Ég er búin að raka á mér lappirnar og þar með líkur þessu mánaðarbindindi mínu.
Já en hagsýnin er ofar öllu í Álfabyggð 24 þessa dagana.
Ískápurinn er hálftómur sumum til ama öðrum ekki og á að vera svo gott sem tómur meðan við erum úti. Þannig viljum við heimilisfólkið hafa það. Svikum lit og kíktum í Nettó í dag til að kaupa mjólk, smjör og grænmeti. Þið skuluð bara ekkert vera að hafa hátt um það.
Við Anna fórum í gjaldeyrisleiðangur í dag og gengum inn í alla fjóra bankana á Akureyri til að fá gjaldeyrisglaðning. Já og skömmumst okkar ekkert svo fyrir það. Í Íslandsbanka var forljót taska, þið munið kannski eftir því þegar ég fékk hana. Í Landsbankanum var líka taska, skárri en hjá ísló en engin Louise Whiton. Sparisjóðurinn gaf innanklæðaveski og svei mér þá ef það er ekki skársta gjöfin því KB banki sem ég hef verið að hallast að unadanfarið gefur engar gjafir og setur það þann banka neðst á minn lista!
Ég gaf blóð í dag! í fyrsta skipti og er mjög stollt af mér og Anna er það Líka;) Er ég ekki að leggja mitt að mörkum við að bjarga mannslífum nú þegar? Það náðist þó ekki nema rétt rúmir 400 ml af 450. En ég fékk að leggja mitt stig í púkk hjá Eir í sambandi við sprellið og slefaði inn í tvo einingapoka. (málið er að blóðgjöf er einn liðurinn í sprellmóti háskólans sem er á morgun)
Hagsýnin þar er minna áfengi á morgun og jafnvel laugardaginn líka ef KA tekur KEF. Áfram loverboys. Já og náttúrulega 418 grömmum léttari eða eitthvað um það bil. Því miður er enginn sjáanlegur munur en ég keypti mér grænt te í dag þannig að við skulum sjá til hvað viktin segir á morgun.
Pabbi hringdi. Þessi elska bara alltaf að hringja. Allavega ástæðan var símareikningur Dalbrautar 57 og var gsm og netsímtöl voru upp á 2000 kr. Ég spurði hvort að ég ætti ekki bara að hringja heim tvisvar í röð og segja það kvitt. En karlinn félst ekki á það. Hvað er með samningaviðræðurnar Seli? Sem minnir mig á að....
Uppáhaldslagið mitt er í útvarpinu sem heitir "These words" með Bekingfield gellunni og ég ætla að standa upp og shake my búddie....... öll hreyfing holl ekki rétt. I love you I love you I love you I love you... la la la
Ég talaði við Eygló í gær og held að ég hafi slegið persónulegt met hér á heimilinu upp á 49 min nei ég hef nú talað við Jónu mína meira enda er hún búin að hringja svo oft því hún saknar mín svo mikið:,,-,( hang in there honey.
Sprellmótið hjá HA er á morgun VÚHÚ en fyrir þá sem ekki vita er það íþróttakeppni milli deildana innan hálskólans. Þetta eru ekki venjulegar keppnisgreinar heldur eitthvað sem ber nöfn eins og skotaboðhlaup, plasicwrap keppni og foozball með alvöru fólki. Áfengir drykkir eru gjarnan við hönd sem og veitt er verðlaun fyrir mestu öskrin, búninga og fleira skemmtilegt. Þetta endar allt svo í Sjallanum um kvöldið þar sem söngvakeppnin er og Páll Óskar þeytir skífum. Til að sýna að ég læri af mistökum mínum þá ætla ég í almennilegum skóm í þetta skipti en í fyrra var ég í svaka flottum hvítum hælaskóm sem ég henti nota bene eftir þetta kvöld. Þeir eyðilöggðu kvöldið! Ég fór heim kl 02 í stað 04 mjög ósátt.... Ég hef samt ekki ákveðið í hverju ég ætla að fara í að ofan og ætla ég að gera það að verkefni morgundagsins milli 17 og 19 en það er búið að bjóða til teitis fyrir Sjallann hjá megaskvísum hvað annað?
En gleðin hefst öll í kvöld:) partý partý partý. Hún Ólöf Huld var nefninlega að kaupa sér einbýlishús upp í Hrafnagili hér rétt fyrir utan bæinn. Þema kvöldsins er náttfatapartý og verða veitt verðlaun fyrir flottustu náttfötin. Ég held því miður að ég vinni ekki þá keppni því ég er ekki með þau öll hér en ég gerði mér samt efni og hannaði svona svefngleraugu og skreytti. Plús stig fyrir það. Þarna verða sem sagt milli 30 og 40 stelpur að eta, drekka, spila Actionary (alveg með æfinguna í því), einnig á að horfa á Dirty dansing og reyna að pikka upp einhver dansmove (kennsla í því). Svo skilst mér að húsráðandi hafi farið fyrir viku síðan á 50 % (vinsæll á mörgum heimilum) af bland í poka og keypt 2 kíló af sykri í misjöfnum stíl. Slæ nú ekki hendi á móti svona partý. Ég ætla þó að vera prúð í kvöld og um daginn á morgun en taka því betur á því annað kvöld. ALLT UM ÞAÐ Á SUNNUDAGINN;) Við gistum allar hjá Ólöfu og höldum galvaskar á Sprellið á morgun klæddar sem stríðshetjur í anda Braveheart. Eitthvað fyrir Óla Jón. Til að falla nú gjörsamlega inn í kramið þá verðum við klæddar upp í strigabúning og málaðar í framan með úfið reitt hár og svoldið svona ekki gellulegar. Við Anna getum nú ekki verið þekktar fyirir annað en að hafa það allt og keyptum okkur því sverð í dag. Þegar heim var komið og sverðunum sveipað á loft sáum við að þettu eru einhver sápukúlusverð, ýkt leim og stelpulegt.....
Því hefur heyrst fleigt um háskólan á Akureyri að Eirar skvísur sem er heilbrigðisdeildin og eingöngu stelpur utan 3 drengi ætli að rífa sig út að ofan í reipitoginu í örvæntingu fyrir að vinna (drullutöpum nefninlega alltaf)......... Reki sem er rekstrardeild mikið um testósterón þykist þá ætla að bæta um betur og rífa sig úr að neðan..... Hvað haldið þið eiginlega að þið séuð? Getið ekki beat-að þetta. Það verða alltaf helmingi fleiri brjóst því við erum með TVÖ!
Það er nú sumum farið að langa til Play station 2 tölvunar sem ég setti fram hérna síðast. Ég hef nú ekki heyrt borið fram neitt bónorð ennþá? WANTED en það var krafan gegn þessari p.s.2 þýðir ekkert bara að lesa milli línana kæru karlmenn.
Nú er orðið ískyggilega stutt í ferðina okkar og það er komin smá tauga stress víbringur í mig og reyndar líka Önnu en á allt öðrum nótum. Anna kvíður fyrir fluginu enda spáð 7 vindstigum á sek hí hí og rigningu......... Ég kvíði því aftur á móti að líta ekki nógu vel út því að hlutirnir beautylega séð eru ekki að líta vel út þessa dagana. Þetta byrjaði allt með einhverjum bringubólum sem eru reyndar farnar, Appelsínuhúðin er bara alveg að meika það þessa dagana. Svo missti ég sturtuhausinn á stóru tánna, rak þá næstu í dyrakarminn og skar mig í putta á blaði. Neglurnar eru að brotna á mér eins og þær séu á tímakaupi og ég er ekki að verða neitt unglegri. Eins gott að ég fái ekki marblett eftir blóðgjöfina en ég var stunginn á báðum.... þá er þetta búið.
Svo er kichen aid hrærivélin sem ég ætlaði að kaupa ekki til í fríhöfninni, það er ekki vitað hvenær hún er væntanlega og ofan á allt þá er hún bara til í hvítu......... Bömmer!
Við stöllurnar tókum sko allt í gegn hér í dag. Eldhústæki og allt. Svona einhverskonar pree Ameríkuhreingerning því hver vill koma heim og mæta rykinu bara.... ALDREI ég.
Ég er að passa mig að gleyma engu og hef ég gert eftirfarandi tékklista til að halda kaupum mínum og minnisatriðum til haga. Þetta eru mjög strikt listar og ætla ég að reyna eftir bestu getu að fara eftir þeim með kannski í mesta lagi 10 % skekkju.
- Tékklisti fyrir Ameríku (föt, snyrtidót, gjafir og fleira)
- Tékklisti fyrir fríhöfn út, flugvél, fríhöfn heim.
- Tékklisti fyrir mín kaup í Ameríku.
- Tékklisti fyrir jólagjafir og casual gjafir.
Ég var reyndar eitthvað mikið búin að spá í hvað ég ætlaði að taka með mér af fötum þannig að ég er búin að spara þau í 3 vikur. Ekki spurja mig af hverju? En það er sem sagt allt klappað og klárt, mamma og Gúa syss hafa fengið sín fyrirmæli og Anna er alveg að ná mér.
Nú er bara að eiga frábæra helgi framundan og pakka á sunnudaginn. Aðalmálið að gera sig að svaka skutlu....... þá er það bara skrúppur, olíuborning, djúpnæring, brúnkukrem, rakstur, litun augnhára og plokkun (Gudda systir klárar það kannski fyrir mig í flugvélini)
Smá spasl, slétting og Princess is born..
Jæja, tékk inn Sunnudag
hIN Blóðuga Eva skipuleggjari