimili sem reyndist vera fullt af sofandi fólki þannig að tilraun mín til að fara í eftirpartý mistókst og ég ákvað að labba eins hratt heim eins og ég gat. Anna sagði mig hafa eitt heillöngum tíma í að tannbusta mig þegar ég kom heim enda bjór bara sykur og svo henti ég öllum fötunum mínum í gólfið og laggðist bara til rekkju.

Sunnudagur frekar sad...... þökk fyrir "vini";)

Áramótaheitin mín eru:
Losna við 10 kíló
Borða hægar, hollar, hitaeiningasnauðar
Vera gella
Duglegari að læra

Off í mat til Soffíu og Sveins.

bæ beibs,

Eva tilvonandi everyday gella


miðvikudagur, janúar 12, 2005

Stolt siglir flegið mitt....

Gott nýtt ár beauties og takk fyrir það gamal.

Mér þykir það leiðinlegt að hafa haldið nokkuð mörgum á limmingunum frá 17. des fram yfir jól og áramót og til dagsins í dag. En ástæðan fyrir engu bloggi v0ru einfaldlega annir, spurjiði bara Öldu frænku því hún átti einfaldlega enginn orð yfir þétt skipaða dagskrá mín...... spurning um skipulaggningu. En ég er búin að fá ítrekaðar kvartanir yfir bloggleysi og nánast að fólk sé farið að vantreysta mér út af því orði sem ég gaf út að ég skyldi blogga eftir próf... spurning um forgangsröðun.

Fyrst: happy birthday to you, happy birthday to you, happy birthday mister king king.

En það hefur nú aldeilis margt drifið á daga mína frá því í fyrra (bara síðan 3. des reyndar) Ég komst í gegnum klásus þó að ég haf i endanlega verið að fara á taugum í prófunum (með streitueinkenni frá skrattanum sjálfum komið; hvíldarpúls um 100 og fór ört hækkandi, höfuðverk, lystaleysi, flökurleika, útbrot og sooo on), ég lenti í tveimur árekstrum, lenti í lífsháska á þjóðvegi eitt á heimleið, hélt jól og fór inn í nýtt ár með miklum pirring ásamt fríðu föruneyti. Ég vann líka svona svolítið og eyddi "quality time" með öllum sem voru á listanum fyrir utan eina frænku mína sem boðaði forföll en ég hitti hana þó. Já time is on my side þessa dagana. Ég er svo bara að reyna að ná mér niður úr öllum úper plönuðu dögum og gíra mig niður. En það er ekki ég að sitja svona á rassgatinu og hafa ekkert að gera. Skólinn er bara rétt að byrja og ekkert þannig lagað að læra. Ekki að það hafi nokkurn tíman verið í einhverjum forgang svona fyrstu 3 mánuði annarinnar. Hvað þýðir það? Mér drulluleiðist... og veit bara ekki hvað ég á við tíma minn að gera. Vaknaði að fúsum og frjálsum vilja kl 08 í morgun!!! Call me crazy og fór svo meira að segja upp í skóla þó að ég sé ekki í neinum tímum í dag. Allveg spurning um að finna sér áhugamál eða einhverskonar dægrastyttingu.

Allavega í frekar stuttu máli skal ég REYNA að reka sögu síðasta mánaðar.
Ég var í prófum frá 6. - 17. desmeber. Á þremur dögum tókst mér að klessa renaultinn hans pabba að framan og aftan. Svona til að hafa allt í stíl þá var ég náttúrulega einu sinni í rétti og einu sinni órétti, framan og aftan, minna og meira tjón. Eins miður mín og ég var þá söng pabbi bara sitt hressasta lag og allt í goodie. Lögreglan hérna er nánast farin að heilsa mér með nafni eða svona næstum því.
Við Thelma héldum svo sprækar heim þann 17 desember og hamingjuóskunum rigndi svoleiðis yfir mig við upphaf ferðarinnar fyrir að vera búin í prófum. Guð hvað það var gaman. Ferðin gekk vel svona framan af eða það til að við vorum að koma að Blönduósi. Þá slóst pústið þvert í afturdekkið vinstra meginn. Það var glæra á veginum og við sáum lífsmyndir okkar flögta og héldum að nú væri þessu öllu lokið. Þrátt fyrir allt héldum við stöllur ótrúlegri ró okkar á meðan þetta var allt að gerast og til allrar hamingju enduðum við rétt á veginum eftir hliðar slidingar og hring. Þar fékk ég það staðfest að guð hafði einfaldlega ekki meiri orku fyrir mig en kannski að Jesú hafi bara hlupið í skarðið og passað það að enginn bíll væri á eftir okkur eða kom á móti. En með góðra manna hjálp, ekki kvenna (ekki það að einhverjar kellingar þurfi eitthvað að stoppa þegar okkar fegurð er annars vegar) komumst við aftur af stað eftir um klst og keyrðum í ótta á 50 - 70 restina heim og ég lét Thelmu um símann það sem eftir var. Við féllumst svo í faðma við enda ferðarinnar enda óneitanlega hrollur í manni eftir þetta allt. Ég fór heim, lagði lyklunum og tilkynnti föður mínum að undir stýri í þennan bíl stigi ég aldrei framar. Eftir að hafa sofið 4 klst um nóttina og vakanaðu kl 6. Keyrt í 7 klst og eftir 3 vikur af lestrartörn var ég andlega búin á því. Þegar mér barst svo símtal um kvöldið brotnaði mín bara alveg niður eins og smástelpa og grét þó að það hafi nú ekki átt að heyrast, held bara að það hafi ekki tekist.
Helgin var svo tekin í góðra vinahópi og ákvað ég að fara og sletta úr klaufunum en í því ástandi sem ég hafði verið í þurfti ekki mikið til að rugla mig í ríminu og var ég send heim í leigubíl eftir stutta viðdvöl á einum skemmtistað. Ég rölti síðan í sandölum (vegna þess að ég hafði eyðilagt stígvélin mín um kvöldið) í snjónum í RVK með kodda og teppi undir annari og bakpoka. Það kom labbandi að mér kona og spurði hvort að litlu stúlkuni hafi bara verið hent út í kuldan með koddan sinn en ég gat leiðrétt það þar sem ég gekk út af sjálfstáðu frá henni Mæju. En þar stóð ég þar til að far bauðst. Og viti menn það kom og þar hitti maður bara mann í frekar sjekkí ástandi og frekar illa útlítandi sem virtist reyndar ekkert draga neinn dilk á eftir sér.
Ég byrjaði að vinna strax á mánudeginum 20. des og var það milli þess að heimsækja liðið eða Reykjavíkurferða. Ég skrifaði jólakortin í vinnuni þetta árið og voru þau kannski í tíkarlegi kanntinum vegna þess. Ég sendi þó allavega jólakort!
Jólin komu og þeim eyddi ég í faðmi Nonna bró og co. OG JÁ ÉG FÉKK HVÍTU KÁPUNA! Það var nú svoleiðis fest á filmu þegar ég tók hana upp..... Allt er nú gert þegar ný camera er á heimilinu! Kíkti á annan í jólum ballið EDRÚ í þriðja árið í röð. Hef farið á það betra.
Aftur í vinnuna milli jóla og nýárs og reynt að vera eitthvað með mömmu og pabba. Eitthvað ég var nú bara mjög mikið heima svona miðað við vanalega og spil með stelpunum lágu milli hluta hvert einasta kvöld... en hey ég mætti nú einu sinni eftir áramót.
Áramótin komu og var ég aftur stödd á Vallholtinu af þessum fáu skiptum sem ég kom þangað í þessu 3 vikna fríi mínu. Við stelpurnar þessar með beinin í nefinu héldum í borg óttans og bíll Pirrings þaut með píurna fjórar út af Skaganum og upp í Kópavog þar sem 5 pirrmeðlimurinn var tekin upp í og svo aftur niður í höfuðborgina. Já árið 2005 byrjaði með pirring dauðans en hann fór nú frekar fljótlega og þegar Joshua Jackson í Dawsons creek var mættur á Solon var ekkert sem gat eyðilagt dagskrá morgunsins enda nóttinn á enda. Þetta endaði bara sem besta kvöld;) og dagurinn eftir var bara nokkuð sætur.
Ég skrapp aðeins aftur í vinnuna og kláraði svo heimsóknir mínar og aðrar skyldur á nýju ári.

Nú er maður bara komin aftur norður í helv snjóinn. Ég er bara ekki að nenna að vera hérna núna. Er komin með sterk post klausus syndrom (eftir samkeppnis heilkenni) og langar bara að vera heima hjá öllum sunnan heiða. Mér væri nær að fara að rífa mig upp á rassgatinu, rækta líkama og sál og byrja að lesa og vera einu sinni á réttum stað í námsefninu og haga því þannig að semi lærdómur nægði fyrir prófin. Kem heim næst 27 janúar.

Allavega sakna ykkar ýkt

Eva tungulipra.