Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

fimmtudagur, apríl 29, 2004

óSK um læknir til undaneldis

Við höldum áfram að fjölga okkur og vinkonur mínar eru sko ekki undanskildnar. Ég var einmitt rétt í þessu að skoða þann nýjasta sem von er á í heiminn 16 október. Hófý vinkona mín er nefninlega eigi kona einsömul og vil ég óska henni og Jóa kærastanum hennar til hamingju með erfingjann.
Ég skora hér á efnilega menn til að láta sjá sig á Furulundinum því að ég ætla mér sko ekki að tapa þessari keppni frekari en öðrum. (Allt keppni fyrir mér)

Það er fljótfarið í gegnum netið núna enda liggja blogg flestra niðri vegna próf anna. Ég var búin að lofa að fara af netinu kl 14 en tafðist aðeins. Þess vegna er þetta bara létt og laggott í dag. Ég var sko ekki sátt í gær... Var að læra í fósturfræði allann daginn til kl 22 og þegar dagurinn var á enda fannst mér ekkert hafa sígjast inn. í dag ætla ég svo að hella mér í lífeðlisfræðina enda lítur út fyrir góðan dag, kjúklingabringur í matinn og bachelor í kvöld. Verst bara hvað ég er óánægð með úrslitin.

En ég og Thelma slepptum okkur nú bara gjörsamlega á mánudaginn í bónus. Fyrir viðleitnina eigum við sko rétt á að fá bónus sparkort eða komast í bónus VIP vegna þess að við versluðum fyrir hvorki meira né minna en 12.998 krónur. Við erum nefninlega að reyna að borða úr skápunum vegna þess að það er svo stutt í heimför. Ég vildi kaupa tómatsósu og kartöflur sem Thelmu fannst hinn mesti óþarfi og vildi frekar kaupa Milka súkkulaði og kókópuffs. Þar sem að við styrkjum íslenskt já takk tókum við tómatsósuna og kartöflurnar til að vega upp á móti hinum og kipptum tveim draumum með sem starters. Svo fengum við stelpurnar okkur fisk í kvöldmatinn en Thelma teigaði pizzu. Þetta er alveg dýrlegt heimilishald... Svo til að verðlauna góða daga sem ég tel mig samt sem áður ekki eiga skilið þá keypti ég mér tvo sjúka brjóstahaldar. Kemur kannski ekki neinum á óvart? eða hvað? En þetta er bara einn af þessum sjúkdómum eins og áður hefur komið fram, strengirnir koma svo á morgun því þá fæ ég útborgað. Verst að eitthvað þarf að sparast í leigu og tannlæknaþjónustu vegna þess að ég er haldin langvarandi tannpínu. Ég skal sko segja frá því sem ég kaupi seinna en ég ætla að reyna að halda í við mig enda er þessi eyðsla bara ekki sniðug lengur og hvað það víst að það er enginn til að greiða þetta allt á móti mér. Pabbi þarf allavega ekki að hafa áhyggjur af buddunni sinni.

En svo er það bara slútt hjá fjallinu á morgun, djamm upp á skíðahóteli, matur, bjór og fínt. Þetta er sko eitt af síðustu tjúttunum hérna á Akureyri enda tekur sumarið við með djammi í höfðuborgini með fallega fólkinu og það er sko eitthvað sem ekki er hægt að toppa.

En vonandi gekk Eygló vel í prófinu í dag, slæ nú kannski á þráðinn um helgina. það eru nefnilega Chillibollur á sunnudaginn. Eins og mér einni er lagið þá verður þetta nú alveg sjúkt allavega fyrri Önnu en henni finnst bara gjörsamlega ALLUR matur góður.....

tJÁ eVA vIP

mánudagur, apríl 26, 2004

Óska eftir sumardekkja dreng

Jæja þá verður maður nú heldur betur að fara að passa sig. Ekki nóg með það að bíllinn minn er nú með kaggahljóð dauðans heldur er ég ennþá á vetrardekkjunum og má nú alls ekki vera tekin og fá sekt því að launin sem koma inn 1. maí eru sko löngu skipulöggð í ýmsar kvennkyns nauðsynjar. Þannig að ef þið eruð á leið til Akureyrar fljótlega látið þið mig endilega vita þá get ég beðið ykkur að taka dekkin vegna þess að ég verð að gera þetta sjálf þetta árið vegna þess að hér enginn pabbi minn. En ég óska samt alveg eftir velvöxnum karlmanni helst berum að ofan til að gera þetta og má meira að segja gera þetta frítt:)

Það er nú orðið meira málið með allar þessar heimasíður. Fólk er bara farið að biðja um leyniorð, hætt að blogga og loka síðum. Eru einhverjir skaðræðismenn þarna úti? Ég vil allavega byðja svoleiðis lýð að vera utan minnar síðu því að ég hef skipulagt að fara að setja inn myndir og fínerí ef Sigga sæt verður alltaf svona indisleg. Vonum bara að hún þurfi ekki að nota nýja gjafabrjóstahaldarann í sumar eða neitt svoleiðis þá gæti hún ekki haft tíma nefninlega:)

En það er verið að spyrja mig ítrekað hvenær ég muni birtast heima og tilkynnist það hér með að ég mun renna inn í Akranesbæ annað hvort laugardaginn 15 maí og beint í júróvision partý sem ég óska hér með eftir eða það gæti jafnvel dregist fram á sunnudaginn 16. Tímapantanir geta verið laggðar inn í comment, e-mail eða bara sms.
Já og enginn börn í heiminn fyrr en eftir það....Fanney!

Jæja í dag byrja prófin eftir nákvæmlega viku í. Ekkert að þakka fyrir að minnast á þau. Ég er bara svo þreytt þessa dagana að ég get bara ekki einbeitt mér neitt að annars þessu skemmtilega námsefni.

Því miður hefur bara ekkert verið um að vera síðustu daga. Var bara að vinna fimmtudag, föstudag og laugardag og vaknaði fyrir kl 07:00 alla þessa daga. Sem betur fer var brjálað að gera annars hefði ég verið komin með ofnæmi fyrir þrífingum á vinnustað. Þegar ég kom svo heim á laugardaginn var Thelma nú heldur betur í hreina gírnum og íbúðin bara hrein. Þannig var nefninlega mál með vexti að móðurforeldrar hennar voru á leiðinni í bæinn. Ég ákvað að ljá þeim mitt rúm vegna þess að það er nú svona tveggja manna vænna. Þau ætluðu nú samt sem áður bara að henda sér í kojuna hennar Thelmu en um það var nú ekki að ræða að Thelma myndi láta eftir þeim að fá kojuna. Hún er nefninlega einlægur aðdánandi hennar. Ég ákvað að flýgja (nei nei ákv bara að gista á mínu þriðja heimili enda á ég orðið tannbursta í öllum landshlutum) og krasaði hjá Hröbbu og Önnu Huld. Þær voru nú samt svo voðalega uppteknar að ég rétt náði að láta þær skófla upp í sig matnum sem ég hafði eldað og svo voru þær roknar á braut. Ég fór þá bara í uppáhalds náttfötin og upp í dýra leðursófan og sofnaði þar vært til rúmlega ellefu þegar þær komu heim. Búin með þokkalega góðan beautyblund var ég nú alveg til í popp og kók og Anna vildi endilega horfa á vælusmellinn up close and personal sem er bara ein leiðinlegasta mynd samtímans. Dottandi í nokkurn tíma bað ég um leyfi til að henda mér upp í rúm og bað Hrafnhildi líka um að koma að sofa því ég er nú alltaf svo hrædd um að missa af einhverju. Eins og Hrafnhildi einni er lagið samkjaftaði hún með mér til kl 04:00 uss uss uss hvað einhver hefði gefið fyrir að vera fluga á vegg.....
Ég vaknaði svo rétt fyrir kl eitt, fékk mér breggara og hafðist handa við að útskýra Meiósu kynfrumumyndun. Til að pása sig kíkti ég svo í annsi merkilega bók þar sem perlufestar, blásturkossar og regnbogakossar báru ofarlega á góma. Ég veit þetta hljómar mjög vel en nafnið hefur ekkert að segja...... Það sem fólki dettur í hug að skrifa um!!!!
En dagurinn endaði bara með pasta a la Thelma, háls og andlitsnuddi hjá Hrafnhildi, Brynjuís og léttri sturtu og tandurhreinum sængurfötum, um umh umhhh hvað það var gott að fara að sofa.

En hafið það gott og ekki loka síðunum, kíkiði bara á Báru síðu því hún fær mann sko alltaf til að brosa drollan sú. Mig hlakkar sko klikkað til að fara á djammið með henni, og Ella sprella komdu bara með okkur. Þetta verður eitthvað ógleymanlegt........

Later Eva ALIGATER

fimmtudagur, apríl 22, 2004

aFbrigðisemi á Furulundinum

Það rættist sko úr gærkvöldinu:) Stelpurnar tóku að sér að fara í Bónus vegna þess að ég hafði öðrum hnöppum að hneppa. Þar lék Thelma á alls oddi og vildi bara slá öllu grilli upp í kæruleysi og elda bara ofnsteik já eða var jafnvel til í að panta pizzu sem var ekki alveg að falla í kramið hjá hinum. Á endanum var ákv að elda lambagrillsneiðar, baka kartos, salat og kalda piparsósu. Þegar við vorum að gera okkur/eða ég vegna þess að ég var ekki innformuð um þessa málingarstemmningu sem átti að skapa. Þannig að á meðan ég var öll fersk með mína málningu mátti engar myndir taka því að hinar voru ómálaðar. Allavega þegar ég var svo að velja mér nærföt sem pössuðu við föt fer Thelma nú eitthvað að þefa og þefa og inn í mínu herbergi. Þá rekst ég á nokkra blauta bletti í rúminu mínu og var nú ekki að skilja hvaðan kæmu???? Svo þegar ég er búin að tékka á þessu sé ég Thelmu taka fyrri vit sér, bendir og segir: OJJJJ barasta. Með skelfingarsvip lít ég til vinstri og sé gulan stóran blett á sængini minni. Hér hef ég sem sagt til sölu 4 mánaða kött, mjög vel upp alinn og kassavanann. Selst ódýrt og jafnvel gefins.... Með sængina inn í þvottavélina vorum við út við það sama og ég þakka Thelmu ólýsanlega mikið fyrir að hafa næmt lyktarskyn. Hefði hún ekki fattað þetta hefði ég sko hent mér upp í rúm þegar ég kom heim og knúsað hlandblautu sængina mína eða hún hefði kannski verið orðin þurr þá. En á heimili Örnu og Mansa var kósí stemmari og maturinn ljúffengur enda Ólöf Lilja in charge of meet. Stöku sinnum þá heyrðum við Je dúdda eða guð minn góður en þetta eru nú bara einhver eðal orð góðra kokka. Við höfum samt sem áður komist að því að feitt fólk brennur hraðar eða verr eða eitthvað svoleiðis. Eftir matinn var svo tillt sér í betri stofuna og dreypt á ljúfum drykkjum. Málingateymið stóð þá upp en ég og 70 mín urðum like "this" á meðan. Eftir um klst fór tíminn að fljúga og fyrr en varði stóð Mannsi sæti, frændi, driver og ljósmyndari í stofunni tilbúin í ferð með fallega fólkinu. Handy að eiga kærasta, einn til að skutla og annan til að sækja. Er það ekki annars það sem kærastar gera??? he he allavega eru þeir ekki með okkur á djamminu enda engu vanar nema píkudjammi og verða bara að vera tilbúnir í kallið sama hvað það er.....
En slaka liðið á djamminu, ég þurfti að borga mig inn á kaffi Akureyri og var ekki að fýla það, við gáfumst nú upp það kl 02:30 og fórum fyrir á DáTan og ekki skánaði það með menntaskólalýðnum og nefnum bara ekki fleira kleprandi aðila. Ólöf var bara orðin svo hress að við vorum þar til 04. Þá var náttúrulega komið við á nætursölunni þar sem Ólöf hélt uppi stemninguni enda í eiturgýr og ég og Thelma áttum erfitt með að halda í okkur hlátrinu. Franskar, kokteilla og kók eins og vanalega sem ég hafði svo enga list á og henti. Kannast ekki einhver við það eða bara að sofna áður en maturinn kemur þrátt fyrir eða að æla þrátt fyrir að blæða eða heimta stóran af frönskum með bökunum! Bíddu var það ekki ég sem átti nóg af peningum? Stefán kom svo og sótti okkur, guð hvað mér þótti hann skemmtilegur sérstaklega af því að ég var ekki að meika hælana lengur. Upp í frekar porlegt rúm fór ég og var ekki par sátt og svaf sko með lokaða og ef ekki læsta hurð. Með allar stillanlegar klukkur í húsinu fór ég að sofa.
Dagurinn ekki markverður nema Andresar og ef Jóakim frændi er ekki að gefa úr pingjunni. Eftir strembin dag kom ég heim í kotið þar sem Thelma hafði tekið að sér að elda hátíðarmatinn sem endaði í Greifapizzu og HB hvað annað? Eftir matinn ákvað ég að henda mér undir teppi bara í pínu stund og vil ég miður segja hvað ég fann í teppinu með sænginga á snúrunni og lökin og sængurfötin í þvottavélinni. Það er langt frá því að vera gleði á heimilinu núna. Það liggur við eldglæringum í húsinu enda allt þetta mitt dót. Og ef ég væri í alvörunni tígrisdýr þá....! Vil ég því biðja ykkur Kæru vinir um að segja Axel Jónssyni ekki frá þessu því að hana mun hnappa endanlegum sigri í vonlausri þrautargöngu minni um gæludýr á mínum yngri árum. Ef hún fer ekki að míga í rúmið hennar Thelmu eða á hennar dót þá bara svona til tilbreytingar verður það annað hvort ég eða kötturinn sem fer....
í sálfræðilegum spekingum er þetta bara afbrigðisemi en út í hvað veit ég ekki? Getur einhver sagt mér hvað getur orsakað þessa hegðun? Ekki taka þessu samt þannig að þið verðið að míga í fötin mín til að tjá ykkur en það hefur komið í ljós að kötturinn gat þá aldrei talað eftir allt saman.... jæja hætti þessari vitleysu núna.

En þrátt fyrir allt á ég sko bestu vini í heimi takk fyrir sætar sumarkveðjur í dag, kossar og knús Eva Tígristýr

miðvikudagur, apríl 21, 2004

.........Eru í alvörunni til Skírlífsbelti?

Það var ekki glaðleg manneskja sem labbaði út að heilsugæslu Akureyrarbæjar í dag. Eftir samt sem áður bros, almennilegheit, frían tíma og hann Edward í Barmahlíðinni sem er bara algjört yndi þá er aldrei að vita nema ég sé á leiðinni í þriðja skiptið til þessa ágæta starfsfólk. Mér bárust nefninlega upplýsingar sem mér hafa aldrei verið tjáðar og mun sko ekki brenna mig á aftur, ekkert bað í 3 daga. Segi ykkur frá því seinna. Ég bið Önnu Þóru um að geyma þann brandara þangað til seinna. Og fyrir ykkur Jónu, Ellu, Guðrúnu, Kristín Eddu, Önnu Þ og co þá var mér tjáð að ég væri sko alveg komin í æfingu, eitthvað sem maður dreymir um að vera góður í, ha?

Ég sleppti ræktini í gær og fór frekar að fá mér ferskt loft upp í Kjarnaskógi. Gangan varð nú því að róla sér í Ástarrjóðrinu með Önnu Huld og Hrafnhildi en er það ekki súrefnið sem gildir? Auk þess brennir maður meira úti en inni. Svo var það ég (ég er orðin mjög góð) sem eldaði á meðan aðrir löggðu sig og videospóla tekin eftir Paradise hotel sem lítur allt út fyrir að sé að fara fjandans til. Við Hrafnhildur tókum að okkur að velja spólu, Calander girls sem var bara nokkuð góð, loksins góð spóla. Það þurfti nú bara viku til. Thelma vildi að við keyptum nammi fyrir eitt kíló að klinki. Meinaða, borguðu sumir ekki þúsund KRÓNUR einu sinni fyrir pizzu hjá sætasta sendlinum í bænum þegar þær voru 12 ára? (moi et Mæsa) Ég er nú alltaf að halda svo mikið aftur að okkur að ég keypti súkkulaðistykki á mann og salta bjorne ópalpakka. Það var sko ekki gleði á Furulundinum þegar ég kom til baka og fengum við, aðallega ég þó að heyra hvort að við værum í alvörunni ekki að grínast og þar að auki að hafa keypt prins póló sem súkkulaði? Sælgætið þótti heldur betur í lakari kantinum. Það lá bara gjörsamlega við tárum þannig að ég hélt aftur út í leigu og keypti Lindubuff, Curlywerly, stjörnurúllu og piparsleikjó handa Thelmu og sagði að ef þetta myndi ekki verða nógu gott þá færi hún sjálf út í sjoppu...... en við keyptum náttúrulega bara 1 líter af kók!

Ég er svo ekki í fíling fyrir djammið í kvöld en ég ætla samt að fara og borða með stelpunum. Það er meira að segja búið að bjóða frían bjór, ekki það að það hafi nokkurn tíman heillað mig.
Thelma hélt bara að ég væri orðin veik í morgun þegar ég sagðist ekki vera búin að ákveða í hvaða buxum ég ætlaði, ekki alveg ég! Svo er ég með risa marblett í öllum litum regnbogans á hendinni og verða að fara í einhverju ermalöngu og so on og so on. Bara væl og skæl. En ég vona að brúnin lyftist nú eitthvað á mér í kvöld eftir að við skemmtilega fólkið höfum hlaðið okkur eins og Skagamönnum er lagið.

Ég var í hringingum í sambandi við vinnu fyrir kl 09:00 í morgun og er það hér með staðfest að herramennirnir og frúrnar á Höfði.is munu fá að njóta félagsskapar míns næst komandi sumar. Nokkrar meyjar í fallega vinahópnum munu vera þar allavega ég, Aldís og Katrín og það verður skooo fjör hjá okkur. Það gæti þó verið að ég taki nokkrar vaktir á SHA en það mun tíminn leiða í ljós. Eina sem ég hef áhyggjur af er júní en ég ætla að vona að það verði mikið um sumarflensuna þar og nóg af aukavöktum. Enda er ég tilbúin að vinna svo mikið og safna pening fyrir America, þarf bara eina fríhelgi í Júní til að fara á djammið með Önnu Huld og náttúrulega Báru beib, eina í Júlí fyrir ættarmót í Skagafyrði með fullt af fólki sem ég þekki bara ekki neitt og eina í ágúst fyrir danska daga í Stykkishólmi. En eins og þetta lítur út í dag get ég eytt seinni hluta maí með ykkur hinum. Vil ég beina þessum orðum sérstaklega til Ellu Dóru:) Ég hef nefninlega fengið hrós fyrir það að vera orðin einstaklega skipulöggð... Allways time for everything.

Ég vil endilega fá að vita hvað einhver fékk fyrir ónefnda ritgerð hmmm Jonny five?

En með von um að allir eigi gleðilegan sumardaginn fyrsta og kaupi sér ís. Hef sterkan grun um road trip á morgun þá sjaldan maður lyftir sér upp. Right...

Eva erkibiskup sem mun alltaf elska Jónu sína, elstu og bestu vink mína

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Býð mig á uppboði hæstbjóðanda fyrir skuldir

Ég hef fundið leið til að þéna án sumarlauna fyrir yfirdráttaheimildini! Senn líður að uppboði hjá Lögreglunni og ég ætla bara að bjóða mig upp after hours (ekki til neins ósiðsamlegst heldur bara til skemmtunar líkt og gæludýr). Ég er bara að týna hinu og þessu líkt og kortaveskinu mínu og lághæluðu stígvélinum mínum já eða húslyklunum... Ekki vandræðum með að týna sjálfri mér. Ég auglýsi það bara þegar nær dregur og skora á ykkur til að koma og bjóða í mig.

Vitið hvað? að ég ásamt tveim öðrum vorum að leika spæjara í gær eins og stelpum einum er lagið og við vitum allar hvers vegna og hvað er gert þá. Við fundum kannski ekki beint það sem við vildum og ég held að sumir hafa eitthvað óhreint í pokahorninu..... sjáum til hvort þetta gefur einhverjum hint. Þetta er svo lítill heimur að það gengur fram af mér einhvern daginn. Haldiðið ekki að Anna Huld þekki mann sem á barn með systur mans sem ég þekki. Vil ég vita þetta?

Ég veit ekki hvað er að mér þessa dagana og ég geri allt sem ég get nema læra... hvað er það bara? Til að drepa tímann labbaði ég meira að segja í skólann. Eitthvað sem ég hef ekki gert síðan fyrir áramót. Núna sit ég við tölvuna og er ekki að gera neitt að viti nema lesa rit Marenar sem hefur nú heldur betur dottið ofan í áfengisflöskuna. Plús að ég er eina manneskjan á síðunni sem er í þotuliðinu sem sýnir bara að ég er sú eina sem tilheyrir því, aha! Svo nenni ég ekki að vera í ræktinni nema í smá stund og fer þangað með þá einu hugsun að ég ætli mér að verða mjó og sæt. Svo sver ég fyrir það að ég er með ofnæmi fyrir svitalykt! Það er bara aldrei að vita nema maður noti sundlaugina í sumar til annars en að verða brúnn, Glææætan!
Ó NEI nú er það bara sparnaður sem gildir og þegar ég fæ útborgað þá fer ég beinustu leið í bankann og skipti í dollara. Um að gera meðan hann er svona hagstæður. Pabbi neitar sennilega að borga þennan vísareikning í haust enda hef ég gefið það upp að ég ætli að eyða 100.000 krónum í föt og aðarar NAUÐSYNJAR. Fyrir þá sem vilja leggja inn á reikningin minn til annars en þess sem ég á að kaupa fyrir það þá er það vel þegið. Reikningur 6969.

Fyrir ykkur sem ekki vita er msn hér í skólanum eitthvað í messi og þess vegna er ég aldrei inni á því lengur en fyrir ykkur hin sem vilja tala við mig þá er ég ennþá með símann minn og 847 númerið fyrir þá sem eru ennþá með 3 saveuð inn í sínum símum t.d. Ella Málmfríður. Kannski gott að halda þeim ef ske kynni að stokerar byrji. Hef heyrt að það sé eitthvað að ganga. En það má alltaf hringja. Eini gallinn sem er við þetta blogg er að allir vita allt og engin hringir lengur nema náttúrulega ástin mín hann pabbi vegna þess að hann er ekki orðinn eins tölvuvæddur og við hin og svo fólk sem vill vita smáatriðin eða bara segja mér að það elski mig:)

En það er góður dagur fram undan sem byrjar endurskoðun kl 10:10. Yes! Og vil ég biðja þá sem hlógu þegar ég fékk þetta merkilega bréf um að bíða bara, sá hlær best sem síðast hlær. Ég er greinilega bara svona popular hjá þessum doctorum. Villi hefur greinilega ekki vitað að ég búi á Akureyri víst hann er svona ólmur í að hitta mig aftur en hey allir geta gert mistök. En hér eru það 4 læknar og ég bið að ég fái karl, 50% líkur. En svo er það bara glaumur og gleði sem býður. Við Skagastelpurnar hérna, ég, Thelma, Berglind, Eyrún, Arna og Ólöf Lilja ætlum að hressa Akureyringa við í tilefni sumardagsins fyrsta og elda góðan mat saman á morgun og drífa okkur svo út að tjútta. Hlakka bara mjög mikið til:) og þið sem ætlið að commentera þá er ég að bæta upp fyrir langan tíma frá enduðum febrúar...

Jæja þá er það ein megrunarpilla og hálfur lítri af vatni en ég ætla svo að tilla mér í lesstofuna og lesa um ofnæmi eða allavega þykjast.

Miss princess me, Eva Björk Brekkmann

Breyting síðan í gær og vil ekki heyra orð um það..... Kíkið inn seinnipartinn

mánudagur, apríl 19, 2004

Óska eftir inngöngu í mömmuklúbbinn

Ég heyrði annsi góða speki á laugardaginn sem ég vil deila. Þegar stelpur eru að tala um kíló þá hafa þær alltaf mínusað með 3 en ef strákar eru að tala um stelpur sem þeir hafa sofið hjá má plúsa við 3. Hugsiði um þetta...

Föstudagurinn fór nú í að passa hangikjöt (ekki seinna vænna, sjá neðar) sem var að sjóða fyrir Önnu og Hrafnhildi. En Anna fór að gefa blóð til að þurfa minna áfengismagn á laugardagskvöldið en við erum að tala um að þær stöllur eru sko að SPARA. Eftir dúllerí í ræktini eða um kl 18:00 fórum við Thelma að hafa okkur til í rólegheitunum með gamla partýtónlist á fóninum eins og slagarana "All I wanna do" og "Cocojombó" sem minnir ískyggilega á Kristín Eddu og frumsamda dansinn.
Þrátt fyrir langan tíma til undirbúnings mættum við hálftíma of seint á Fiðlarann eða um
kl 20:30 og síðastar í þokkabót sem er nú bara venjulegt allavega þegar um er að ræða fallega árganginn "81.
Ég fékk mér salat í forrétt ásamt hvítvíni, rauðvín eftir það og kjúklingabringu og osta og bjór í eftirrétt. Næst þá fer ég beint í saltfiskinn en hann var sjúkur eins og kokkurinn sjálfur. Kristín fékk sér nefninlega það og auðvitað fékk maður að renna einum bita niður.
Um kl 23:30 fórum við yfir í koníaksstofu og fengum okkur aðeins meira alkahól. Cosmopolitan var drykkurinn en hann er bara mjög góður fyrir þá sem ekki hafa reynt þennan unaðskokteil.
Þar var mister big shot kokkur sem er svo myndarlegur að það hálfa væri nóg en hann fékk það merkilega verkefni að vakta kápuna mína síðar um kvöldið. Eftir þennan velheppnaða kvöldverð var ferðini heitið á kaffi Akureyri (hvað annað) Svona til að byrja með leit út fyrir slakt kvöld en það glaðnaði nú heldur betur yfir liðinu eftir svinger á dansgólfinu. Eftir smá eyðslu á barnum var gellan heldur betur komin í gírinn og naut vinsælda hjá karlpeningi frá öllum landshlutum eða ekki heimsálfum. "Eins og hálfstíma mátunin" fyrir dressið var greinilega að gera sig. Karlmenn frá Rússlandi, Reykjavík, Akureyri og vidare voru alveg tilbúnir í frekari samræður en ég snobbrófu prikið gaf þeim bara svipinn. Ég held að sumir séu bara heyrnalausir og blindir því að öskur voru ekki nóg til að slíta þá frá sér því að það var nú aldeilis haldið áfram að reyna að krækja í mann eða smassa á bossann þegar maður var á leiðinni á snyrtinguna. Thelma var ekki ánægð með attitudið mitt og fór að afsaka mig sem ég var alveg brjáluð yfir og taldi hinn mesti óþarfi. Enda hvaða von er í gæja frá Rússlandi??? Ruske karamba bara mættur á svæðið... SA eða skautafélag Akureyrar vann Íslandsmeistaratitilinn enda ekki erfitt þar sem það eru aðeins þrjú lið í deildinni. Ég veit ekki hvað var að mönnum þetta umrædda kvöld enda var ég elt um dansgólfið af fyrirliðanum sem hélt á bikarnum sem var ekki að skilja að ég vildi ekki takann.
En þegar kvöldið var að líða til enda var það einn sem við skulum kalla X sem fékk mig í frekari samræður eftir að ég hafði sagt X í sannleikann um Akureyrameyjar og ég benti honum á að ég væri ekki frá Akureyri. Upp úr umræðunum komst X að því að ég ætti eiginhandaráritun frá sjálfum Beckham og ég að því að X á 8 mánaða son og vil ég hér með óska eftir inngöngu í mömmuklúbbin ef svona lagað yrði einhverntíman framtíðin? Það er nú það minnsta sem ég get fengið. En kröfurnar hafa minnkað og sem lifandi sönnun þess vil ég benda á ónefndan mann sem fékk eitt sinn að fljúga út úr íbúðini minni...
Eftir sight seen túr um hótelíbúðir, umræður um daginn og veginn þá vann ég veðmál upp á 1000 krónur. Eftir kvöldið var ég sem sagt 1000 krónum ríkari í orði en 2000 fátækari á borði. Hann endaði síðan uppi með símanúmerið hennar Eibjargar sem hann hélt statt og stöðugt fram að ég hefði gefið upp.
Dagurinn eftir var bara leti, eftir góða sturtu, smá nammi, video sem ég var engan veginn að höndla enda hefur undanfarin vika verið vika lélegra videospóla. Við fórum til önnu og bökuðum Pizzu og gerðum okkur svo ready fyrir næsta djamm. Það var alveg ágætt en allt of mikið af fólki á kaffi Ak. Þar birtist svo maðurinn mínus brúðarskór og ef að vatnsbrúsagellan er ekki bara systir hans verð ég brjáluð. En kvöldið endaði í rólegheitum og enginn gylliboð líkt og kvöldið áður. Það sannar bara að bert hold skiptir öllu máli. Dagurinn í gær var svipaður og dagurinn á undan en ég get afrekað göngutúr og sannleikanum eða kontor við eldhúsborðið þar sem að svörin voru beint sjokkerandi fyrir suma, auk mjög djúpar samræðna okkar stelpnanna!

En sem uppáhalds lagið mitt þá vil ég nota þennan texta og benda tilvonandi vonbiðli mínum á:
So girl what do you want to se
wanna see me get down on my knees.
So babe wanna see me beging baby please
wanna see me crying over you
I wish I knew you world.......

Ég er alltaf að verða ríkari, ég var að eignast lítinn frænda í gærmorgun, 18 merkur og 53 sentímetrar og vil ég óska Guðbjörgu frænku minni og Sigga til hamingju með prinsinn. Greinilega ár stæðilegra barna.

Sem sagt með aðgöngumiða í klúbbinn og Guðrúnu systir kannski ekki nett sátta þá enda ég pistil helgarinnar með orðunum everything you want to hear and the things you never get.

En Eva babe kveður

föstudagur, apríl 16, 2004

Kvölverður á fiðlaranum með tilnefningu til Nóbels.

Ég er veik. Ég er haldin mjög sjaldgæfu afbrigði af sjúkdóm sem ég hef sjálf uppgötvað. Fyrir uppgötvunina gæti ég komist í hóp þeirra sem hlotið hafa Nóbelsverðlaunin og hafa ritað nafn sitt á síður mannkynssögunnar. Þessi sjúkdómur herjar aðalega á konur, hann kallast brjóstahaldaramátunarkaupsýki "brasfitbuy disorder" og er því miður á hæsta stigi. Ef ég fer inn í búð sem inniheldur slíkar vörur þá er ég mætt með eins og 6 stykki í einu inn í mátunarklefan og við erum að tala um þráhyggju sem endurtekur sig eins og tvisvar þrisvar sinnum í hvert skipti. Á eins og um 3 vikum hef ég mátað meira en á ævi minni samtals á undan því. Ég býst við að ég verði að hætta á Herbalifa því að ég fæ aukin kraft með þeim til að hafa orku í þetta allt saman. Mamma! Ég er tilbúin fyrir smá Valíum núna eða ef það er eitthvað til sem kallast Easylife.

Ég byrjaði í ræktini í fyrradag, Húrra!
Eftir frákvörf frá trillitækjum og tveim myndarlegum mönnum var ég mætt í ræktina; brún, sæt og að sjálfsögðu í fötum í stíl. Þar var nú bara annar af þessum mönnum (let´s face Akureyri í hnotskurn) og hann fór bara strax (greinilega ekki tekið eftir því að ég var komin). Við það missti ég allan þrótt og var ekki nema í 22 min á tækjunum enda kannski eins gott að byrja hægt. Ég fór aftur í gær og þá sleppti ég magaæfingum því að svitalykt frá Skrattanum sjálfum herjaði á það svæði. Mér finnst sko svitalykt versta lykt í heimi. Ekkert slór og engin bjór og ég er á leiðini aftur á eftir enda erum við að tala um hliðarspik dauðans og appara til fæðu fyrir hálfa Bíafra. Jafnvel að Thelma skelli sér á mánaðarkort í mu mu mu mu dressinu. Svo hafði maður nú samband við Dr. Gumma og ég má byrja að lyfta um mánaðarmótin og þá verður það harkan sex sem gildir.

Síðustu dagar hafa nú bara verið í rólegheitum. Búin að kíkja í skólan og svona. Fór í fýlu í fyrradag því ég fann mér engan nógu flottan haldara í Hagkaup eða Isabellu og hélt yfir í 66 gráður norður og keypti mér húfu OG eyrnaband. Svona af því að mér vantaði það eða hitt þó heldur. Við erum ekkert að grínast um að sjúkdómurinn er á háu stigi. Ég vil beina þeim orðum til eigenda þessara verslana að hafa eitthvað almennilegt á næstuni.
En eins og Bára segir þá var þetta var neyðartilfelli.

Eins og er stefnir í ágætishelgi. Maður er nú bara grand á því og er að fara að borða á Fiðlaranum á þakinu í kvöld í boði Félags hér í bæ. Aldrei að vita nema hann, Tóbías sjálfur rekist inn þegar hvorki meira né minna en vinur stjarnanna er á snæðingi. Hann tæki jafnvel "If I were a rich man" sem er nákvæmlega það sem mig vantar til að standa undir kostnaði sjúkdóms míns. Sem betur fer minntust stelpurnar á þennan kvöldverð í gær því að ég var ekki búin að ákveða í hverju ég ætlaði að fara sem er nú mjög ólíkt mér. Ég held reyndar að þær hafi verið orðnar annsi þreyttar eftir einnar og hálfrar klst sýningu og hafi beðið fyrir að ég væri nú ekki með meira að fötum hérna fyrir norðan. Enda sofnaði Anna yfir Bachelor. Niðurstaðan var sú að ég fer í svörtum Vanencia nærbol og svörtum topp úr Toppshop yfir og Pepper.corn beisuðu pilsi við, sandölum og klippum sokkabuxum svo að leggirnir sjáist með silfurskart og hárið upp. Af fötunum tók svo við hár- og skartgripasýning, brúnkukremsmeðferð og hárrakstur enda Gústi mási ekki hér til að vaxa á mér lappirnar. Eftir ræktina á eftir á svo að skrúbba af appelsínuhúðina og gera magos til að vera ekki bumbirumbi í kvöl. Það er alveg ótrúlegt hvað hugurinn getur gert.....
Á morgun er það svo bara leti kannski, KANNSKI kíkt í bók en Anna Huld ætlar að koma með mér á kaffi Akureyri annað kveld, jafnvel að stúta hvítvínsflöskuni sem ég fékk í afmælisgjöf og nokkra létt bjóra. Það fara að vera síðustu forvöð til að kíkja á úrvalið í bili. Svo á að læra á sunnudaginn og borða Crown Chicken.

En þá er að fara að undirbúa að vonum Stórmerkilegt kvöld enda er Klikkaðslega myndarlegur kokkur að vinna þarna og aldrei að vita nema maður fáin hann fram til að hrósa honum fyrir Villibráðina villiköttinn hann arna.

Þangað til á mánudag, the magic ball segir að magnaðar sögur eigi eftir að ritast.

Eva Nóbelsverðlaunahafi með brasfitbuy disorder
. (eitthvað sem maður sér ekki daglega)

þriðjudagur, apríl 13, 2004

Matur, "vin"na og allt fræga fólkið

Í dag er þriðjudagur eins og flestir vita og þá sérstaklega ég því fyrir mér þýðir það að páskavinnuhelgin mikla er búin. Peningarnir streyma inn á bankabókina mína 1. maí og út aftur við hið sama.

Þema dagsins er...........

það hefur svo sem ekkert merkilegt drifið á daga mína undan farið fyrir utan vinnu, matseld, fræga fólkið vini mína og hringingar í pabba án þess að skella á og láta hann hringja til baka.

En við Hrafnhildur renndum okkur norður á s.l. miðvikudag og það var bara svo mikið sem við þurftum að ná upp fyrir tapaðan tíma (í rúma viku) að það var ekki kveikt á útvarpinu fyrr en í lok ferðar. Hugsið ykkur hvernig hefði verið að vera með karlmann í bílnum í öllu þessu masi. Honum hefði sko leeeeiiiðððsss, nema hann hefði náttúrulega verið með batterís leikjatölvu eða annað slíkt fyrir hans þroska. Ég töfraði fram léttan kvöldverð og svo var brunað að taka bensín á lansan sem mótmælti harðlega (sennilega vegna þess að hann hafði verið frekar einmanna hérna á Akureyri) og fór heldur betur að öskra og garga fyrir utan FSA þegar við fórum að sækja Önnu Skvís. Pústið er sem sagt farið eða eitthvað. Anna var hvergi sjáanleg og vegna þess að við vorum nú ekki úti á beint mjög kristilegum tíma fór ég heim frekar reið úr í lansan.
Á fimmtudag var það svo bara vinna en það var ekkert að gera og skíðafólk sem var um langveg komið var heldur betur sótvont. Dagurinn leið löturhægt. Þegar heim var komið var bara eldað kjötrétt í ofni hjá stelpunum og tekið rúnt í Brynjuís og beðið eftir Piparsveininum sem bauð nú upp á heldur betur óvenjulegan endir sem kom sko öllum á óvart.
Föstudagurinn var ekki skömminni skárri í fjallinu og stálpaðir karlmenn voru sko ekkert nett pirraðir heldur bara eins og 14 á túr...... Og varð maður sko heldur betur að passa sig á Þessum með valdið í fjallinu. En 90 % álag og það er jú fyrir öllu. í kvöldmatinn var svo Lundúnarlamb og súkkulagðibúðingur með ís vegna þess að klst rúntur um bæin skilaði ekki rjóma. En meðan við vorum að bruna um þvert og endilegan bæinn var maturinn að eldast og Anna heima að slefa.... sofandi. Á endanum vildi Hrafnhildur "ríka" kaupa 1/2 líter af ís á 460 krónur í Gellunesti því að hún vildi ekki hafa þetta algera sóunarferð. Ég er frekar að gráta peningana hennar en mér fanst rúnturinn fínn. Við horfðum svo Nýjustu Vini. Anna Huld sýndi mér svo nýju fötin sín. Rauða derhúfu og rauðan bol. En það er verið að reyna að gera hana að Þórsara. En ég barði það nú svo vel inn í hana að hún væri KA megin við ána á því tímabili þegar hún ætlaði bara að velja sér lið...... svo heldur maður ekkert með lélegu liðunum. Bara meisturum í sitt hvoru sportinu. Kosturinn við að búa á tveim stöðum. Svo var bílinn náttúrulega alveg að fara á kostum í fílunni og neitaði að fara í gang. Talandi um að vera sár.
Ég var í fríi á laugardaginn og var því send í bæjarferð að kaupa það sem vantaði. Ríkið fyrir stelpurnar að kaupa Thule í flösku sem var svo tuggið ofan í mig vegna þess að ég var svo hneiksluð að kaupa Thule og hvað þá í flösku. Svo var náttúrulega farið í Bónus og keypt fínerí með páskamatnum og Þar sá ég hann "Jóhannes í Bónus" sem var svo glaður að sjá mig að hann brosti nú bara til mín og allt. Konan hans var fyrir framan mig í ævilangri röð á kassanum og hún var bara mest bleik; í bleikri dúnúlpu, með bleikan tréfil og bleikt veski. Hvernig skildi hún bara hafa verið klædd á páskadag??? Vegna þess að ekki fannst rétt páskaegg í Bónus fyrir Önnu var farið í Nettó og þar fann ég páskaeggið og Svala á FM sem er náttúrulega ekkert nema sætur. Þaðan var brunað í Hagarann og þar var Bjössi vaxtarræktarkappi og að sjálfsögðu keypt einn haldara og Oriblu hnésokka. Um kvöldið hafði ég svo bara ódýrt kjötfass sem var nú bara mjög gott vegna þess að allt sem ég elda er gott. Við stelpurnar horfðum svo saman á Stellu í framboði sem vakti sko kátínu. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum.
Besti dagurinn í fjallinu var á Páskadag enda hafði snjóað svolítið um nóttina. Ég læstist reyndar úti þegar ég kom heim og þurfti að gjöra svo vel að rölta niður í laug enda var veðrið eins og það er örugglega í paradís og leita að stelpunum. En þar fann ég þær eigi en fann bara Herra Ísland. Ég dúsaði því þar í klst og maturinn var þess vegna ekki til fyrr en um kl 20. Við ákváðum að varðveita barnið inn í okkur og földum páskaeggin og eins og alltaf fann ég mitt á mettíma, langfyrst, en Hrafnhildur og Anna hafa nú bara slegið met í að vera lengi. Eftir þetta voru teknar eins og 30 uppstiltar páskamyndir af okkur stöllunum og svo opnuðum við eggin. Ég fór nú bara í smá fýlu því að ég fékk ömurlegan málshátt og ætla ekki að hafann einu sinni eftir. Málshátturinn sem ég fékk í litla egginu upp í fjalli var "Saga er aðeins hálf sögð ef einn maður segir" en þessi speki er úr grettissögu. Það var háttað snemma og glápt á imbakassan.
Fjallið var sko slakt í gær plús að ég var látin húka ein með sælgætinu á Hótelinu en það sem varð þessu öllu af happi var að fjallinu var lokað kl 13 vegna veðurs. Með daginn allan fram undan var ákveðið að fara í road trip um Eyjafjörð. Það má með sanni segja að allur Eyjafjörður hafi verið skoðaður enda var ég alveg að klepra eftir að búið var að fara alla útúrdúra beygjur á leiðinni til að skoða grjót sem átti víst að vera eitthvað spes. Ég og sex 1/2 lítra kók og ferðageislaspilarinn vorum bara hinir mestu mátar í aftursætinu ásamt ógleði. Guð hvað ég var glöð að komast heim. Við ákváðum að enda páskahátíðina með stæl. Brauð með bökuðum baunum og svo heit eplakaka með ís í eftirrétt. Bjössi úr fjallinu gerði svo við bílinn minn eða allavega í bili og það eftir nokkrar hringingar í pabba (ég borga) til að spurja um hitt og þetta; vélina, árgerð, kertin, pústið, bensíndælu og eitthvað svona karlamál.
Við Hrafnhildur slökuðum svo bara á yfir Krossgötum sem ég tók sko upp því mér finnst hún sæt sama hvað Hrefna segir.

En ég vil þakka ástkærri systir minni fyrir stadífin og hringi við tækifæri en pabbi tók mánaðarkvóta á einu bretti um páskan.

Ég vil enda á þvi að óska Sigga og Möggu til hamingju með hann Inga Þór og ég bíð bara eftir að heyra fréttir þegar sá nýjasti í fjölskylduni lætur sjá sig.

Seinna, Eva ......... íslenska

Ps. Thule bjórinn átti svo allan tíman að vera Tuborg. Ég meina auglýsingin er góða en maður kaupir bara ekki Thule og hvað þá í flösku.

laugardagur, apríl 10, 2004

Gleðilega Páska ungarnir mínir

Vegna vinnuanna með hátíðarálagi x 2 mun næsta blogg verða sett fram á þriðjudag. Ég er að fara að þrífa núna og fara í bónus að kaupa í páskamatinn og páskaegg fyrir önnu og svo þrífa heima, ó já ÞRÍFA yessss.....
Á páskamatseðlinum er pottréttur a la pabbi og mamma sem liggur í legi yfir nótt með rjóma og svoleiðis. Borin fram með hvítlauksbrauði, grjónum og hrásalati. Skolað niður með malt og appelsín. Í eftirrétt er svo heit eplakaka a la Sigga með ís.

En þangað til næst

hér ja, Eva meistarkokkur

mánudagur, apríl 05, 2004

Atburðir liðinna daga

Ég vil biðja þá sem kíkja daglega afsökunar en af sökum röskunar á dagskráum undanfarið hefur ekkert blogg verið óhjákvæmilegt. Þetta hefur verið eitthvað sem ég hef ekki haft stjórn á.

En ég var í Sandgerði þangað til á föstudaginn. Því miður fyrir sterka aðdáendur Lionsie fékk ég ekki að berja idolið augum og fékk þar af leiðandi ekki eiginhandó. í Sandgerði chillaði ég nú bara á milli þess að fara út í búð að kaupa 1 líter af mjólk en ég hef nú lært af þeim mistökum og næst kaupi ég bara 4 fernur í einu. Gúa litaði á mér augnhárin og snyrti aðeins augnbrýrnar. Svo verslaði ég upp úr Hannes og Márusi eða svona bara í huganum og tók Herbalife í þeirri ósk um að geta keypt númeri minni föt. Ég fór svo í "Þú og ég" og keypti of stóran brjóstahalda en það var bara vegna þess að ég var búin að eyða svo löngum tíma í að leyta að br.h að ég var komin með 10 inni í klefan til að máta. Þá fékk ég hringingum um að sækja börnin frá mági mínum sem er soldið auðveldlega pirraður stundum þannig að ég vildi stökkva af stað en ég vildi samt ekki fara tómhent út. Þannig að 1990 krónur runnu í sandinn. Heimsóknin var bara hin mesta (utan skúringar, þvott og uppvask) afslöppun þannig að mamma getur farið að slakað því hún heldur þvi statt og stöðugt fram að ég þurfi bara stundum að fá róandi vegna þess að ég geti ekki slappað af. Ekki gekk ferðin heim sluðrulaust fyrir sig enda á biluðum Skoda Fabia, nýjum sko. En ef pabbi minn getur einhvern tíman bjargað heiminum þá verða bannaðir innfluttningar á Skoda og Lödu þannig að Anna Þóra og Jóna Kolbrún verða bara að skella sér erlendis til bílafjárfestingar. En sem fastastar vorum við á Kjalarnesinu þar til pabbi kom að sækja okkur en ef þig vissuðu það ekki þá má ekki geyma bíla á Kjalarnesinu því það eru glæpamennirnir...... Allavega samkvæmt Guðrúnu. Heim ég og þau hin komumst heil á endanum og fékk mér kaffi og camenbert.
Um kvöldið leigðum við Jóna og Ella Dóra bringin dón þe hás sem var bara besta afþreyingi. Mamma hefur sennilega laumað smá valíum í kaffið mitt enda var ég að leka niður úr þreytu um kl 23.
Rise and shine á laugardagsmorgunin voru það svo kleinur hjá ömmu í Krókó og var labbað báðar leiðir, sturta var næst á dagskrá og svo klipping hjá Kötlu. Pabbi fékk tíma þrátt fyrir að eiga ekki pantað og við fórum til RVK með strákana, í Kolaportið og Hagkaup. Pabbi var nú reyndar að verða vitlaus á mér því að ég hékk í nærfötunum en það er komin bás í koló með bara fínum undirfötum. Sem minnir mig á að ég held að hann Jóhannes og sonur hans séu eitthvað á móti mér vegna þess að mér tekst bara ekki að finna mér svartar buxur og var þetta 4 eða 5 ferðin mín í Hagarann. í fýlu fór ég þá bara í undirfatadeildina en pabbi var fljótur að íta á sparnaðarbremsuna og fór bara með mig í nammiland til að ég passi bara bráðum í brjóstahaldarana sem var of stór á mig. Við fjölskyldan löbbuðum sæl og glöð út úr Hagó með bland í poka fyrir 1300 kr með 50% afsl.
Um kvöldið var ég svo að hagræða í fataskápnum mínum en það lítur allt út fyrir að ég muni búa í ferðatösku í sumar enda var það ekki mikið af fötum sem fengu að fjúka. Svo opnaði ég skápinn minn inn á baði og út úr honum flæddu ólíklegustu föt en ekki Donna Karan bolurinn sem ég var að leyta að. En eftir miklar vangaveltur um föt kvöldsins og brjóstahalda sem pössuðu við fötin bað ég pabba að selja mér tvo bjóra fyrir klink sem ég var að vona að hann myndi ekki telja en hann gerði það og fann út að þetta voru 60 krónur. Þögn er sama og samþykki og út með bjórinn. Á endanum bað ég mömmu um að pússa tvö hálsmen en henni var nóg boðið. Hún sagði að ég væri búin að vera fyrir framan spegilinn í 3 klst. Ég svaraði bara í sömu mynt að það væri erfitt að vera speglasjúklingur með fullkomnunaráráttu. Ekkert bólaðu nú á Jónu Kolbrúnu partýhaldara og alveg sama hver reyndi að hringja í hana þá var hún ekki til viðtals. Við Ella gerðumst því húsráðendur og buðum til teitis. Enda var ég líka center of attention þar sem ég greip fram í fyrir þeim einu sem voru að tala og sagðist þurfa að tala við fólk á eftir um leyndarmál. Jóna kom nú á endanum eftir 3 klst beauty blund. Eftir gúlpara af carabian twist, ódýrum gefins bjór og dulies skotum var haldið af stað á mörkina. Ég fór með Eygló í bíl og var ekki alveg ready til að fara strax inn svo að ég þóttist bara losa beltið en lét Eygló svo bruna af stað á meðan stelpurnar horfðu sárar á eftir bílnum með mig innanborðs. Eftir eins og tvo rúnta ákvað ég að halda inn á mörkina og stökk á mann og annan ásamt að vera með eggjandi veggja dans til að stytta þeim stundir sem voru að bíða eftir salerni og dansaði eins og ég ætti dansgólfið. Kvöldið endaði svo náttúrulega með smá tárum á trúnó sem ég hefði annars aldrei vælt yfir... Og með því var kvöldið fullkomnað. Með því að taka töskur annara með mér á ólíklegustu staðir pa lördag og haldið uppi skemmtun fyrir stelpurnar með sögum af mér síðan á laugardagsköldið þá fær helgin bara nokkrar stjörnum ásamt því að ég náði að eyða tíma með Ellu Dóru, Elísubet, Guðrún Dúfu, Eygló, Báru og Ara boy.

En þetta var IT

En pabbi er með lasarus svo ég verð að fara að lesa fyrir hann fréttablaðið

Nrs Eva hrókur alls fagnaðar

laugardagur, apríl 03, 2004

Hey hey...

Hef verið bíssý undanfarið en það er bara mörkin í kvöld fyrir alla sem vilja mig þannig að sjáumst þar og gef ykkur allt skúbbið á morgun eða hinn..... Keep in popular

Eva partýanimal