Vísa Skvísan
Gestur nr 10.000 má endilega kvitta
Já það má með sanni segja að ég sé vísa skvísa Íslands allavega svona í fyrradag þegar vísareikningurinn kom og í gær þegar ég sá hann og í dag því ég veit svona nokkurn vegin hvernig á að borgann.
131.000 svona í einföldum tölum sagt, frjáls framlög þegin. Ég var nú reyndar komin með greiðanda fyrir þessum reikning en ætli hann þurfi ekki að hugsa aðeins um sig og sína svona þegar jólavertíðin gengur í garð. Svo I ´ll let you of the hook. Ég spjara mig... með öllum frjálsu framlögunum;)
Ég veit að helgi verður öðruvísi án bloggs frá mér svo hér hafið þið það.
En síðasta helgi gekk smurt líkt og flestar helgar í vetur bara. Hrabba frænka crasaði hjá okkur fram á sunnudag og Katla vinkona Soffíu og Hr kom líka fljúgandi í bæinn til að taka þátt í fjörinu. Sú eina sem tók áskorun minni síðan í síðasta bloggi.
Púlsinn var tekin á kaffi Ak á föstudag og Kíkt í Eirar partý á laugardag, Pál Óskar og hinn sí káta dj húsins sem vekur upp gamla poppið helgi eftir helgi.
Ég heyrði nú að fólk væri farið að hafa áhyggjur af þessari gleði minni, en þetta er allt undir stjórn og þau litlu hjörtu sem þykja svo vænt um mig geta andað léttar því þessi helgi sem er nú að ganga í garð er sú síðasta sem ég ætla út á lífið í eins og um 2 mánuði (Nema Jóna komi). Í alvöru talað, það er heilagur sannleikur því nóvember er mánuður Læridusar hins vitra.
En áfram með síðustu helgi, föstudagurinn var bara ekkert spes þannig bara dansað á gólfinu og ég var alveg búin á því kl 02:30 og kraved to go home. Hrafnhildur frænka gaf mér sko ekki gott augnarráð þegar ég var byrjuð að geyspa á miðju gólfi. Ég nánast hljóp upp gilið þegar kaffi Ak lokaði. Mig hlakkaði svo til að komast heim í brauð í öbba með kóktellara og kúra í stóra fína rúminu mínu. Ahh hvað það var gott.
Daginn eftir fórum við í sund og ég lagði mig sko í 3 tíma meðan Hrabba fór í jólahúsið.
Um kvöldið var farið í partý hjá nemendafél Eir og rennt niður Pizzu og Lager.
Eftir leiki, hlátur og sprell var haldið á dj. Pál Óskar sem var ólíkt vanalega bara ekki að meika það þetta kvöldið hjá þessum hóp dama. Við skelltum okkur yfir á kaffi Ak sem var TROÐINN...... við brutum okkur leið á dansgólfið og héldum okkur þar. Haldiði ekki að þar hafi verið eitt stykki piltur ekki samborin mínum smekk og þar af leiðandi stakk ég hann af þegar hann ætlaði að bjóða mér á barinn. Farin að gerast annsi kræf!
Guð hvað ég er bara glöð alltaf þegar ég kemst heim til mín.
Á sunnudaginn fór ég svo með liðinu á bakaríið við brúnna og um kvöldið í mat til Soffíu og Sveins.
Vikan bara leið sem skyldi og Kristín Gróa kom og var hjá mér á mánudag og kom svo í mat á þriðjudag (fiskrétt, grjón og hvítlauksbr og heita eplaköku með rjóma í eftirrétt, ekki slæmt að vera hjá mér;) Svo flaug ég hingað heim á S-Vesturhornið á miðvikudag og je hvað ég var fljót á leiðinni, ég átti bara enginn orð og það gerist nú bara eiginlega aldrei.
Ég var föst í bænum á miðvikudagskvöldið og var bara hjá Guddu minni sem er bara sveitt að læra, kíkti svo bara á kaffihús með Elluni Dóruni minni þannig að allir fá nú einhverntíma með mér. Ég kíkti svo á hana Kolfinnu Dröfn á fim sem er ein að þessum nýju molum ársins og fékk fara með Elluni Minni Páls heim. Þegar heim var komið leyt ég framan í móðir mína sem er álíka busy og dóttir sín ein en hún var farin skömmu síðar, Báran kíkti í heimsókn og eftir það var mér boðið í lummukaffi. Ég stökk heim eftir það og sá ástkæran föður minn sem er bara ekki að ná því hvernig ég lít út því hann sér mig víst svo lítið en hann var náttúrulega ekki lengi á bænum og skellti sér bara í pilates með öllum vinkonum sínum. Ég renndi mér þá til hennar Jóu frænku minnar en var komin heim hálftíma síðar til að taka á móti Önnu Magný og Kristínu Eddu.
Eftir að hafa eldað fyrir föður minn skellti ég mér svo í mat til bróður míns og sá hann í einar 10 mín áður en hann var rokin. Heim að baka og beint í kökuklúbb hjá Katrínu sem var nú frekar slök mæting. Stelpur Kom on!
Ég tók daginn snemma í dag og gerði það sem var á tékklista dagsins og renndi mér svo niður í Krókó til ömmu minnar og afa en þau svöruðu bara ekki. Ég ákvað því að taka mér hér klst til aflögunar og blogga en ætla aftur niður í Krókó og smella á þau kossi. Ég sæki mömmu svo í vinnuna kl 13 og fer heim í sturtu, Upp á Garðarbraut og kíkji á Andra og Nölu og svo bruna ég til RVK í eins og nokkrar heimsóknir því að allir eru að gera það gott og fjölga mannkyninu eða svona allir nema ég. Hef ákveðið að skjóta skíku á frest í eins og 5 ár sem eru alltaf að lengjast. Hrabba frænka hefur ákveði að gerast einkabílstjóri minn í dag og þegar kvölda tekur ætla ég að hitta Mæju, Jónu og einhverja fleiri og leyfa þeim að njóta návistar minna. Á morgun stefni ég á að halda áfram að skoða börn, Bóas minn og hann Keiran Þráinn. Svo liggur leið mín heim á Akureyri aftur þar sem hún Anna mín bíður.....
En verð að fara,
Eva snúningsrófa
PS. Minni á gestabókina.