Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

föstudagur, október 29, 2004

Vísa Skvísan
Gestur nr 10.000 má endilega kvitta

Já það má með sanni segja að ég sé vísa skvísa Íslands allavega svona í fyrradag þegar vísareikningurinn kom og í gær þegar ég sá hann og í dag því ég veit svona nokkurn vegin hvernig á að borgann.
131.000 svona í einföldum tölum sagt, frjáls framlög þegin. Ég var nú reyndar komin með greiðanda fyrir þessum reikning en ætli hann þurfi ekki að hugsa aðeins um sig og sína svona þegar jólavertíðin gengur í garð. Svo I ´ll let you of the hook. Ég spjara mig... með öllum frjálsu framlögunum;)

Ég veit að helgi verður öðruvísi án bloggs frá mér svo hér hafið þið það.

En síðasta helgi gekk smurt líkt og flestar helgar í vetur bara. Hrabba frænka crasaði hjá okkur fram á sunnudag og Katla vinkona Soffíu og Hr kom líka fljúgandi í bæinn til að taka þátt í fjörinu. Sú eina sem tók áskorun minni síðan í síðasta bloggi.
Púlsinn var tekin á kaffi Ak á föstudag og Kíkt í Eirar partý á laugardag, Pál Óskar og hinn sí káta dj húsins sem vekur upp gamla poppið helgi eftir helgi.
Ég heyrði nú að fólk væri farið að hafa áhyggjur af þessari gleði minni, en þetta er allt undir stjórn og þau litlu hjörtu sem þykja svo vænt um mig geta andað léttar því þessi helgi sem er nú að ganga í garð er sú síðasta sem ég ætla út á lífið í eins og um 2 mánuði (Nema Jóna komi). Í alvöru talað, það er heilagur sannleikur því nóvember er mánuður Læridusar hins vitra.
En áfram með síðustu helgi, föstudagurinn var bara ekkert spes þannig bara dansað á gólfinu og ég var alveg búin á því kl 02:30 og kraved to go home. Hrafnhildur frænka gaf mér sko ekki gott augnarráð þegar ég var byrjuð að geyspa á miðju gólfi. Ég nánast hljóp upp gilið þegar kaffi Ak lokaði. Mig hlakkaði svo til að komast heim í brauð í öbba með kóktellara og kúra í stóra fína rúminu mínu. Ahh hvað það var gott.
Daginn eftir fórum við í sund og ég lagði mig sko í 3 tíma meðan Hrabba fór í jólahúsið.
Um kvöldið var farið í partý hjá nemendafél Eir og rennt niður Pizzu og Lager.
Eftir leiki, hlátur og sprell var haldið á dj. Pál Óskar sem var ólíkt vanalega bara ekki að meika það þetta kvöldið hjá þessum hóp dama. Við skelltum okkur yfir á kaffi Ak sem var TROÐINN...... við brutum okkur leið á dansgólfið og héldum okkur þar. Haldiði ekki að þar hafi verið eitt stykki piltur ekki samborin mínum smekk og þar af leiðandi stakk ég hann af þegar hann ætlaði að bjóða mér á barinn. Farin að gerast annsi kræf!
Guð hvað ég er bara glöð alltaf þegar ég kemst heim til mín.
Á sunnudaginn fór ég svo með liðinu á bakaríið við brúnna og um kvöldið í mat til Soffíu og Sveins.

Vikan bara leið sem skyldi og Kristín Gróa kom og var hjá mér á mánudag og kom svo í mat á þriðjudag (fiskrétt, grjón og hvítlauksbr og heita eplaköku með rjóma í eftirrétt, ekki slæmt að vera hjá mér;) Svo flaug ég hingað heim á S-Vesturhornið á miðvikudag og je hvað ég var fljót á leiðinni, ég átti bara enginn orð og það gerist nú bara eiginlega aldrei.
Ég var föst í bænum á miðvikudagskvöldið og var bara hjá Guddu minni sem er bara sveitt að læra, kíkti svo bara á kaffihús með Elluni Dóruni minni þannig að allir fá nú einhverntíma með mér. Ég kíkti svo á hana Kolfinnu Dröfn á fim sem er ein að þessum nýju molum ársins og fékk fara með Elluni Minni Páls heim. Þegar heim var komið leyt ég framan í móðir mína sem er álíka busy og dóttir sín ein en hún var farin skömmu síðar, Báran kíkti í heimsókn og eftir það var mér boðið í lummukaffi. Ég stökk heim eftir það og sá ástkæran föður minn sem er bara ekki að ná því hvernig ég lít út því hann sér mig víst svo lítið en hann var náttúrulega ekki lengi á bænum og skellti sér bara í pilates með öllum vinkonum sínum. Ég renndi mér þá til hennar Jóu frænku minnar en var komin heim hálftíma síðar til að taka á móti Önnu Magný og Kristínu Eddu.
Eftir að hafa eldað fyrir föður minn skellti ég mér svo í mat til bróður míns og sá hann í einar 10 mín áður en hann var rokin. Heim að baka og beint í kökuklúbb hjá Katrínu sem var nú frekar slök mæting. Stelpur Kom on!
Ég tók daginn snemma í dag og gerði það sem var á tékklista dagsins og renndi mér svo niður í Krókó til ömmu minnar og afa en þau svöruðu bara ekki. Ég ákvað því að taka mér hér klst til aflögunar og blogga en ætla aftur niður í Krókó og smella á þau kossi. Ég sæki mömmu svo í vinnuna kl 13 og fer heim í sturtu, Upp á Garðarbraut og kíkji á Andra og Nölu og svo bruna ég til RVK í eins og nokkrar heimsóknir því að allir eru að gera það gott og fjölga mannkyninu eða svona allir nema ég. Hef ákveðið að skjóta skíku á frest í eins og 5 ár sem eru alltaf að lengjast. Hrabba frænka hefur ákveði að gerast einkabílstjóri minn í dag og þegar kvölda tekur ætla ég að hitta Mæju, Jónu og einhverja fleiri og leyfa þeim að njóta návistar minna. Á morgun stefni ég á að halda áfram að skoða börn, Bóas minn og hann Keiran Þráinn. Svo liggur leið mín heim á Akureyri aftur þar sem hún Anna mín bíður.....

En verð að fara,

Eva snúningsrófa

PS. Minni á gestabókina.

föstudagur, október 22, 2004

Gestagangur og eintóm hamingja
Það er bannað að koma hingað í heimsókn og skrifa ekki í gestabókin. Hún kom á þriðjudagskvöld og síðan hafa hér komið tæplega 300 heimsóknir og 3 kvitt.
Allir að kvitta í hana.

Föstudagur;) þá sjaldan maður lyftir sér upp.

Síðasta helgi var nú bara í rólegri kanntinum. Ég kíki að sjálfsögðu í Idol í "the mansion" með toblerone í annari og veska í hinni. Tókum einn skammt af hlátri yfir því og skelltum okkur svo einn skver í Akureyrarbæ og ákv að taka púlsinn á kaffi Ak. Þar var margt um eldri mannin og ekkert nema blind fullt fólk á eldri árum mjög hávaðasamt þannig að eftir eina malt, kók og latte rétt um miðnætti var haldið heim í háttinn. Laugardeginum var eytt í leti en sló reyndar upp léttu matarboði fyrir vinafólk mitt og eftir létta ákvörðun var ákv að kíkja út á lífið. Hvítvíni var helt í glösin en ég ákv að gefa mitt upp og bauð frekar 2 öðrum gestum í hús og gerðist því bílstjóri kvöldsins svona til að rifja upp gamla tíma. Eftir nokkur glös var kíkt á kaffi Ak til Sonju og Dísu, þó að sumir þyrftu að borga. Úrvalið heldur betra en á fös. Á Skímó við héldum og ó guð! 18 ára kórónur er málið og við ætlum hér með að fjölmenna á Skímó eftir þó einhvern tíma með 18 ára kórónur til að falla inn í kramið. Það var ekki mikið að fólki í Sjallanum en þetta var ágætisafþreying. Þegar heim kom og eftir 10 missed calls biðu sumir óboðnir gestir eftir manni án nánari bollalenginga. Eftir miklar umræður í bílnum mínum hafði ég losað mig undan, brunaði heim og sofnaði ekki fyrr en 7 nett pirr. En eftir þetta kvöld var ég endanlega viss um að ég væri virkilega æðisleg... hí hí

Það er sko búið að vera heldur betur mikið að gera hjá mér upp á síðkastið. Búin að vera með gesti síðan á sunnudagin en þá komu Snorri, Fanney og Sölvi snúllurófan mín litla í kaffi og gotterí því þau vildu bara ómögulega engan mat. Ég er sko þó að ég segi sjálf frá frábær gestgjafi þó að vinkonur mínar viti nú ekkert um það vegna þess að samkvæmt þeim þá er bara eins og ég búin erlendis. Það er svo erfitt að plana skemmtiferð hingað norður en einhverjir eru nú búnir að boða sig í feb/mars. ó já ég hef þess vegna nógan undirbúningstíma.
En Skagastelpurnar eru búnar að vera hérna í verknámi síðan á mánudag þannig að Hrabba frænka hefur fengið að kúra hjá mér í þessari viku... Heppin hún! Reyndar henti Anna sér upp í til okkar mán og þri en hefur nú flutt sig yfir. Strax á mánudaginn var haft svona get to getoring í eldhúsinu í Álfabyggðini en hún Thlema er komin frá Kenada og borðuðum við því 4 saman alveg eins og hérna í den. Það var bara alveg meiriháttar. Í gær kom svo Alda frænka mín og tveir fylgimenn hennar í kaffi þá var að sjálfsögðu skellt sér í bakaríið við brúnna og keypt bakkelsi. En það er bara búið að vera æðislegt að hafa hana Hrafnhildi hérna og ég á sko eftir að sakna hennar þegar hún fer á sunnudaginn. Helgin á þó að taka með trompi og ætlum við stöllurnar ásamt mörgum fleirum að taka á því í kvöld og á morgun. Það er öllum sætum og skemmtilegum velkomið að slást í hópinn. Eina sem þið þurfið að gera er að vera hér á Akureyri höfuðstað norðursins. Kommon over.......
Kristín Gróa er að koma hingað norður á mánudaginn. Verður reyndar að vinna í Dalvík en hún gistir á Akureyri og ætlar að koma í mat til mín og svona usual stuff.

Í gær skelltum við stelpurnar á konukvöld létt 96,7 það var nú bara ágætt. Ég bjóst samt við miklu meiru. Tók myndir sem koma inn í næstu viku. En hann Sveinn El félagi minn var að hjálpa mér við að setja inn gestabók og myndaalbúm. Ég er búin að setja inn í albúmið nokkrar valdar myndir úr lífinu síðasta 1 og hálfa árið. Verð duglegri að setja inn nýjar myndir þegar ég verð búin að tengja mig í skólanum sem hefur ekki gengið sem skildi því miður.
Unaðsolían sem ég hélt ásamt mörgum fleirum hélt að væri sleypiefni er bara einhver nuddolía...
Það er komin stelpa hjá Hófí og Jóa. Fæddist upp á dag 15. okt kl 23:58 algjör prinsessa og mannalegasta litla barn sem ég hef séð. Innilega til hamingju elskurnar mínar.

En mál málana EFTIR helgina. Ég er að koma heim HEIM. Ég lendi á RVK flugvelli 18 :45 n.k. midvikud og það má hver sem er koma að sækja mig því ég er fyrst að bjóða það upp núna. Ég stefni á að bruna beint á Akranes og eyða kvöldinu með vinum eða ættingjum. Fimmtudagurinn verður bara á Skaganum kannski ég taki upp bók. Á föstudag er stefnt á að fara í höfðborgina og kíkja á hvorki meira né minna en 5 ný börn og svísurnar. Er komin með einkadriver, ekki veitir af. Nú ég ætla að vera hjá henni Guddu minni fram á laugardag en þá flýg ég aftur norður yfir heiðar á mitt privat heimili sem er að fá mjög góða dóma hjá gagngrýnendum. Fyrir þá sem vilja hitta á mig þá verð ég til viðtals á heimili foreldra minn eftir hádegi fimmtudaginn 28 okt.

En samkvæmt vikuspánni minni í Birtu þá er líf mitt að breytast 24. okt enda veitir ekki af, þarf á orkusprautu í rassinn fram á prófum.

En eigiði frábæra helgi, ég veit að ég mun geraða;)

Heyrumst eða hittumst jafnvel að sunnan,

Hin margrómaða Eva erótík

föstudagur, október 15, 2004

Skýrslan

Mín beið bréf þegar ég kom frá Bandaríkjunum frá vinkonu minni þess eðlis að draumamaðurinn minn hefði setið við hlið hennar í gleði einni fyrir eins og tveim vikum eða svo. Maðurinn er bara nokkuð efnilegt mannsefni að lýsingunum að dæma.... sjáum hvað setur!

Persónulegi tékklistinn:
Skór (3) Keypt 5
Jakkar (1-2) Keypt 1
Buxur (3) Keypt 3
peysur og bolir (10) Keypt 10
Náttföt (2) Keypt 1 náttbuxur
n-buxur (30) Keypt 23
haldarar (6) Keypt 5
sokkar (engin fjöldatakmörk) Keypt 7
íþróttatoppar (2) Keypt 2
íþróttabuxur Keypt 1
sérstök spiladós (1) Ekki keypt
dvd (3) Keypt 1
geisladiskar (3) Keypt 3
krem og snyrtivörur (6) Keypt 11
Kitchen aid Ekki keypt
video Ekki keypt
Play station 2 Ekki keypt

Ekki á lista og keypt: húfa, lyklakippa, 3 treflar, nælur, eyrnalokkar, öklaband, hálsmen, nærbolur, 3 íþróttabolir.

Mér finnst ég hafa staðið mig reglulega vel hvað listan varðar, en þið?

Við lentum á Kennedy flugvelli í N.Y. um kl 19 samkvæmt amerísku klukkunni. Flugið var annsi ljúft fyrir utan hvað það var vont veður heima. Anna var nú orðin frekar stressuð og vildi fá staðfestingar á flugskilyrðum á hreint. Ég nefndi nú við hana að spurja flugfreyjurnar hvort að við fengjum ekki örugglega endurgreitt ef eitthvað kæmi fyrir og henni fannst ég sko ekki fyndin.
Ég get svo sem hlegið af mér bara sjálf.
Á Kennedy flugvelli var nú einhver leiðinlegur maður að vinna og var ég (blond hair, blue eysed, einkar glæsileg) bara stoppuð og gramsað í töskuni minni. Mér leist nú ekkert á þetta eftir að leiðinlegi maðurinn vísaði mér til hliðar þar sem sá maður dró upp bláa latex hanska! Hann var reyndar bara kammó og fór í gegnum dótið mitt eitt af öðru. Ég reyndi að halda sönsum þó að ég væri nú frekar pirruð þar sem ég var síðust í gegn en sýndi mínar bestu hliðar sem kom mér til góða. Hann lokaði bakapokanum mínum og sagði einfaldlega að ég væri good to go og ég liti sko alls ekki út fyrir að hafa eitthvað að fela. ahhhhhhh thank you.
Jon (maðurinn sem ég var hjá) kom og sótti okkur á flugvöllinn og brunaði heim BRUNAÐI í orðsins fyllstu því að framsætið er óvinsælasta sætið í bíl með honum því hann er sko Ókuþór með stóru Ó-i. Reyndar stoppuðum við á nokkrum stöðum til að leyta að Hagez and derz; butter pecan ís sem ég lifi fyrir í Ameríku. Fundum hann ekki en Ben and Jerry´s var ok.
Hamingjan var alls ráðandi er ég gekk inn um dyrnar á 8 Wood Acres road í Brookville á Long Island. Alyse (konan sem ég var hjá) kom hlaupandi og knúsaði mig alveg í bak og fyrir ásamt börnunum tveim. Munur að vera svona popular in America.

Daginn eftir skunuðum við Anna í stórborgina, niður í Soho og fyrsti áfangastaður: Victoria secret baby. Besta þjónusta sem ég hef fengið og bjöllur í búningsklefunum og nice. Okkur þótti tíminn líða óvenju hratt og skömmu seinna var tími til komin að halda heim eða samkvæmt úrinu hennar Önnu. Á einhverjum rúmum 5 tímum höfðum við bara komist í 6 búðir og með svipað marga poka í höndum. Við tókum taxa á Penn station lestarstöðina þar sem allur tími var í rugli á töflunni yfir allar lestaráætlanir og við hneksluðumst nú ekki lítið yfir því að svona stór samgöngumiðstöð væri með óreiðu á tíma. En við náuðum lestinni kl 17:07 og vonuðum að Tai og Anna litla (Tai er au-pairinn þeirra sem ætlaði að sækja okkur til að fara út að borða með Bari systir Alyse og börnunum hennar) yrðu bara um 18 að sækja okkur svo að hún þyrfti ekki að bíða. Þegar við komum svo heim á lestarstöðina biðum við og biðum og aldrei kom Tai. Við hlustuðum á kallkerfið hjá þeim þarna í Hicksville stöðinni allt í rugli í sambandi við tíma. Þetta var nú meira skítafyrirtækið þetta Long Island railroad. Ég var nú orðin frekar miður mín að hafa misst af Tai og þar af leiðandi að missa af Bari og co.Við ákv. að bíða til rúmlega 19 og taka svo bara taxa heim og vonast eftir þvi besta. Ég hringdi í Wood acres og skildi eftir skilaboð á símsvaranum um að við værum þarna og vonaði að einhver myndi heyra þetta í tæka tíð.
Tíminn rann upp og við tókum taxa heim. Þegar taxinn var að renna úr hlaði er mér litið á klukkuna í bílnum sem sýndi 5:13. Einhverjar bjöllur fóru að klingja og ég spurði mister capdriver... uhhhhh mister capdriver laaaala hvort að þetta væri nú rétt klukka. Hann tjáði að hún væri 3 mínútum á undan. ó my god, við stukkum himin lifandi og skelli hlægjandi, ýkt hamingjusamar út og skokkuðum yfir á lestarstöð þar sem ég bjallaði aftur "heim" og heyrði í Alyse sem var nú heldur betur skemmt og hvað þá yfir því að við heldum bara að allar aðrar klukkur væru vitlausar en okkar eigin. Við þurftum að fresta matarboðinu með Bari fram á föstudag og fórum út að borða með Alyse í staðin.
Á miðvikudaginn mættu mamma og co og við kíktum í eina stóra kringlu og Marshalls sem er ein uppáhaldsbúðin mín og á fimmtudag tókum við daginn senmma. Fórum við svo í sight seen um nágrennið þar sem ég sýndi þeim allar fallegu villurnar "mínar " og til að láta þær átta sig á því að húsin hérna á Íslandi eru óttarlegar holur og við getum aldrei eignast neitt í líkingu við þetta.... Nei nei bara grín. Við erum nú happy people in a our happy small contry. Eftir það var ferðini heitið í Tanga outlett búðirnar í Riverhead sem er á enda Long Island. Það þurfti nú að endurskipuleggja skottið svona einu sinni eða tvisvar til að koma fyrir kaupum 5 kvenna.
Föstudeginum var eitt í borgini sem við vorum búnar að ákveða að gera að túristadegi en að sjálfsögðu var labbað fram hjá búðum og það sakaði ekkert að kíkja inn. Með fulla bakpoka, Times squere, 5th avenu, Plaza hotel og rölt um Central park og eftir að hafa séð Amy í Everwood og Anna skyggn bara fullt af frægu fólki, héldum við aftur heim og höfðum sko sigrað gönguhlaup þar sem við brunuðum niður 13 blokks á mettíma. Kvöldið var skipulaggt með Bari og co og Alyse og co út að borða á kínverskum veitingastað þar sem átti að kokka fyrir framan okkur eins og var gert í einum friends þætti fyrir Ross. Við vorum því miður aðeins og seinar og misstum af borðinu okkar en var úthlutað öðru. Eftir það fórum við svo á stimpilnámskeið. Já segið mig klikkaða en Alyse vildi endilega fá okkur með og við vildum ekki vera dónalegar og sögðum já. Úr þessu varð bara hin besta afþreying;) og maður er svo hæfileikaríkur að konurnar á námskeiðinu héldu að maður væri bara lista-skiptinemi. Restin að kvöldinu var svo bara tekin í rólegheitum og kjaftað við Alyse og pakkað og svona. Ég komst að því að Anna Huld var búin að versla meira en ég og nánast að shopping queen titilinum mínum hafi verið svippt þar með... Nei nei samkvæmt mínu ameríska fólki verð ég seint toppuðu. Mér vantaði svo sem ekkert nema buxur...
Á laugardag voru kaflaskipti og vippuðum við okkur yfir í Westhester til að vera með hinni þrenninguni. Áður en við hoppuðum í lestina komum við á Jones beach sem var alveg indislegt og hittum þar konu sem var svo glöð að sjá okkur því hún elskar Ísland.. nokkuð skondið.
Það hefði verið nokkuð gaman að sjá okkur stöllurnar með þungan farangurinn að fara milli staða því við þurftum að koma við N.Y og skipta um lestarstöð og burðast aðeins með farangurinn. Fengum nokkra athylgi út á það. Það var stutt milli stríða og höfðum við um hálftíma til að koma okkur til Laufeyjar (sem hísti the rest), mála okkur og koma okkur inn í næstu lest fyrir kvöldferð um borgina og djammið í the big apple. Til að vera ekkert að núa neinum þ.e. okkur þessu um nasir þá misstum við að lestinni og við vorum virkilega hlaupandi á eftir henni á háum hælum... Eins gott að ég sé vön. Við ætluðum því að mála bæinn rauðan í White Plains en sumir nefnum enginn nöfn gerðust bara félagssk og fóru að sofa... Ég lét það ekki á mig fá og hélt út ásamt þessum eldri sem var bara nokkuð notalegt.
Sunnudagur: Túristadagur í New York hægri vinstri og hélt ég í mína 3 skoðunarferð um borgina. Er að hugsa um að gerast bara gide: hvernig fynndist ykkur það? Við tókum 3 mismunandi ferðir á staði borgarinnar og var kuldin heldur betur farin að segja til sín. Við Anna keyptum okkar frekar ljótar peysur en það var bara eins og allir aðrir túristar í borginni. Þegar var að kveldi komið vorum við orðnar svo þreyttar og tussuleglar og kaldar að við nenntum ekki á djammið. Á leiðini á Grand central lestarstöðina mættum við svo þessum þokkalegu sjóliðum í hvítum búningum og festum minninguna á filmu enda með sanni Kodak moment. Mér hlýnaði heldur betur við þetta nema hvað?;)
Mánudagur og jafnframt lokadagur: Síðustu kaup í kringluni. Það sem ég fann ekki var svartur mittis djamm jakki. Þjóðarsorg samt sem áður allavega í mínu lífi.
Flugið heim var svolítið sjekkí og þurfti ég að játa dýpstu hugsanir mínar fyrir Önnu til að halda ró hennar og það virkaði ágætlega um stund. Mér var reyndar ekkert farið að lýtast á blikuna á tímabili! En eins og alltaf Home Sweet Home.

Ég er ekki alveg að ná að afrétta mig tímabeltilega séð.
Lærdómurinn er búin að liggja til hliðar.
En þetta er allt að koma...

Anna Ósk og Helgi eignuðust myndarlegan prins sem var hvorki meira en minna en 18 merkur þann 30 sept eftir smá bið. Til hamingju með það elskurnar.
Hófí og Jói eru nú að bíða en þeirra erfingi var væntanlegur í heiminn í dag...

Helginn fram undan, bara rólegheit hjá skvísunni

Eva heimasæta

Ps. Taskan mín var 24,3 kíló og mátti vera 32.


miðvikudagur, október 13, 2004

drollan komin heim

Jæja þá er maður komin á frónið og vil ég glöð segja ykkur að ég var alveg orðin tilbúin til þess, komin með nóg af Ameríku í bili Sigga sennilega til hamingju (því hann fílar hana ekki).

Ég blogga allt um skúbb ferðarinnar á fim eða fös en vonbrigðin eru að ég verslaði ekki einu sinni allt sem var á tékklistanum og fyllt ekki einu sinni upp í fjöldatölur hverar flíkur fyrir sig. Ég veit svei mér ekki hvað gekk að mér.

En aðalmál dagsins er að Anna Magný sætasta frænka mín á 1 árs afmæli í dag:) 1000 kossar sætust.

kæra kveðja Eva casual

laugardagur, október 09, 2004

Hello fra Bandarikjunum

Jaeja ta er madur staddur sidasta klukkutiman sinn herna i Wood acres gotu hja einni af fjolskylduni minni. Vedrid er buid ad vera yndislegt og visa er buid ad standa sig mjog vel:) Vid Anna erum bunar ad vera eins og semi prinsessur herna og erum bunar ad skemmta okkur mjog vel og margt buid ad gerst sem eg segji fra tegar eg kem heim ef eg drukkna ekki bara i laerdomi. Soffia aetladi nanast ad taka upp fyrir okkur sjonvarpsdagskarna eins og hun laggdi sig eda svona naestum. Vid Anna erum nuna ad fara til New York og yfir til Westhester til mommu og co. Er buin ad versla ad mestu og hakarnir a tekklistunum tveim eru nanast allir komnir. 3 jolagjafir eftir og ein casual og a eftir ad kaupa einn jakka a mig og 1 eda 2 buxur.... Nokkud gott tvi tad er adeins halfur verslunardagur eftir! Vid aetlum a djammid i kvold i borgini og turistast a morgun. En 3 frabaerir dagar eftir og vid stefnum a ad njota teirra til fulls. Lifid er Yndislegt finnst ykkur ekki?
Eg verd allavega nokkud vel dressud tegar eg kem ekki kannski eins vel og eg vildi en anaegulega to.

Fyrir ykkur sem aetludud ad sja mig tessa fau tima sem eg aetaldi ad stoppa heima ta verd ad svekkja ykkur a tvi ad tad mun ekki gerast tvi eg verd ad bruna beint til Akureyrar af tvi ad vid akvadum a sidustu stundu ad keyra svo sorry. En eg kem fljugandi i lok okt eda byrjun nov.

Hafidi tid goda helgi fram undan

love yah

Eva Americani

sunnudagur, október 03, 2004

Enginn Play Staition 2
1 dagur....

Fyrir ykkur sem lesa þetta ekki fyrr en á þessum tíma á morgun þá verð ég lent í 20 - 30 stiga hita á J.F.K. flugvelli í New York;)
Allt er klárt, taskan bíður þess að vera tekin, föt og skart liggja á skrifborðinu sem á að klæðast á morgun, brúnkukremið smurt og Check listinn er hakaður að fullu fyrir utan tannburstan.

Helgin var bara nokkuð góð og fær hún einkunnina 7 af 10.
Náttfatapatýið hjá Ólöfu heppnaðist mjög vel og að sjálfsögðu rúllaði mitt lið upp Actionary. Við sungum í Karókí, horfðum á video og átum örugglega 10 kíló af sykri og tilheyrandi. Það var sko sukkað mega feitt þessa helgi. Meira um það síðar.
Sprellið gekk vel fyrir sig, við lentum í 5 sæti af 6 mögulegum og erum ekki sáttar og höfum lagt það til að nemendafélagið gefi okkur upp stigin fyrir hverja grein fyrir sig. Grunur um eitthvað mix upp. Við unnum okkar riðil í Plastic wrap hlaupinu sem var hin besta skemmtun. Á öðrum endandum áttu allir í liðinu að drekka einn bjór. Anna ruslaði sínum í sig og eftir það kreisti hún mína dós að hún hélt ofan í mig og hristi mig svo svolítið til, til að bæta þetta. Til að toppa það helti hún restini bara yfir mig því að ég var eins og þið heyrið ekki að meika þetta...
En allt fyrir sigurinn.
Um kvöldið var svo haldin vinahittingur í the mansion, aðal partýpleisið og svo var haldið í Sjallan þar sem söngkeppnin, verðlaunaafhentingin og Páll Óskar voru í boði. Þegar gleðin hófst bendir Anna mér á einhvern tappa í rauðum, hvítum og svörtum leðurjakka og við commenteruðum mikið á þetta. Og þetta var asskoti leim þangað til að við föttuðum að þetta var Páll Óskar sjálfur. Eftir nokkra eða eigum við ekki að segja þá 8 var mín komin í rúllandi stemmara á dansgólfinu með að ég held helmingi Stafnbúa k.k. upp í hendurnar svona á milli þess sem ég réðist á Pálínu því ég hélt að hún væri að ræna símanum mínum og lét Soffíu bíta glerbrot úr sandalanum mínum sem ég ætlaði aldrei að komast í aftur. En alveg var ég gjörsamlega að meika það í dönsunum með þeim og Anna hélt því fram að með þessu áframhaldi myndi ég ekki vera á leið heim ein!
Ég var ekki skömmini skárri en í fyrra og um 2 leytið var ég farin út af Sjallanum. (enginn skóvandamál samt)
Dagurinn eftir ÞYNNKA.... Við höfðum pantað okkur Dominos eftir Sprellið og tókum tvennutilboði sem í fáum orðum gerði góða hluti Alla helgina ásamt mikilli kokteilsósu ojjjjjjj æðislega gott, snakki og öðru sukklíferni sem aðeins ég lifi.

Víst að við vorum nú svona í þynnkuni ákváðum við að samgleðjast öðrum að DJ Siggi Rún var í fríi á Kaffi Ak að taka annan í djammi. Partý í the Mansion með skemmtilega fólkinu og svo Kaffi Ak það var málið. Þröstur 3000 var að gera góða hluti enda þarf ekki mikið til að slá út prógrammið hans Sigga. Við kunnum sko lagaröðina á þeim bærnum, eftir klukkunni. Við skvísurnar hentum okkur á barinn og völdum okkur gott útsýnisborð en það var frekar sad úrval á staðnum og ekki margt um manninn. Um klst seinna var eins og það hefði flogið um bæin saga þess eðlis að megagellurnar væru mættar á svæðið og staðurinn fylltist. Mér til mikillar hamingju mætti mister mínus brúðarskór á svæðið sem kom mér mjög á óvart því ég hélt að hann ætti erindi í höfuðborginni. En þegar kvöldið var á enda hefði ég betur haldið mig heima hjá mér.... Það er ástæða fyrir því að ég hösla ekki... ég kann það ekki! Ég held að Anna og allar hinar stelpurnar hafi náð því þarna í gærkveldi. Þegar ég sá eiginmann minn tilvonandi var ég rífandi hamingjusöm þangað til hann slummaði gellu við barborðið nánast upp við mig..... ok smá ýkt. Hvað eruð þið 15 ára? Ég fór í massíva fílu og nánast spurði sjálfa mig að því hvort að óða höndin hefði ekki átt að fljúga í andlitið á þessari NOT Hot gellu sem var í hræðilegum bol. Þar sem ég var búin að lofa því að tala við manninn næst þegar ég hitti hann (við erum náttúrulega að skipuleggja brúðkaup) gerði ég það því ég er manneskja sem stend við orð mín. Þá labbaði ég upp að manninum, að tala við nýja gellu, sem ég hélt að væri maður drauma minna og segi: "hey hvar er bróðir þinn????" ha ..... BRÓÐIR ÞINN???? Hvað er ég að hugsa? Neibb þetta er ekki búið því ég bað svo um SÍMANÚMER bróðir hans???? Call me crazy... og það vesta var að hann sagði NEI! og lét mig ekkert hafa það Já hann kann sko að heilla gellurnar þessi gaur. Til að drepa þetta alveg þá fór hann að reyna við nýja gellu á dansgólfinu í svo ljótum kjól. Munstrið var svona eins og veskin eru sem er verið að selja í rúmfatalagernum. Greinilega ekki teist fyrir fallegum kvennmansfötum eða konum. Á þessum tíma var ég komin með drápsaugusvipinn minn að kafna úr fílu. Ég sver að ég lyktaði. Hann var greinlega að leyta að einhverju á dansgólfinu því veiðihárin og skyggnið voru ofar öllu. Þar sem sumir hafa ekki augun opin fyrir feng eins og mér sjálfri þá geta þeir bara átt sig já eða mig. Það er kannski ekki skrýtið að maðurinn yrti ekki á mig þar sem hann heldur sennilega að ég sé bara eitthvað að spá í the brother. En mikið svakalega er maðurinn myndarlegur og smekklegur og æðislegur og fengslegur og meiriháttar og flottur og sætur og ............
Hey gengur bara betur næst þegar ég fer í nýjum fötum út á djammið og þykist aldrei hafa séð hann áður eða þekkja bróður hans;) Þetta var alveg krísa.
Og hey þú handsome => ENGINN PLAY STATION 2 FYRIR ÞIG!

En þynnka í dag og þokkalegt hæsi, bjór á morgun og bara New York city baby....

Good bye cuty pie

Eva ferðalangur og "antireynirvið"

Ps. Blogga kannski einu sinni í USA, fer eftir hraða á verslun, er nokkuð góð.