Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, maí 25, 2004

Tímabundið leyfi

Ég biðst afsökunar á því að hafa ekki bloggað í næstum tvær vikur en það er nú líka frekar fáir sem eru að tékka inn núna í byrjun sumars. Eins og beljurnar sem komast út erum við glöð að fá sól og frí frá námsbókum. En sök þess er að ég hef verið frekar upptekinn og nú er ég að vinna í RVK því maður er nú svo eftirsóttur! Ég er ekki alveg í takt við nútíman og er í raun að lifa á gamla mátan þar sem tölvur voru ekki komnar í tísku og ekkert sjónvarp var á fimmtudögum og að þeim sökum eru allir dagar fimmtudagar hjá mér. En ég lofa að koma fílefld inn eftir viku þegar maður er aftur komin á Skagasker. En kíkið endilega á nýjasta prinsinn í vinkonuhópnum, Snorrabarn linkur. Til hamingju darlings.

Kíkiði endilega reglulega í sumar því að þó ég sé komin heim get ég enn verið hnittinn.

Kossar og knús Eva flakkari

fimmtudagur, maí 13, 2004

Afmælisdagur, pakkadagur, rigningadagur og svo þið...

Jón Gunnar bróðir minn á afmæli í dag, 38 ára gamall dúdurinn og ber aldurinn vel skal ég segja ykkur. Er reyndar ekki á lausu en gæti kannski reddað ykkur sem eruð fyrir eldri mennina. Eina ástæða þess sem ég man þennan merkisdag er að hún Ásta B fyrrverandi fótboltagella á afmæli. (svona bara að þvi að George Harrison á einnig minn) Einnig á Gunnur frænka mín stórafmæli, 20 ára gellan og Sigga frænka mín fæddist í dag fyrir tuttugu og eitthvað árum. Til hamingju elskurnar mínar:)

Þá er bara komin fimmtudagur og Akranes er farið að sjást í hillingum. Hefði bara aldrei trúað því að hvað mig hlakkar til að koma heim, jú kannski þegar ég var að koma heim frá USA. Það er sko eins gott að það verði gaman á Júróvísion stelpupjöllur því ég sætti mig ekki við neitt minna. Búin að ákveða dressið, vínið, djammstaðinn og allt. Eina sem þið þurfið að gera er að mæta og vera æðislegar (eins og alltaf:) og það er ekkert til sem heitir að fara snemma heim, óléttar eður ei! Ég er náttúrulega að fara að láta taka mig þurrt í rassgatið eins og hún Bára beib segir enda svolítið sár stelpuskjátan.

Það var bara ekkert merkilegt í slúðrinu í fyrradag svo að ég ákvað að láta kyrrt liggja í gær.
Nú er bregð mér bara standlaust í gerfi kokkana í "heima er best" og mæti á staði þar sem ég galdra fram máltíð bara úr annari erminni þar sem ég í leiðinni snyrti sjáfan mig (var áðan að bera á mig háreyðingakrem) meðan maturinn mallar:) Ég er sko handy girl og svona helvíti margþætt. Ég tók nefninlega að mér að elda fyrir æðri nemendur hádegis- og kvöldmat í þessari viku og er það náttúrulega sjúkt. Hún Anna Huld er nú bara engill holdi klæddur og finnst allur matur sjúkur, alveg sama um ástarbragð og annað sem tilheyrir nútíma matseld. Hey vantar einhverjum kokk á júróvísion? Ég er reyndar upptekin en gæti jafnvel reddað hinum sem sjá raunverulega um þáttinn.

Við Thelma ákváðum að halda matarboð í gær og boðuðum 8 manns til matar. Við elduðum reyndar fyrir eins og 16 en við kaupum líka alltaf inn fyrir 6 manna fjölskyldu þannig að þetta ætti ekki að koma neinum á óvart. Þetta var bara tvíréttað, lasange og hakk og spag ásamt hvítlauksbrauði og ostabrauði og fersku salati. Gestirnir vita betur en að hrósa ekki matnum og þetta þótti lukkast vel eins og alltaf. Við fórum náttúrulega í Bónus fyrir matseldina og styrktum Jóhannes þrátt fyrir að hafa ekki ætlað að gera það en getum við nú annað víst við erum að fara heim? 2588 kr var nú ekki mikið en mér þótti það nú mikið fyrir stakasta óþarfa. Það þarf nú bara að fara að ýta á bremsunar hennar Thelmu Hrund í Bónus. Ég gruna hana nú að vera eitthvað skotin í honum Jóhannesi, hún bruðlar bara og bruðlar. Og í bónus! Hún er reyndar að komast upp á lagið með þetta í öðrum búðum, dugleg stelpa þar. Það var ekki svo að ég gæti ekki kennt þessum stelpum eitthvað. Eins og t.d. ef maður veit ekki hvorn litinn maður vill? Bara kaupa báða. Bæði betra:) Hún keypti sér einmitt tvær peysur í dag, bleika og svarta, eyrnaband og vellinga, já og nærlur og á morgun á að skella sér og fjárfesta í bleikum hælaskóm. Það verður sko þæginlegt að djamma með henni í sumar. Já og svo er Hrafnhildur að fara að kaupa sér föt á morgun. Ég er sko mega ánægð með stelpurnar núna. Til að samgleðjast þá kannski skelli ég mér á eina peysu eða eitthvað smotterí.
Thelma er sko með gest í mat núna......... karlmann...... ú ú ú ........ ungan, einhleypan og myndarlegan........... Það er nú bara frændi hennar hann Gummi Kiddi.
En við stöllur höfum verið að pakka í dag. Við þurftum að gera okkur sér ferð í kassaleit enda ekkert hlaupið að því á þessum kassahallæristíma. Hér eru nú nokkrar matvöruverslanir; bónus, Hagkaup, Nettó, 10 - 11, úrval og Strax. Við fórum í 10 - 11 en ekkert þar. Þá skelltum við okkur í strax. Það var ekki laust við að myndirnar úr Séð og Heyrt borguðu sig loksins og við máttum taka eins mikið og við vildum. Thelma var nú svo mega hress með þetta og ákvað að henda brandar á línuna og sagði að við hefðum strax átt að fara í Strax. Ég jafnaði hana fljótlega þegar hún spurði um gott kjötborð og ég orðaði hvort að það væri ekki gott úrval í Úrval. Ó my god hvað við erum easy!
Eins og dagskránni í sjónvarpinu þá getur mér seinkað líka (tímalega séð). Þannig að ég bað Thelmu um að hjálpa mér að halda á kössunum út í bíl (sem ég ætla að geyma hér í sumar) Ekki málið fyrir hana og skellti hún sér í skóna og út við það sama. Það væri nú ekki frásögu færandi nema það að hún var á náttskyrtu og NÆRBUXNUM. Ég hafði nú orð á þessu enda hugsað um andlega heilsu nágrannana. Hey ekkert mál sagðu hún enda engin munur á þessu fyrir henni og stuttbuxum. Er í alvöru ennþá í lagi með mig eftir þessa sambúð? En hún var nú að finna glósur í dag sem voru fyrir prófin sem hún nota bene kláraði í dag og bankabókhald síðustu 10 ára. Já það er gott að hún fann þetta þá. Svona til að toppa skipulagninguna þá er ég búin að haga þvottinum, 40°, 60°, 90° eru the magic number og stefni á að fara með allan þvott hreinan heim nema kannski nokkrar nærlur, dugleg er ég!
Svo er það bara harkan sex í fyrramálið og kem ég að áhugamáli mínu sem er að þrífa, þessa draumaíbúð "60 árgangsins enda fittar perfectly inn í þessa gömlu góðu tíma. Það er ræs hjá mér klukkan 9 en Thelma ætlar að reyna að koma sjálfri sér á óvart og stilla vekjarann á 10:30 því þá verður hún svo glöð ef hún fer á fætur fyrir það. Þessir litlu hlutir... Við ætlum svo að taka okkur pásu og fara í endurvinsluna, gera kaggann klárann og í Glerátorg enda hvernig hægt að enda veturinn betur en að fara í búðir? Svo er það bara ósk um stæltan ungan myndarlegan lækni til að koma og bera fyrir okkur dótið út í bíl:) en eins og ég hef aldrei farið leynt með það en þá er ég algjör aumingi.
En talandi um karlmenn. Nágranninn á neðri hæðinni næsta vetur hefur andlitið og kroppinn og það liggur við, liggur við að guð hafi sent hann að himnum ofan. Ég segi liggur við því hann á unnustu og barn með annað á leiðinni og hér kemur það versta... hún býr þarna með honum.

En þá er það að renna sér aftur heim enda stefnir í góða helgi:
Próflokadjamm á morgun upp í Kjarnaskógi og svo líklegast Kaffi Ak en þar ætlar FM tappinn Þröstur 3000 að láta sjá sig og leysa dj Sigga Rún af. Ef ég á bara ekki eftir að sakna hans svei mér þá? Er ekki dj Fúsi örugglega ennþá alltaf á Mörkini? Og á laugardaginn júróvisionpartý sem er náttúrulega bókað umtalað, ég verð þar náttúrulega og vegna þess að það hafa nú ekki allir séð mig síðan að ég lét fixa upp á mig:) Tékka á vinsældunum og sé svo til hvort að ég mæli með lýtaaðgerðum! Stefnt í að leggja af stað ekki seinna en á hádegi frá þessu merkissetri norðursins. Það verður bara nesti enda fer ruslmatarpeningur upp í bjórkippu fyrir kvöldið. En það verður sennilega ekki hægt að stöðva Thelmu en her second name is burger. Hver sem skrifaði að það væri ball á Breiðinni, hann má glaður setja mig á gestalista og þá skal ég mæta.

En ég slæ bara botn í þetta í bili og segi bara Sjáumst;0)

Eva aKureyrarmær

Ps. Hjúkkur mínar. Klukkan 17:00 á morgun þá vil ég segja innilega til hamingju;)

þriðjudagur, maí 11, 2004

Amtbókasafnið og fólkið í landinu

Ja hérna hér. Þá er ég búin að lesa öll bloggin og það get ég sko svarið fyrir að sumir standi í stað. Fyrirsagnir eins og: "Kökukvöld og vinahittingur" og "Er ekki komin tími fyrir smá blogg" eru nú vægast sagt farnir að tilheyra fortíðnni. Ásamt páskaljóðinu hans Sverris. Á meðan ég er að gera heilbrigða eðlilega hluti eins og versla þá eru sumir herramenn gjörsamlega að tapa sér í bókalestri eftir Gylfa Gröndal (for crying our loud) og ræðu um það já eða umræðum um pólitík og stríð.... Strákar finnið ykkur eitthvað heilbrigt að gera! Svo er fólk bara að gefa kost á viðtölum við morgunblaðið og fjárfesta í bílum, ég panta sko rúnt í drossíuni....

Ég er farin að finna óneianlega fyrir því að ég hef ekki bloggað í 5 daga. Ég fékk hvorki færri en 3 símtöl frá vinkonum mínum í gær og eitt í dag. Allir eru ótrúlega spenntir fyrir heimkomu minn og ég skal sko ekki valda ykkur vonbrigðum og vera hin æðislega, undurfagra og skemmtilega dama sem ég hef alltaf verið. Fólk er farið að setja það á veraldarvefin hvar ég verð en ég vil enga papparatzi bara vinina mína (já og sæta stráka) sem ég er búin að sakna svo mikið;) Sérstaklega er Eygló velkomin með í partý.
Tímarnir breytast og mennirnir með. Ég mun vera á Skaganum á EUROvision og eins gott að fólkið þar pilli sér upp af rassgatinu og komi út á lífið og enga lélega dj á mörkini. Grill hjá Aldísi er víst efst á baugi og keppnin á risaskjá. En elsku Reykjavík ég hef ekki gefið þig upp á bátinn og Bára mín ekki heldur, ég kem með þér, bara seinna. Þar næstu helgi er ég frí og svo líka eina helgi í júní.

Það má segja að ýmislegt hafi drifið á daga mína síðan á fimmtudagskvöldið. Fjölskyldan kom náttúrulega. Á föstudaginn átti að hefjast handa við að nánast FRUMlesa lífeðlisfræði og námsefni fyrir 5 eininga áfanga. En þetta hófst allt klukkan 9:00 þegar skvísan dreif sig loks á lappir frekar pirruð yfir því að hafa vakað svo lengi yfir að bæta inn í glósur til kl 03:30 sem ég notaðu svo ekkert meira.
Með þessum óþarfa hafði ég sem sagt tapað þeim 2 klst sem áttu að fara í það að fínkempa og taka mr. Shine í að pússa íbúðina vegna þess að ég sver fyrir það að hún var frekar sorgleg og það er ekki beint ég. Og auðvitað kom þá óvæntur gestur sem settir voru í að sækja mig í morgunkaffi frá Bakarínu við brúna. Guðrún systir kom sko og bankaðu upp á og á meðan hún strauk rikið af sjónvarpinu sór ég þess eið að það myndi sko aldrei fá að gerast aftur. Þetta er ekki eins og ég greeta gestina mína vanalega og þetta er sko ekki hægt að gera á mínu heimili yfirleitt. Við brunuðum eftir bakkelsi og niður í Einholt þar sem fjölsk rekkjaði þessar 3 nætur. Morgunmaturinn ílengdist eitthvað og kl 13 ákveðið við að kíkja í búðir. Ég gat ekki látið slíkt tækifæri fram hjá mér fara. Búðarrápið varaði í 4 klst og ég keypti ekki snitti enda var ég ekki með pening. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir að sýna pabba hvað þetta væri nú flott peysa í Hagkaup eða flottir skór eða hattur sem færi mér svo vel í Frúnni í hamborg eða hvað mig vantaði þessa fínu spariskó á lækkuðu verði eða hvað þetta væri nú glæsilegur kjóll til að vera í í brúðkaupum þá hristi hann bara hausinn eða kom með þá afsökun að ég væri ekkert á leiðinni í brúðkaup eða að ég væri vaxin upp úr sumargjöfum. As if! Ég náði ekki einu sinni að særa út mat en ég var farin að hanga í honum pabba um að ég væri svo svöng en maðurinn lækkaði bara í heyrnatækjunum. Það var eins og að vakna upp úr vondum draumi þegar ég kom heim á bílnum mínum sem er orðin nota bene hljóður sem rjóður eftir að pabbi sæti fór með hann í viðgerð (andvirði díselbuxna farið í vaskinn) og áttaði mig á því að ég væri ekki farin að opna bók og klukkan var að verða 18. Það þýddi nú ekkert að fara að byrja þá og ég skellti mér bara í gill til fjölskyldunnar og svo heim í eina mynd áður en maraþonlærdómur yrði daginn eftir. Laugardagurinn fór í lærdóm sem gekk svo löturhæg að skjaldbaka í hefði rústað mér í keppni. En Margeir Felix litli frændi minn varð 11 ára þennan merkisdag, 8. maí og hún Amma mín í Krókó líka (sem stingur alltaf af á afmælisdaginn þannig að maður þarf nú bara aldrei að hringja í hana.) Til hamingju elsku amma mín afmælið. Þegar eitthvað er um að vera annars vegar þá getur maður nú ekki sleppt að mæta og hvað þá ef matur er í boði því renndum við skvísurnar okkur í kaffi. Ég gaf frænda mínum alvöru pakka þetta árið en því hafðu heyrst fleygt að hann væri orðin leiður á ilmvatnsprufunum og kremprufum sem hann hefur fengið frá mér undanfarin ár. Okkur fjölskyldumeðlimunum var svo boðið til matar hjá Jóhanni frænda kl 17:30. Við Hrafnhildur mættum stundvíslega og frú Sigríður galdarði fram sjúklega góðan mat eins og alltaf. Það var mikið hlegið við matarborðið þar sem Jóhann frændi sagði skemmtisögur af ýmislegu, m.a. honum afa í Krókó sem er nú bara snillingur fæddur (enda stundum talin lík honum) Það sem Jóhanni fannst merkilegast við 50 ára afmæli föður míns var að þegar partýið var búið og liðið að smalast heim þá spurði afi hvaða þessi beina hvíta lína þýddi sem væri á veginum??? Hann afi minn er að fagna 50 ára afmæli sínu á götunni, hann afi er æði. Margt fleira skemmtilegt bar á góma og urðum við sárar að þurfa að fara úr gleðini kl 20:30. Sunnudagurinn fór eingöngu í lærdóm þar sem efnið var rætt í stofuni á Álfabyggðini og Anna Huld getur borið kennsl á alla þá sem töltu fram hjá og hvað þá konuna sem átti metið og gekk hjá 7 sinnum þannig að Anna missti af henni í eitt skiptið. Þegar góða gesti ber að garði þá er siður að skilja eitthvað eftir og erfði ég 5 innkaupapoka af mat þannig að Jóhannes gæti jafnvel komið út í mínus þessa vikuna. íSSkápurinn er sem sagt fullur af mat og Thelma varð furðulostin þegar við mætum í kjúllan á sunnudagskvöldin úthúðaðar í þessum skemmitlegu gjöfum. Nú hef ég tekið að mér það skemmtilega verkefni að sjá um hádegis og kvöldmat fyrir gellurnar þar til að ég kem heim á Akranes eftir 4 dag Það er gott að eiga mig að:)og það er sko nóg af konum sem vilja mig sem tengdadóttir, synirnir eru bara eitthvað blindir! Prófið var svo í gær og fannst þetta vera í lagi en vonum það besta eins og að búast við því versta. Orðum það bara þannig að ég myndi allavega ekki vera sjúklingur sem kæmi inn á deild með bráðaofnæmi til mín... Eina sem ég gæti haft til að bjarga þér væri spliff, donk og gengja en hey redda þær ekki öllu? Deginum var svo slúttað í grilli upp í Kjarna, maður verður náttúrulega að vera grand á þvi, sama þótt það sé mánudagur og flestir íslendingar eta fisk á þeim vikudegi. Það tókst bara vel þrátt fyrir að fötin okkur yrðu fyrir talsverði mengun og fóru beint í óhreina tauið þegar heim var komið. Kötturinn fékk meira að segja að koma með fyrir tilstilli Thelmu kattarvinar og hún angaði að mengunarlykt.

En hér er ég stödd í hringiðju menningarinnar á Akureyri, Antbókasafninu og er glöð komin með membership card hér að bókasafninu. Ég hef ákveðið að gerast nörd og taka Gaukshreiðrið á ensku til þess að bæta fyrir slakan árangur í enskri lestningu.
En nú taka slúðurblöðin við og segji ykkur allt það nýjasta á morgun.

<em>Ykkar ástkæra Eva Sæta

Ps. Fyrir ykkur sem nenntuð að lesa svona langt þá bætti ég upp fyrir kauplausan föstudag og keypti mér veski í pásu á laugardag, skó í stíl á laugardag, klút í stíl í gær og spariskó, svo er ég að spá í að kaupa mér eina sumarpeysu í dag. Ég er sko skítfallin....... í fatakaupum sumarsins

mánudagur, maí 10, 2004

Hí hí Búin að vera að bíða?

Heyiði got traped in shops today... check in tomorrow.

Hver er númer 3000????

Eva megababe

fimmtudagur, maí 06, 2004

Líf mitt er líf ykkar

Ég hef víst ekki tíma til að blogga á morgun þannig að næstu 23 mínúturnar verða að duga undir nokkurri pressu. Eins og flestir heilvita menn vita er lokaþátturinn af Bach í kvöld og fyrir ykkur sem hafið ekki enn komist að úrslitunum þá eru þau á dagskrársíðuni í fréttablaðinu í dag! Hvurslags hálvitaskapur er þetta bara? Ég hló reyndar bara að þessu en bara vegna þess að mér voru úrslitinn kunn. En ég er náttúrulega sjónvarpsalki og kaupfíkill með próflestrarfóbíu og þess vegna reyni ég að koma mér inn í alla sjónvarpsþætti sem eru á dagskrá. Ég held með Amber í survivor og Charla, Dave, Tara og Keith í Paradises hotle og skal sko skokka til helvítis ef Helv... hún Amy vinnur.

Það hefur ekkert gerst spennandi síðan um helgina og því miður þá virðist kvöldið ekkert ætla að láta sjá sig í langtíma minninu. Rámar þó í að hafa verið dregin upp úr pallinum fyrir framan skíðahótleið með Magga bodyguard fremstan í flokki. Dagarnir líast í gegn á þessum tímum þegar próflestur á að hafa yfirhöndina er ég að hugsa um .... já bara eitthvað annað skulum við orða það.

Fjölskyldan rann já eða flaug og keyrði inn í Akureyrarbæ seinni partinn í dag. Þau koma nú alltaf á besta tíma, þ.e. prófatíma þannig að helgin verður að vera svona í skipulegri kanntinum. En svona þegar gesti ber að garði er títt í minni fjölskyldu að bera kannski eitthvað á borð. Nei í þessu tilfelli var hringt og spurt hvað væri einfaldlega í matinn? Ég sagðist nú gera hent í hakkara og spagó en nei það er víst ekki nógu gott ofan í konungsfjölskylduna. Ég varð því að gera það mér að góðu að fara á fund Jóhannesar í dag og kaupa kvöldmat handa famelíunni fyrir 2000 kr. Og Jóhannes nú vil ég fá VIP membership card! Fyrir ykkar upplýsingar þá hef ég farið þangað 3 sinnum síðan við gerðum stór innkaupin fyrir 13.000 kallinn. Ofan á allt þá mátti ég einu sinni elda heima hjá mér heldur varð ég að bregða mér í hús út í bæ bara eins og heima er best.... Ég ætti kannski bara að sækja um hjá RÚV í sumarafleysingar. Ég er náttúrulega bara í 55% vinnu í júní og kann sko þokkalega á fræga fólkið.

Þema vikunnar er að temja sér betir svefnvenjur enda búið að troða því inn í hausinn á mér í allann vetur að maður þarf að fá 8 tíma svefn. Manneskjan sem heldur þeirri tilgátu hins vegar uppi hefur sko vakað manna lengst svona í nánustu fortíð allavegana. Nefnum enginn nöfn. En þá sem þekkjið mig þá er ég nú ekki alveg að fúnkera allann þennan svefn þannig að þó að ég hafi farið upp í rúm kl 23 -24 þá sofna ég ekki fyrr en um 01:30 og væri tímanum ekki betur eitt fyrir framan sjónvarpið. Eins og ég hef verið að segja honum karli föður mínum í óra tíð að maður hvílist betur fyrir framan sjónvarpið heldur en að sofa. Þetta las ég einu sinni og hef staðið með kenningu hennar síðan. Einnig er sagt að maður þurfi ekki nema 6 tíma til að minnið nái að melta það sem maður var að lesa eins og fyrir próf. Þegar við komum svo inn á Höfða í menninguna, þá liggjum við bara upp í rúmi á meltunni og chillum á trúnó með bjór og látum sem við séum á hóteli með bjöllu og næs. Skellum okkur kannski fram í vist og kíkjum á karlaúrvalið, kannski verða þarna gamlar fótbolta hempur! Við höfum alla ellina til að sofa girls, common...
Hollur matur hefur líka verið ofarlega á pallborðinu þó að Thelma sé bara endalaust að reyna að spilla mér með sjoppum og subway og einhverju rugli. Það er ekki séns að ég geti nokkurn tíman verið með málin hennar Barbie með þessu áframhaldi. En á meðan ég er að borða fisk í skyri þá bara fær Thelma sér Pic Nic í dós og rís og draum og einhvern svona gyðju góðan mat.

Pabbi er kominn:) og ætlar með lancan í viðgerð fyrir prinsessuna sína. Hann var ekki að geta sansað lögregluna á Akureyri nógu vel (enda er löggustöðin eitthvað í viðgerð og engin góð bílastæði, sælgæti og góð blá spóla núna og svona) þó að hann hafi samböndin auðvitað. Kannski eru þeir bara eitthvað pirraðir yfir þessum framkvæmdum. En ef hún stoppar mig sem gerist ekki út þessu hefði ég bara fengið aðvörun. Hefði það gerst þá er það bara að daðra enda hefur það margsannað virkni sína! Verst er bara að ég er svo hrædd við lögguna að ég myndi bara grenja:...( En ÉG Vil þakka lögregluni hérna fyrir að vera bara ekkert á ferðini á þessum erfiðu tímum mínum. Strákar keep up the good work

En verið þig dugleg um helgina og ég skal sko koma fílefld í næstu viku inn eftir lífeðlisfræðiprófið og skemmta ykkur á þessum síðustu og leiðinglegustu prófdögum. Og munið, if it dosn´t kill you it will the next time.... it only makes you stronger

Tímin er úti, náði ekki að koma öllu að en......

Peace out.

Eva barbídúkka

Tékk in tomorrow babes.... á fund við Jóhannes núna!

mánudagur, maí 03, 2004

Afrek helgarinnar

Á föstudagskvöldið afrekaði ég eftirfarandi:

blóðblöðru í hægri hendi
bláan stóran marblett og sár á vinstri olnboga
brúnan marblett aftan á hægra læri
svartan stóran marblett á vinstri mjöðm
bláan marblett á vinstri rist
Krambúleraðan fram vinstri sköflung
bólgu á hægri heming baks

Mér tókst að týnast uppi í Hlíðarfjalli, er orðin göldrótt og kann gjörsamlega að láta mig hverfa

Tók yfir 100 myndir á batteríslausu myndavélina mína (ég og sitthvor karlmaðurinn á svona 20)

Fann "hálfnakinn" karlmann á stað sem ég átti ekki von á

Hringdi símtal úr þremur mismunandi símanúmerum á mettíma

Klíndi kokteilsósu í sængurfötin mín af því að ég var svo hrædd um að vera að missa af einhverju

Ég svaraði sms-um um nóttina þrátt fyrir að hafa séð þau fyrst daginn eftir

........Geri aðrir betur og það á próftímum

En útborgunardagur var sem sagt síðast liðin föstudag (30 apríl). Langþráður dagur og hófst búðarferðin kl 16:00 sem mér fannst þó í seinna kantinum því að þessi með kaupsýkina (ég) var nú hrædd um að ná ekki í nógu margar búðir fyrir lokun. Við byrjuðum á Glerártorgi það sem ég hélt á 12 pörum að vinnusokkum fyrir sumarið. En það fer að verða árlegt brauð að versla sokka fyrir sumarið en þessar afurðir þær virðast fuðar upp á mínu heimili og á ég engin búandi systkini þar með mér, ekki það að Jón Gunnar passi í mína sokka en það má alltaf troða. Sokkar var ekki eitthvað sem var á stefnuskránni og ég var ekkert par hrifin af því. Þannig ég ákvað að frysta þau kaup enda greip ég þá bara með mér þegar ég var að leyta að fatarúllu. En víst ég fann hana ekki þá hélt ég að ég gæti ekki verið þekkt fyrir að ganga út úr búð án þess að kaupa neitt. En þetta gat ég, klár stelpa. En Anna Huld og Hrafnhildur voru nú ekkert beint í eyðslugírnum og drifu sig bara í Nettó og keyptu mat á þessum góðu tímum peningana??? Það var stoppað stutt á Glerártorgi kannski sem betur fer, ég var komin með nefið á kaf í skóbúðina en labbaði tómhent þaðan út aftur. Hagkaup var næst og ekkert nýtt í undirfatadeildini (bömmer) Ég var reyndar á leiðinni þangað að kaupa mér buxur en mér er bara gjörsamlega ekki ætlað að kaupa mér þessar svörtu buxur sem ég er búin að leita að svo lengi. En hvað þýðir það nákvæmlega? Þá kaupi ég bara eitthvað annað í staðinn!. Það var farið að fjúka svo í mig að ég ákvað að kaupa mér bara peysu, bleika, í stíl við bleiku skóna sem ég ætla að kaupa mér. Ó my god.... Klukkan var að slá 18 og það þýddi að engar fleiri búðir og öll göngugatan eftir. Það lá við að ég mútaði Hrafnhildi til að keyra yfir hraðatakmörkunum til að ná í skóbúðina svo að ég gæti keypt mér skó svo að dagurinn væri ekki ónýtur. Það var eins og dramantískt atriði þegar ég hljóp inn á Glerártorg kl 17:59 að biðja um að ekki væri búið að loka. Ég náði skónum og kom reyndar við og keypti armband svo að ég gæti farið að vera með hlekkja armbandið sem er búið að vera í geymslu síðan á jólum. Ykkur finnst þetta kannski vera ágætt fyrir 2 klst en kostnaður dagsins var ekki nema 3188 kr.
Við brunuðum heim svo að við gætum gert okkur tilbúnar fyrir kvöldið. En ég var ekki sátt þannig að ég ákvað að slá annað tímamet og tók Thelmu með mér á kaupfélagsbúðina í Úrval og skellti mér í nærfatadeildina. Á um 15 mínútum fann ég og mátaði þennan æðislega rauða haldara sem kostaði reyndar meira en eyðslan sem ég hafði gert fyrr um daginn. En allar konur þurfa einn góðan svo að ég splæsti í hann mínus nærlur enda kostnaðurinn við þær það sama og veski sem ég ætla að kaupa mér í staðinn, FYRIR SUMARIÐ svo ég komi því á framfæri. Þokkalega ánægð með daginn var það að finna föt fyrir kvöldið (enda kom ekkert annað en hvítt til greina þ.e. bara 3 bolir) og að mála sig sem tók nú ekki nema hálftíma, ég kem bara sífellt á óvart.
Það var ekki margt um manninn þegar við renndum í hlaðið á skíðahótelinu. En frír bjór og smá saman fylltist húsið af karlmönnum en hlutfallið var 6 stelpur á móti 30 strákum. Maturinn var ágætur en kjötið var allt kalt vegna þess að þetta var hlaðborð þannig að ég hélt mig bara við mjög HOT sjávarrétti því að kokkurinn hafði ruglast á chyanna pipar og paprikudufti í réttinn. Greinilega verið einhver nemi! Eftir að ég hætti að eta fór ég bara að hnupla jarðarberjum að disknum hans Ómars sem hafði plantað sér við hliðina á mér. Þessi leikur milli mín og Önnu Huldar að Ómari vakt ómerkta athylgi og kátínu annara við borðið ásamt borðsiðum Önnu og Hrafnhildar en þær eru nú bara ekki í lagi. Þær vilja samt meina að það eigi ekki að skera eins og við hin öll gerðum. Hvað er aftur sagt um meirihlutan? Ég get ekki sagt ykkur hvað gerðist meira þetta kvöld nema hvað strákarnir voru farnir að hafa áhyggjur að mér vegna þess að áfengismagnið var heldur í hærra kantinum. Ég veit allavega að ég hrundi einu sinni á bekk og útskýrir það kannski eitthvað að mari mínu. En Magga leist nú ekki orðið á blikuna þegar ég hafði ekki sést í þónokkurn tíma. Af stað með leitarsveitna en ég var nú bara á trúnó niður á Klósetti um eitthvað sem eigi ég man... En þetta eru nú allt heimildir frá Hrafnhildi komnar. Okkur var keyrt niður á Kaffi Akureyri þar sem við vorum nú bara VIP og Dj Siggi Rún var ekki að standa sig. Við Hrafnhildur töltum heim að óskiljanlegum ástæðum vegna þess að við vorum nú bara með einkabílstjóra þetta kvöld. Já og Ómar var víst samfó. Við tökum upp þráðinn (ég segji frá) þar sem að Hrafnhildur var læst úti og var vægast sagt brjáluð og var ég gjörsamlega á endurtekningunni um að biðja hana að róa sig. Það eina sem ég var aftur á móti að hugsa um var Brauð með bökuðum baunum, kokteilsósu og kók. Þegar við komum heim var fjör á bænum enda Thelma ennþá vakandi og mjög hissa að sjá okkur enda átti hún von á að við vildum láta sækja okkur. Við vorum eitt skemmtiatriði út í gegn enda alkahólið mælst 10 eða eitthvað svipað. Vegna þess hvað ég er gestrisin svaf ég með teppi og lánaði Hrafnhildi sængina mín og koddan og straff Em lauk þar með að hún fékk að kúra þar líka.
það langar engum að ímynda sér heilsuna daginn eftir..... en ég tók Love actually á laugardag vegna þess að ég er bara búin að heyra að myndin hafi verið maid for me. Maður á ekki að gera sér væntingar enda fannst mér hún bara ágæt og fannst Shine jafnvel betri sem ég tók sem gamla.

Við fórum samt út á laugardag og ætluðum í búðir en ha ha 1 maí. Ég meina það! Body shop stóð sig og keypti ég body butter og púður á laugardag og nærföt á sunnudag til að lyfta upp lundina.

Haldiði ekki að ég hafi verið að upp götva að húsleigubæturnar eru á leiðinni inn. Fyrir þær ætla ég að kaupa mér eina almennilega svarta skó og hvíta veskið (sem upp er komið veðmál um hvernær ég kaupi) og Þá á ég bara eftir að kaupa bleiku skóna:)
Finnst fólki í alvörunni skrýtið hvers vegna ég þurfi mann sem stendur undir þessum kaupum mínum! Lýst vel á hugmynd Marenar um Tannlækninn. Það er ekki einu sinni hægt að setja mig inn á stofnun né lyf við þessari veiki í mér. Og fyrir ykkar upplýsingar þá á ég orðið 8 brjóstahaldra, í öllum litunum sem voru á listanum, sem er hægt að miða út frá þeim 8 vikum síðan ég fór í þessa blessuðu fix up lýtó hjá Dr. Gumma.
En hey er það ekki bara ég sem vil helst alltaf hafa allt í stíl!

Vona að þetta lyfti ykkur upp yfir prófunum elskurnar,

Kveðja ykkar Eva megababe xxx

ps. nú vantar mig bara tæpa 100 í viðbót til að vega upp í N-buxurnar