Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Í takt við nýja tíma

Jæja mér heyrist fólk virkilega ekki getað komist í gegnum rútínu daglegs lífs án þessa bloggs svo hér kemur það;)

Ég er búin að hóta útvarpinu að fara er ekki aftur að læra fyrr en það er búið að spila uppáhaldslagið mitt þessa dagana sem er "I wanna be with you" með Kylie sem er að rokka feitt og heilagar stundir eru á heimilinu og bílnum ef að það heyrist. You know the drill, bannað að tala og svo frv. Lærideus er svoleiðis ekki í vefja- og frumulíffræðibókunum í dag, svo mikið er víst og hugurinn er bara komin með mig erlendis í dag. Hugurinn er allavega að hugsa um eitthvað allt annað þannig að ég ákvað bara líka að gera bara eitthvað annað þangað til hann kemur aftur.

Mig langar til að deila með ykkur smá tölfræði; Samkvæmt teljara.is hafa 12.500 heimsóknir verið hingað síðan um miðjan apríl, það gera rúmlega 1500 heimsóknir á mánuði, mest 700 á einni viku og alls hafa 215 ip númer kíkt inn. Nokkuð gott. Teljarinn kemur aftur inn við tækifæri. Eftir að ég hef talað við Svein en ég verð bara að gefa honum space öðru hverju.

Síðasta vika var nú bara lík öllum öðrum svona flestu leiti fyrir utan þokkalegan pirring hér og þar enda er stress og streita, svefnleysi, þurrkur, magakrampar, lystaleysi og alls kyns fylgikvillar. Ég er nota bene búin að byðja fólk afsökunar fyrirfram því ég verð sennilega ekkert skemmtilegri í bráð og hvað þá þegar hún Rósa kemur í heimsókn. BE AWEAR.
Við Anna bjuggum til reglur innan heimilsins sem er búið að fara eftir. Vakna á hverjum morgni kl 08 og læra, líka um helgar og aðeins eru inn í þessu 3 pásur, 20 min, 60 min og 10 min til kl 16. Ræktin á hverjum degi um kl 17. Og engar tölvur fyrir kl 16 nema við tengist skóla.
Hvernig sem fer þá græðum við hvort eða er alltaf á þessu. Some Brains in this house.
Taland um að breyta lífsvenjum... Ég fór upp í rúm kl 23:00 á föstudagskvöld og 22:30 á laugardagskvöld. Góð stelpa ó já. Ég er loksins Önnu til mikillar hamingju búin að uppgötva hvað svefn er mikilvægur. Tók mig tíma en.

Ég er búin að ræða annsi mikið í síman undanfarið og er það Gudda mín sem er þar fremst í flokki. Ég heyrði líka í Ellunum tveim og Jónu og Önnu Þóru. Nýtt persónulegt met mitt eru 3 klst. Við Gudda sko. Og eitt af okkar samtölum var ég hringdi úr gsm í hana og samtalið varaði í 45 min. Þökkum símanum fyrir símavini. Gudda mín, ég elska þig.

Ég er búin að vera nokk dugleg í ræktini og skokk skórnir frá USA eru bara alveg brilliant. Jafnvel að vaxtarlagið sé að taka á sig mynd og stundarglas að myndast. Kannski verð ég bara nokkuð hot um jólin fyrir Herramennina á E-deildini en þar mun ég eyða mínum stundum í jólafríinu eða allavega svona að mestu. Þar ætla ég að vera 20, 21, 22, 23, 26, 27, 28, 29, 30 des og 2 jan. Stelpurnar eru strax farnar að panta tíma þannig ef að þið hafið ekki nú þegar gert það nú þegar þá fyrstur kemur fyrstur fær. Svona í millitíðinni ætla ég að skrifa á jólakort, knúsa pabba minn og hjálpa ástkærri mömmu minni, þrífa og endurskipuleggja herbergið mitt og pakka inn jólagjöfum og heimsækja ömmu og afa, Systir mína kæru enda er ég orðin bara eins og Burt og allar rússurnar og að sjálfsögðu Hjálmur Dór elsta vin minn enda á sá dáðadrengur heldur betur inni hjá mér heimsókn og svona for the record þá veit ég sko alveg hvar þú átt heima.

Yoanna vann Americans next, Ég vissi það allann tíman. Go girl!

En þá er það Hreinsi boy og bumbið svo er það bara beautykvöld framundan.
God verð ég sæt á morgun or what!

En Kylie er LOKSINS mætt;) og ég kveð að sinni,

Andi daglegs lífs, Eva Ofur (vitnað í Ellu D)

Ps. Ef þið sjáið læridesus viljið þið þá skila til hans að ég sé að leyta að honum.




föstudagur, nóvember 19, 2004

Vegna ákveðna ástæðna er ég hætt að blogga um óákveðinn tíma!
En Sveinn minn, takk svo mikið fyrir. Ég veit ekki hvar ég væri án þín. Kossar og knús Eva

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Akureyríski draumurinn

Á meðan kakan bakast í ofninum og á meðan Blue syngja sína fegurstu tóna ákv ég að slá lífi mínu á frest í eins og nokkrar mínútur og tjá mig við ykkur.

Ég er í svo morkinni fýlu að annað eins sást aðeins þegar ég var á gelgjunni. Ástæðan: einföld.
Fylgikvillar þess eru m.a: Ég er ekkert búin að læra í dag og er með bullandi samviskubit. Bara búin að horfa á videospólu og eitthvað rugl og þar af leiðandi búin með kvótan á Steve the tv í dag. Það snjóar svo mikið hérna og er rokrassgat frá helv þannig að maður getur lítið annað gert en að hanga inni eða fara á rúntinn. Rúnturinn væri svo sem ágætis afþreying en nú er farið að harna í árinni og augu mín sjá ekkert annað er bleikan sparigrís. Þannig að inni ég er. Tók mér reyndar nettan göngutúr hérna áðan og kom til baka með eldhnöttóttar kinnar af hita-kulda og alveg slatta af hori. Ég ákv reyndar að gera mig svolítið sæta í morgun því ég er búin að vera þessi endemis drusla upp á síðkastið, Þannig að ég var í stíl og allt í dag svona í tilefni sunnudags. Er reyndar komin í náttbuxurnar og ballerínu inniskóna aftur núna en má það líka alveg.
Ég átti nú von á gestum hérna um helgina og hagaði innkaupum mínum í Nettó...... uss uss uss það er eins gott að Jói lesi ekki þennan pistil, allavega eftir því. Hér hefur enginn dinglað annar en lítil stúlka að selja rækjur en við verðum að láta ýsuna duga í bili. Eitthvað varð ég að gera og henti í eins skúffuköku, mínus kakó og súkkulaðikrem, plús epli og kanelsykur fyrir hana Önnu en þannig er alltaf bökuð skúffukaka fyrir hana. Kannski svolítið einfalt þar sem að þetta er held ég bara eplakaka en ég gerði hana allavega eins og skúffuköku mínus þetta þarna. Fór nefninlega inn á uppskriftir.is og náði í skúffuköku- og muffins uppskriftir hana gestunum. Bíða bara betri tíma. Þeir láta kannski sjá sig í mars ásamt öllum hinum gestunum sem ætla að koma þá.
En víst að svo fór ekki lagði ég kjöt í lög í gær og bauð bara öðrum gestum til matar í kvöld og það ekkert í bónuskantinum, notaður rjómi og allt.
Er bara ekkert búin að gera um helgina, kíkti á kaffi Amor bæði kvöldin í einn kaffibolla bara um milli 20 og 21 og tók svo bara spólur bæði kvöldin, Starsky and Huch: 0k og svo Troy í gær sem var bara nokkuð góð.

The stoker.... alltaf eitthvað nýtt af nálinni hjá honum. Sendi mér þess gubbandi ógeðslega væmnu skilaboð á fimmtudag (en ég átti von á símtali frá manneskju sem aðeins hafði þetta nr þannig að það var kveikt á honum fimmtu- og föstudag). Þau hljóðuðu eitthvað á þessa leið; Ég hef alltaf vitað að í sólarhringnum væru 24 klst og að í klukkustundinni væru 60 mínútur en aldrei að heil mínútu án þín væri eins og heil eilífð. OH OJ OGH GH. How about a live time without you would not be enough?! Ég slökkti bara á símanum þegar líða tók að kveldi og allt í goodie. Á föstudagskvöldið um kl 18:30 þá pípir síminn aftur og þá kom bara frá hinum marg snúna persónuleika: Hæ ég er búin að ná mér í konu... VEY................. Ég votta henni mína dýpstu samúð. Ég er búin að vera að five-a fólk alveg hægri vinstri síðan þá og er nánast orðin aum en mér er sko bara slétt sama. Maður getur samt aldrei verið of varkár og ætla ég að halda mig við talnr í eins og viku í viðbót. Svona víst hann náði sér bara í konu á einni nóttu þá gæti hann allt eins sparkaði henni á sama tíma og hjakkast í gamla farinu. Klár stelpa ég.

Ég las nokkuð skemmtilegt blogg hérna á föstudaginn þar sem að orðað var eitthvað um að ákveðinn ung myndarleg dama væri nánast að stela draumnum frá Akureyrarmærinni;)
En það lét mig fara að hugsa svo lítið. Ég læri mína lexíu á þessu þarna í den, þeir vita þetta sem vita, ég trúi bara ekki að þeir þarna í efra séu bara að ítrekar þetta þannig að það hlýtur að þróast eitthvað gott út úr þessu. Ég veit að ég bið um mikið svona yfirleitt en kommon god.
Hver er þá eiginlega Akureyríski draumurinn?

Ég tók nú allt hérna í gegn á föstudaginn og þegar ég var komin með tuskuna inn í og utan á skápa var Önnu bara spurð hvort að ég væri ólétt. Ég sagði að það væri aldrei að vita enda væri það bara í takt við nútíman. En það er allt hreint og fínt hjá mér núna alveg eins og ég vil hafa það og þá ætti sko ekkert að raska því að ég gæti lært eða hvað?

Prins Helgason fékk nafn í gær og var drengurinn skýrður Gabríel Ingi sem hæfir sko alveg þessum dýrlega litla engli.

En ég ætla að taka kökuna úr ofninum enda er ilmurinn orðin unaðslegur bara svona eins og mér einni er lagið. Svo er það bara kvöldmaturinn eftir um klst eða svo þannig að það er nóg að góðri lykt til að drepa þessa fýlu í mér og kannski léttist ég bara í lundinni við það. Hver veit?

En heit eplakaka með rjóma og ísköld mjólk a la moi.

Eva grumpy en myndarlega húsmóðirin.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

THE CRAZY BASTARD!

Ég hélt í alvörunni að það kæmi aldrei til þess í mínu lífi að ég sæi mig til þess knúna að skipta um símanr. Ok ég veit að ég hef verið annsi yðinn við að skipta og er að sigla inn með mitt 5 nr en það hefur allt verið í gamni gert he he. Nei nei, ég byrjaði í áskrift á símanum, datt yfir í megatilboð hjá tal, eftir ár hjá þeim fór ég yfir í frelsi en var eitthvað að vesenast með kortin og týndi frelsiskortinu þannig að ég keypti nýtt sem er hið glæsilega 847 sem á metið í að haldast í símunum mínu. Þannig er nú mál með vexti að þessi svokallaði STOKER (sem er nota bene ekki mister mínus bróðarskór sem svo margir virðast hafa verið að rugla saman, mr. mínus brúðarskór er sko til fyrirmyndar fyrir þetta samfélag og borgar heiðvirt skatta og allt held ég) er að gera mig geðveika og eftir að hafa hringt nú síðast á aðfaranótt mánudags til kl 01:30 þá var mér nóg boðið. Flestir vinir mínir og vandmenn vilja bara siða lögreglunni á manninn en ég er nú bara ein af þessu aumingjagóðu að ég vil það ekki allavega ekki svona meðan hann heldur sig frá húsinu mínu. En show your self in the yard and we have a police. Ég held að þessi maður skilji ekki nei eins og víst virðist vera svo algengt með hina norðlensku karlmenn. Ástsjúkur held ég að hann sé, þó að hann viðurkenni það né. Hann tekur alveg fyrir það þó að ég sé víst svo æðisleg og frábær og það sé enginn eins og ég og bla bla bla. Ég er búin að segja NEI og það fyrir löngu síðan, var fyrst bara nokkuð leiðinleg og fór svo yfir í að vera dónaleg sem ég er nú ekki þekkt fyrir. Bara eftir að ég komst af því að hann átti ekki 48 % í þessu risafyrirtæki þá vildi ég sko ekkert með hann hafa he he he.... Nei í alvöru slepptu þessu félagi! Ég held að ég sé ekkert að fara að fara út með vinkonur mínar hérna því þær munu hakkann í sig með kjafti og klóm. Já the bodyguards, Sons, Páls, Anns.
Þannig að ástkæru vinir og félagar, ég er komin með nýtt nr og þeir sem það eiga að hafa, hafa þegar fengið þessa tilkynningu en fyrir hina sem fengu það ekki og vilja fá það þá er þeim bent á að hafa samband við talhólfið mitt í gamla nr og skilja eftir skilaboð.

Helgin var bara nett róleg eins og ég var reyndar búin að taka fram fyrirfram. Ég krúsaði með Sveini, Soffíu og Thelmu suður yfir heiðar og settist að á Dalbrautini, já og við erum að ræða næstum heila helgi. Ég kom heim kl 21:30 á föstud, renndi mér í leiguna og sótti Shrek 2 fyrir okkur krakkana og henti mér í náttföt og upp í sófa. Var sofnuð kl 23. Foreldrar mínir voru náttúrulega busy eins og vanalega og ekki heima. En þeir höfðu nú töllt heim rúmlega 01 úr matarboði og vildu endilega fá mig fram að spjalla. Nei kom ekki til greina! Á laugardag var rifið sig á fætur kl 10 og náttúrulega mætt í kleinur niður í Krókó til ömmu. Þar var bara margt um mannin og svei mér þá þetta er bara það lengsta sem ég hef stoppað í kleinum í háa herrans tíð. Ég sótti Höllu fimleikastjörnu og kíkti á Jóu frænku, Svo í stað lærdóms þá bað hann bróðir minn mig fyrir börnum sínum tveim þannig í stað þess að læra í 6 klst var ég æfingarmamma og bakaði meira að segja vöfflur og allt. Bræður tveir á heimilinu kepptust ekki um hver væri fljótari að hlaupa út í Nettó (sem er í 150 metra fjærlægð) nei þeir kepptust um hvor segði hærra og fyrr "EKKI ÉG". Já tímarnir breytast og börnin með. Þannig að við Ari rölltum bara eftir rjómanum sem hefði nánast átt að breytast í smjör á leiðinni því Ari boy sveiflaði pokanum svo mikið, enda kom gat á hann og flaug hann einu sinni sem áður á gangstéttina honum til undrunar. Kvöldmáltíðin var fjölbreytt og Ella D kom í mat ásam Jóu. Eftir kvöldmat komu svo óvæntir gestir sem tóku áskoruninni. Engar vöfflur þá en toblerone og vatn var víst málið. Þeir eru svo erfiðir þessir íþróttamenn. Á eftir því var svo settur á fjölskyldutími sem fór í að finna til smart og í stíl föt á foreldrana og pakka ofan í töskur..... rosa skemmtilegt. En í eins og klst þá sátum við, við eldhúsborðið og já gerum það sem virðist vera áhugamál allra annar en mín í þessari fjölskyldu, bara sitja og gera ekki neitt. Ég stakk mér út á þeim tíma sem foreldrarnir eru vanir að halda til svefn eða um miðnætti. Heiðursforsprakkinn mætti ekki sem var ástæða þess að ég fór út til að byrja með. Geri hver það upp við sig. En rúnturinn klikkar aldrei hvort sem er. Á sunnudag vaknaði ég sko snemma eða 08:45 og brá mér að bæ;) Hvert það nú var veit nú enginn? Ég sá svo ástkæra systur mín og mann hennar og kíkti á prins frænda minn og Hrefnu mömmu hans og stórfrænku mína. Át svo þessa dýrindismáltíð með mömmu minni og pabba, sem vann líka þennan fína vinning í Bingó sem kemur sér sko vel fyrir næsta sumar, El spanio Si senior.
á 1900 tímanum var tími til komin að ferðast til baka og Anna beið mín hér settleg og sælleg. Við ræddum svo atburði helgarinnar og fórum ekki að sofa fyrr en 01 sem maður fékk heldur betur að finna fyrir hjá honum Sigga Bjarklind á mánudegi.

Ég fór til læknis á mánudag og það kostaði 3000 kr. Hann skrifaði blaðasnefil annan upp á 2500. Tigerjólagjafir í ár? Já ég held að það sé málið. Ekki nema Íslandsbanki sé að fara að bjóða upp á 100 % jólagjafalán. En hvað veit maður hvað þessum vitleysingum dettur í hug næst...
Engar áhyggjur, þið fáið öll eitthvað fallegt því ég keypti það mesta út í Bandó.
Hjálmur Dór, Gústi, pápi og bara karlmenn af hverju eru ykkar gjafir alltaf höfuðverkurinn? En demantar are my best friend.

En þá ætla ég að poppa og fá mér diet kókina. Heilaga tvennann sem ég er búin að hugsa um í allan dag. Má það því það var soðinn fiskur í matinn. Svo er "L word" að byrja og það er víst það nálægasta sem maður kemst að sumum hlutum þessa dagana og mánuðinn eða svo hí hí.

Mússí mú dúllí dú,

Eva ofsótta

mánudagur, nóvember 08, 2004

Nýjar myndir

föstudagur, nóvember 05, 2004

Á toppi Vinsældalistans

Ó Guð nú bloggaði ég á miðvikudegi sem er annsi mikil frávik þar sem það er orðið að vana hjá mér að blogga á föstudögum. Geri breytingu þar á núna og blogga aftur í dag þó að það sé nú ekki mikið að segja en hey þetta er ég og get nú alltaf sagt eitthvað.

Ég eignaðist sko lítinn frænda í fyrrinótt 04.11.04 smekksdrengur að velja sér svona flotta dagsetningu. Sver sig inn í fjölskykduna. Hún Hrefna frænka mín og Hlini ástmaður hennar fengu þennan fína prins sem er hvorki meira né minna en nr 6 í árinu í vinkonuhópnum. Jú við höfum mister töffara Sölva í maí, Bóas Orra draumaprins í júní, Huga Hrafn ofurhuga í júlí, Keiran Þráinn sykursæta í ágúst, Óskírðan Helgason æði í sept (sem hlýtur nú bara nafn eftir viku) og þann nýjasta sem hefur verið nefndur Kristófer Áki fallegi í nóv sem átti reyndar að koma í okt en hann ákv að fresta þessu aðeins. Frjógi hópurinn hefur þannig bara fengið prinsa á þessu ári og alla í hverjum mánuðinum á fætur öðrum. Pása! Já það er komin pása út árið!

En það hefur gengið mjög mikið á í Álfabyggð 24 þessa vikuna og símalínurnar eru sko rauð glóandi! ekkert samt rauða línan eða neitt, he he he guð en ömurlegur húmor. Nei en svona ykkur að segja þá hef ég bara ekki verið svona popular síðan í ágúst (fyrir utan einn ákveðinn mann sem hringdi látlaust hérna í den). En það er búið að vera meira úrval núna enda ekki á hverjum degi sem allir hafa nánast eitthvað fram að færa því það er margt að gerast nú í lífi bara mjög margra stelpnana, og auðvitað með tilheyrandi dramantík og draumórum og áhyggjum og svo framvegis. Only girls can do.

Það byrjaði að kyngja niður snjó hérna í gær og eftir um 2 stundir var jörðin orðinn snæviþakin sem kom sumum bara í opna skjöldu. Ég var inni allann daginn í gær og horfði bara á herlegheitin í gegnum stofugluggann með te með röri í hendi (passa glerjunginn) því þegar maður borgaði honum Inga tannsa 40.000 í sumar og er sennilega að fara aftur um jólin þá nánast set ég karíus og bakktus á fóninn bara til að minna mig á! En í dag skín sól í Eyjafirðinum og snjórinn mun sennilega hverfa jafn skjótt og hann kom. Spáð 17 stiga hita hérna á morgun.
Vegna veikinda minna sem eru öll að fara langt um batnandi var náttúrulega keyrt í skólan í morgun. Ekki kannski frásögufærindi nema eftir 4 faldan tíma af mjög þungu efni í vefja- og frumulíffræði hlakkaði ég svo til að komast heim að borða. Skokkaði í bílinn minn og rifti upp hurðinni og hent dótinu inn. Þegar ég var svo sest og ætlaði að loka hurðini þá bara stóð hún á sér. Ég sá þá eitthvað járndót sem eitthvað ekki eins og það átti að vera. Ég fór því í það að reyna að laga þetta en nánast kallaði bara strax á strákana sem voru að labba fram hjá. Ég grubblaði eitthvað í þessu og varð svo ógeðsleg á höndunum og fitug og ooojjjjj, ég er svo pjöttuð að ég var bara ekkert að ráða við þetta og ekki að geta keyrt heim svona. Þegar ég náði svo í klósettvaskinn skítti ég út sápudallinn (náði því ekki öllu af) og eftir um 3 umferðir af þvotti ákv ég að þurrka mér bara í klósettpappír því þessi ógeðslega drulla færi sko ekki í fallegu handklæðin mín á baðinu. Nákvæmlega ástæðan fyrir því að ég ætla aldrei að ná mér í bifvélavirka eða neina aðra sem eru með skítuga putta. Latex hanskar í bílinn!

Mér barst skilaboð í gær frá kunnuglegu nr sem ég hef þó ekki séð í um vikuskeið. (Stoker sem kom fyrir viku) Það var ekkert nema tóm spurningamerki og ég sá ekki neina ástæðu til að svara en sagði Önnu frá yfirvofandi og ég ætlaði að kúra hjá henni um nóttina. Ég var aðeins hérna frammi að lesa fram til miðnættis og Anna var farin að sofa þannig að ég ákv því að fara bara inn í mitt rúm eftir að vera búin að klaga svolítið. Svaf samt með dregið frá, öfugumegin í rúminu með vitlausa sæng svona til að reyna að láta þetta ekki gerast. Ég lá andvaka til rúmlega 2 þegar ég var viss um að hættan væri liðinn hjá. Ég var líka svo sibbin í morgun og tímdi varla að fara á fætur þannig að ég fór í sturtu með slökkt ljós til að njóta kyrrðarinnar aðeins lengur. Páls ætlar því að kúra hjá Önnu minni um helgina þannig að ég þarf ekki að hafa neinar áhyggjur. Ég ætti kannski að fara bara að leigja út rúmið mitt? Nei nei segi bara svona. Lögreglan á Akureyri er allavega komin á speed dial í símanum mínum.......
Þetta er á ekki á bætandi þjófhræðsluna og eldhræðsluna þannig að Jólagjöfin í ár fyrir utan hvítu kápuna og hvítu kúrekastígvélin, Öryggisþjónustan Vaki á Akureyri.

En þá er best að henda í eina þvottavél, pakka, þrífa aðeins og læra.

Hlakka til að sjá ykkur öll á Dalbrautinni. Skora ég eindregið á knáan knattspyrnudreng í Skagaliðinu að láta ekki sitt eftir liggja. Aldrei að vita nema pabbi karlinn hendi í vöfflur víst að hún móðir mín er alltaf svona busy.
Hann er allavega með tilbúna óvænta máltíð handa prinsessunni í kvöld.

En róleg helgi fram undan hjá mér. Hafið það gott;)

Soothies, Eva erindadreki

Ps. Ég er að fara að hlaða inn nýjum myndum bráum.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Lazarus með Ástarkveðju

Miðvikudagur til moldar eins og sagt er og ég tek undir það þar sem ég er að fara að sitja þrefaldan heimspekitíma um tæknifrjófganir og klónun stofnfruma VEIK! Netkortið mitt sem ég fékk í afmælisgjöf fyrir góðum tíma síðan er nú loks komið í gagnið og langar mig að nota tækifærið og þakka þeim sem það gáfu:)
Þið fyrirgefið mér væntanlega að þetta blogg verður kannski ekki neitt spes þar sem ég held að aðeins um 50 % heilans sé virkur í dag, grínlaust.

En eins og vaninn er þá rifja ég upp atburði liðinnar helgar.
Föstudagurinn var tekin með stæl. Eftir að mér hefðu borist fréttir þess eðlis að einhverjir ákv aðlar væri farnir að gerast svo kræfir að mæta á dyratröppurnar hjá mér á Akureyri um hánótt á virkum degi og skrifað eitt stykki sms í verri kantinum. Þá var krúsað suður og kíkti á þau nýjustu krílinn þau dreng Helgason 4 vikna og stúlku Jóhannsdóttir 2 vikna í höfuðborgini. Hrabba frænka var algjör perla og keyrði mér bara villi vekk út um allt. Við skelltum okkur á stylinn og renndum niður ljúffengum mat að vanda. Svo var rennt niður á Laufásveg þar sem að Hrafnhildur og Kristján Björnsson hafa búið sér til snoturt hreiður með mest comfý sóa sem ég hef tillt mínum heilaga rassi á. En eftir Idol og nokkrar hringingar ákvað ég að skella mér til Mæju og hitta þar Jónu og Ellu P og einhverja dáðardrengi. Þar sátum við og ræddum pólitík, Not my favorite en ég tók samt þátt svona jafnt og hinir þangað til allir voru búnir að fá nett nóg. Við kíktum út á lífið á Prada sem er ekki minn staður og eftir smá svinger vildi ég bara komast á Hverfis og tilkynnti það. Einhver ætlaði nú að koma með en ílengdist þannig að ég skellti mér einsömul á Hverfis. Sad JÁBB! En reyndar vissi ég að Ella Málmfríður var þar og vonaðist eftir að finna hana. Nei enginn Ella M en Ella P birtist svo bara eins og engill af himnum og við skelltum okkur beint á dansgólfið þar hittum við nú Skagamenn, Kópavogsbúa já og Hafnarfjarðabúa sem breytust í Grafarvogsbúa daginn eftir. Ég kom svo heim til Mæju eftir stopp á 22 sem ég hélt ennþá að væri þekktur fyrir að vera staður samkynhneigðar en ég meina þar sem "the L word" er the hottest show around var ég til í að prófa. Er víst svo eftir allt ekki þannig staður lengur og var bara nokk leiðinlegur. Sem betur fer var borgað fyrir mig þarna inn enda hefði ég verið meira en lítið ósátt við að borga 1000 kr inn á tvo staði, leiðinlega báða í þokkabót. Talandi um the L word, frábær þáttur sem lætur þetta allt vera voða skemmtilegt. Áhrifum er jafnvel farið að gæta víða þar sem að einhver gella kleip í brjótin á mér á Sjallanum um þar síðustu helgi.... Ég bara gleymdi að segja ykkur það þar sem þetta er liggur við orðið svo sjálfsagt í he he.
Það var skriðið fram úr um hádegi á laugardag og hringdi ég beint í Eygló til að boða komu mína en viti menn. Haldiði ekki að gellann hafi bara stungið af með Bóas í eitthvað barnaafmæli á Akranesi! Við stöllurnar 3 héldum þá bara á Stylinn sem klikkar aldrei eða hvað?
Eftir það fór ég niður á stúdentagarða til hennar Guddu minnar og kíkti á leiðinni á Hebu og Heiðrúnu og hann Keirann Þráinn. Bíllinn hennar Guddu var í verkfalli og neitaði bara að fara í gang.... þessi elska! En karlmenn redda því nú.... segi ég því ég er nú svoddan kona og get ekkert gert nema með hjálp hins kynsins. Gaman að vera maðurinn minn:) en þegar skvísan ætlaði að skutla Evu sinni út á flugvöll hafði bíllinn tekið upp á því aftur að halda áfram í verkfallinu líkt og kennarar. Ég tók sprettinn út á völl og héld virkilega að hjartað á mér ætlaði út, það sló svo hart þegar loksins komst inn. Ég flaug nú ekki með minni mönnum en "Í svörtum fötum". Flugið var alveg ágætt svona framan af en svo komu þessi þvílíku pomp þegar í Eyjafjörðin var komin og ég hugsaði bara til hennar Önnu Huldar þegar ég seig neðar og neðar í sætið og konan á hliðina á mér var farin að líta niður á mig! En þar voru fleiri chicken....
Haldiði ekki að þessar elskur hafi tekið á móti mér á flugvellinum með skilti sem stóða á Velkomin heim Eva. jÁ VÁ hvað þær hafa saknað mín mikið;) Gott er að eiga góða að.
En við fórum heim og fengum okkur svona smá að borða, sú ákvörðun var tekin að reyna að fara á ball ókeypis... Því að fyrstu 100 fengu frítt inn. Við gátum það en þurftum að sitja innin í klst. til að fá stimpil. Ég nennti því bara ómögulega og skaut mér yfir á kaffi Ak þar sem að ég hafði tekið loforð um að mér yrði boðið á ballið seinna um kvöldið. Það var margt um manninn á Akinu bara eins og vanalega. Eftir spjall og speguleringar þar átti að skella sér aftur yfir á ballið en ég var bara einhvernvegin búin að fá nóg og var þess vegna rölltandi heim um kl 02. Ég var mjög glöð að fara svona snemma heim þó að ég hafi bara gleymt að fá mér kræsingarnar sem höfðu beðið mín í ísskápinum. Upp í uppáhaldsrúmið mitt sem var tandurhreint.... ahhhhhh!
Sumir fengu svo heimsókn upp í rúm því að rauðvínsflaska á barnum var víst málið hjá sumum he he he.
Sunnudagur bara rann sitt skeið, sumir drukku meira en aðrir, sumir voru þunnari en aðrir, sumir sváfu lengur en aðrir, sumir voru slappir en aðrir... Nefnum enginn nöfn en þessi manneskja er samt ekki ég! Ég hef fengið skynsemina yfir mig.
Mánudagur, þriðjudagur, miðvikudagur og ég er frekar slöpp í dag. Ég er farin að sofa svo illa á nóttuni sem er engan vegin að blíva. Ég ætla að fara að taka lýsi, oxitosim og fjölvítamín því að ég er svo rosalega þreytt á daginn og er þar af leiðandi farin að vera pirruð og leiðinleg.

Ég hef tilkynnt það pabba mínum til mikillar hamingju að ég ætla að bregða mér aftur heim um næstu helgi og í þetta skipi ætla ég að vera eingöngu á Akranesi, til heimilis á Dalbraut 57. Ég fékk nefninlega nístandi samviskubit yfir síðustu helgi:(

En pabbi ég elska þig.

The loving daugher Eva

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Hey hey my people

Blogga á morgun!

Eva Þreytta