Afrek helgarinnar
Á föstudagskvöldið afrekaði ég eftirfarandi:
blóðblöðru í hægri hendi
bláan stóran marblett og sár á vinstri olnboga
brúnan marblett aftan á hægra læri
svartan stóran marblett á vinstri mjöðm
bláan marblett á vinstri rist
Krambúleraðan fram vinstri sköflung
bólgu á hægri heming baks
Mér tókst að týnast uppi í Hlíðarfjalli, er orðin göldrótt og kann gjörsamlega að láta mig hverfa
Tók yfir 100 myndir á batteríslausu myndavélina mína (ég og sitthvor karlmaðurinn á svona 20)
Fann "hálfnakinn" karlmann á stað sem ég átti ekki von á
Hringdi símtal úr þremur mismunandi símanúmerum á mettíma
Klíndi kokteilsósu í sængurfötin mín af því að ég var svo hrædd um að vera að missa af einhverju
Ég svaraði sms-um um nóttina þrátt fyrir að hafa séð þau fyrst daginn eftir
........Geri aðrir betur og það á próftímum
En útborgunardagur var sem sagt síðast liðin föstudag (30 apríl). Langþráður dagur og hófst búðarferðin kl 16:00 sem mér fannst þó í seinna kantinum því að þessi með kaupsýkina (ég) var nú hrædd um að ná ekki í nógu margar búðir fyrir lokun. Við byrjuðum á Glerártorgi það sem ég hélt á 12 pörum að vinnusokkum fyrir sumarið. En það fer að verða árlegt brauð að versla sokka fyrir sumarið en þessar afurðir þær virðast fuðar upp á mínu heimili og á ég engin búandi systkini þar með mér, ekki það að Jón Gunnar passi í mína sokka en það má alltaf troða. Sokkar var ekki eitthvað sem var á stefnuskránni og ég var ekkert par hrifin af því. Þannig ég ákvað að frysta þau kaup enda greip ég þá bara með mér þegar ég var að leyta að fatarúllu. En víst ég fann hana ekki þá hélt ég að ég gæti ekki verið þekkt fyrir að ganga út úr búð án þess að kaupa neitt. En þetta gat ég, klár stelpa. En Anna Huld og Hrafnhildur voru nú ekkert beint í eyðslugírnum og drifu sig bara í Nettó og keyptu mat á þessum góðu tímum peningana??? Það var stoppað stutt á Glerártorgi kannski sem betur fer, ég var komin með nefið á kaf í skóbúðina en labbaði tómhent þaðan út aftur. Hagkaup var næst og ekkert nýtt í undirfatadeildini (bömmer) Ég var reyndar á leiðinni þangað að kaupa mér buxur en mér er bara gjörsamlega ekki ætlað að kaupa mér þessar svörtu buxur sem ég er búin að leita að svo lengi. En hvað þýðir það nákvæmlega?
Þá kaupi ég bara eitthvað annað í staðinn!. Það var farið að fjúka svo í mig að ég ákvað að kaupa mér bara peysu, bleika, í stíl við bleiku skóna sem ég ætla að kaupa mér. Ó my god.... Klukkan var að slá 18 og það þýddi að engar fleiri búðir og öll göngugatan eftir. Það lá við að ég mútaði Hrafnhildi til að keyra yfir hraðatakmörkunum til að ná í skóbúðina svo að ég gæti keypt mér skó svo að dagurinn væri ekki ónýtur. Það var eins og dramantískt atriði þegar ég hljóp inn á Glerártorg kl 17:59 að biðja um að ekki væri búið að loka. Ég náði skónum og kom reyndar við og keypti armband svo að ég gæti farið að vera með hlekkja armbandið sem er búið að vera í geymslu síðan á jólum. Ykkur finnst þetta kannski vera ágætt fyrir 2 klst en kostnaður dagsins var ekki nema 3188 kr.
Við brunuðum heim svo að við gætum gert okkur tilbúnar fyrir kvöldið. En ég var ekki sátt þannig að ég ákvað að slá annað tímamet og tók Thelmu með mér á kaupfélagsbúðina í Úrval og skellti mér í nærfatadeildina. Á um 15 mínútum fann ég og mátaði þennan æðislega rauða haldara sem kostaði reyndar meira en eyðslan sem ég hafði gert fyrr um daginn. En allar konur þurfa einn góðan svo að ég splæsti í hann mínus nærlur enda kostnaðurinn við þær það sama og veski sem ég ætla að kaupa mér í staðinn, FYRIR SUMARIÐ svo ég komi því á framfæri. Þokkalega ánægð með daginn var það að finna föt fyrir kvöldið (enda kom ekkert annað en hvítt til greina þ.e. bara 3 bolir) og að mála sig sem tók nú ekki nema hálftíma, ég kem bara sífellt á óvart.
Það var ekki margt um manninn þegar við renndum í hlaðið á skíðahótelinu. En frír bjór og smá saman fylltist húsið af karlmönnum en hlutfallið var 6 stelpur á móti 30 strákum. Maturinn var ágætur en kjötið var allt kalt vegna þess að þetta var hlaðborð þannig að ég hélt mig bara við mjög HOT sjávarrétti því að kokkurinn hafði ruglast á chyanna pipar og paprikudufti í réttinn. Greinilega verið einhver nemi! Eftir að ég hætti að eta fór ég bara að hnupla jarðarberjum að disknum hans Ómars sem hafði plantað sér við hliðina á mér. Þessi leikur milli mín og Önnu Huldar að Ómari vakt ómerkta athylgi og kátínu annara við borðið ásamt borðsiðum Önnu og Hrafnhildar en þær eru nú bara ekki í lagi. Þær vilja samt meina að það eigi ekki að skera eins og við hin öll gerðum. Hvað er aftur sagt um meirihlutan? Ég get ekki sagt ykkur hvað gerðist meira þetta kvöld nema hvað strákarnir voru farnir að hafa áhyggjur að mér vegna þess að áfengismagnið var heldur í hærra kantinum. Ég veit allavega að ég hrundi einu sinni á bekk og útskýrir það kannski eitthvað að mari mínu. En Magga leist nú ekki orðið á blikuna þegar ég hafði ekki sést í þónokkurn tíma. Af stað með leitarsveitna en ég var nú bara á trúnó niður á Klósetti um eitthvað sem eigi ég man... En þetta eru nú allt heimildir frá Hrafnhildi komnar. Okkur var keyrt niður á Kaffi Akureyri þar sem við vorum nú bara VIP og Dj Siggi Rún var ekki að standa sig. Við Hrafnhildur töltum heim að óskiljanlegum ástæðum vegna þess að við vorum nú bara með einkabílstjóra þetta kvöld. Já og Ómar var víst samfó. Við tökum upp þráðinn (ég segji frá) þar sem að Hrafnhildur var læst úti og var vægast sagt brjáluð og var ég gjörsamlega á endurtekningunni um að biðja hana að róa sig. Það eina sem ég var aftur á móti að hugsa um var Brauð með bökuðum baunum, kokteilsósu og kók. Þegar við komum heim var fjör á bænum enda Thelma ennþá vakandi og mjög hissa að sjá okkur enda átti hún von á að við vildum láta sækja okkur. Við vorum eitt skemmtiatriði út í gegn enda alkahólið mælst 10 eða eitthvað svipað. Vegna þess hvað ég er gestrisin svaf ég með teppi og lánaði Hrafnhildi sængina mín og koddan og straff Em lauk þar með að hún fékk að kúra þar líka.
það langar engum að ímynda sér heilsuna daginn eftir..... en ég tók Love actually á laugardag vegna þess að ég er bara búin að heyra að myndin hafi verið maid for me. Maður á ekki að gera sér væntingar enda fannst mér hún bara ágæt og fannst Shine jafnvel betri sem ég tók sem gamla.
Við fórum samt út á laugardag og ætluðum í búðir en ha ha 1 maí. Ég meina það! Body shop stóð sig og keypti ég body butter og púður á laugardag og nærföt á sunnudag til að lyfta upp lundina.
Haldiði ekki að ég hafi verið að upp götva að húsleigubæturnar eru á leiðinni inn. Fyrir þær ætla ég að kaupa mér eina almennilega svarta skó og hvíta veskið (sem upp er komið veðmál um hvernær ég kaupi) og Þá á ég bara eftir að kaupa bleiku skóna:)
Finnst fólki í alvörunni skrýtið hvers vegna ég þurfi mann sem stendur undir þessum kaupum mínum! Lýst vel á hugmynd Marenar um Tannlækninn. Það er ekki einu sinni hægt að setja mig inn á stofnun né lyf við þessari veiki í mér. Og fyrir ykkar upplýsingar þá á ég orðið 8 brjóstahaldra, í öllum litunum sem voru á listanum, sem er hægt að miða út frá þeim 8 vikum síðan ég fór í þessa blessuðu fix up lýtó hjá Dr. Gumma.
En hey er það ekki bara ég sem vil helst alltaf hafa allt í stíl!
Vona að þetta lyfti ykkur upp yfir prófunum elskurnar,
Kveðja ykkar Eva megababe xxx
ps. nú vantar mig bara tæpa 100 í viðbót til að vega upp í N-buxurnar