Jæja mér heyrist fólk virkilega ekki getað komist í gegnum rútínu daglegs lífs án þessa bloggs svo hér kemur það;)
Ég er búin að hóta útvarpinu að fara er ekki aftur að læra fyrr en það er búið að spila uppáhaldslagið mitt þessa dagana sem er "I wanna be with you" með Kylie sem er að rokka feitt og heilagar stundir eru á heimilinu og bílnum ef að það heyrist. You know the drill, bannað að tala og svo frv. Lærideus er svoleiðis ekki í vefja- og frumulíffræðibókunum í dag, svo mikið er víst og hugurinn er bara komin með mig erlendis í dag. Hugurinn er allavega að hugsa um eitthvað allt annað þannig að ég ákvað bara líka að gera bara eitthvað annað þangað til hann kemur aftur.
Mig langar til að deila með ykkur smá tölfræði; Samkvæmt teljara.is hafa 12.500 heimsóknir verið hingað síðan um miðjan apríl, það gera rúmlega 1500 heimsóknir á mánuði, mest 700 á einni viku og alls hafa 215 ip númer kíkt inn. Nokkuð gott. Teljarinn kemur aftur inn við tækifæri. Eftir að ég hef talað við Svein en ég verð bara að gefa honum space öðru hverju.
Síðasta vika var nú bara lík öllum öðrum svona flestu leiti fyrir utan þokkalegan pirring hér og þar enda er stress og streita, svefnleysi, þurrkur, magakrampar, lystaleysi og alls kyns fylgikvillar. Ég er nota bene búin að byðja fólk afsökunar fyrirfram því ég verð sennilega ekkert skemmtilegri í bráð og hvað þá þegar hún Rósa kemur í heimsókn. BE AWEAR.
Við Anna bjuggum til reglur innan heimilsins sem er búið að fara eftir. Vakna á hverjum morgni kl 08 og læra, líka um helgar og aðeins eru inn í þessu 3 pásur, 20 min, 60 min og 10 min til kl 16. Ræktin á hverjum degi um kl 17. Og engar tölvur fyrir kl 16 nema við tengist skóla.
Hvernig sem fer þá græðum við hvort eða er alltaf á þessu. Some Brains in this house.
Taland um að breyta lífsvenjum... Ég fór upp í rúm kl 23:00 á föstudagskvöld og 22:30 á laugardagskvöld. Góð stelpa ó já. Ég er loksins Önnu til mikillar hamingju búin að uppgötva hvað svefn er mikilvægur. Tók mig tíma en.
Ég er búin að ræða annsi mikið í síman undanfarið og er það Gudda mín sem er þar fremst í flokki. Ég heyrði líka í Ellunum tveim og Jónu og Önnu Þóru. Nýtt persónulegt met mitt eru 3 klst. Við Gudda sko. Og eitt af okkar samtölum var ég hringdi úr gsm í hana og samtalið varaði í 45 min. Þökkum símanum fyrir símavini. Gudda mín, ég elska þig.
Ég er búin að vera nokk dugleg í ræktini og skokk skórnir frá USA eru bara alveg brilliant. Jafnvel að vaxtarlagið sé að taka á sig mynd og stundarglas að myndast. Kannski verð ég bara nokkuð hot um jólin fyrir Herramennina á E-deildini en þar mun ég eyða mínum stundum í jólafríinu eða allavega svona að mestu. Þar ætla ég að vera 20, 21, 22, 23, 26, 27, 28, 29, 30 des og 2 jan. Stelpurnar eru strax farnar að panta tíma þannig ef að þið hafið ekki nú þegar gert það nú þegar þá fyrstur kemur fyrstur fær. Svona í millitíðinni ætla ég að skrifa á jólakort, knúsa pabba minn og hjálpa ástkærri mömmu minni, þrífa og endurskipuleggja herbergið mitt og pakka inn jólagjöfum og heimsækja ömmu og afa, Systir mína kæru enda er ég orðin bara eins og Burt og allar rússurnar og að sjálfsögðu Hjálmur Dór elsta vin minn enda á sá dáðadrengur heldur betur inni hjá mér heimsókn og svona for the record þá veit ég sko alveg hvar þú átt heima.
Yoanna vann Americans next, Ég vissi það allann tíman. Go girl!
En þá er það Hreinsi boy og bumbið svo er það bara beautykvöld framundan.
God verð ég sæt á morgun or what!
En Kylie er LOKSINS mætt;) og ég kveð að sinni,
Andi daglegs lífs, Eva Ofur (vitnað í Ellu D)
Ps. Ef þið sjáið læridesus viljið þið þá skila til hans að ég sé að leyta að honum.