Síðasta mærin í dalnum

. . . . . . . . . . . . . Life as I know it . . . . . . . . . . . . .

þriðjudagur, apríl 28, 2009

Komin og farin

Vildi bara láta ykkur vita að ég er núna eftir 5 mín á leiðinni út á KEF airport þar sem ég mun taka þotu til Danmerkur og eyða 6 dögum með vinkonum mínum. AAAAHHHHHH hlakkar svo til.

Annars er allt gott að frétta af mér og okkur. Bumboz vex og dafnar og er meðgangan rúmlega hálfnuð;0). Eftir vikufríið mitt erlendis byrja ég á vöknun og verð þar út júlí en þá fer stelpan bara í sumarfrí.

En þá er ég farin.

Eva Icelandairisti

þriðjudagur, mars 31, 2009

Héðan og þaðan

Mars er að koma sterkur inn.

Um helgina dreymdi mig draum. Draum sem ég vona svo heitt og innilega að eigi ekki við neinar rætur að rekjast. Mig dreymdi þann stóra dag er ég mun ganga upp að altarinu. Hann hófst á því að ég stóð frammi í andyrinu á kirkjunni í fallega kjólnum, fallega máluð með hárið uppsett og blómvöndinn í höndunum. Það eina sem vantaði voru brúðarskórnir sem mamma og pabbi ætluðu að koma með. Klukkan sló 14:oo og ekkert bólaði á foreldrum mínum. Brúðarmarsinn byrjar að hljóma og ég veit að nú þarf ég bara að gjöra svo vel að töllta inn kirkjugólfið berfætt eða á hvítum sokkalistum (sem ég er nb aldrei í). Ég byrja að ganga inn hægum skrefum og hugsa um leið að ég hefði betur farið úr sokkunum. Þegar gestrinir blasa við þá sé ég að það vantar um helming gestanna. Organgistinn var heldur ekki sá besti og kunni brúðarmarsinn ekki alveg nema upp á svona 5 af 10 þannig að ég þurfti stundum að byrja upp á nýtt að ganga inn gólfið. Þegar ég er um það bil hálfnuð niður kirkjugólfið í tilraun 3 (miðað við ruglinginn hjá organistanum) þá mætir restinn af gestunum svona um 100 manns, m.a. foreldrar mínir. Gestirnir létu sér það fátt um finnast að mæta allt of seint og því að á miðju kirkjugólfinu stóð brúðurin og tróðust bara fram hjá henni og fundu sér sæti. Mamma og pabbi máttu heldur ekkert vera að því að tala við mig. Á tilraun 4 komst ég allt leið upp að altarinu. Þar tók á móti mér brúðguminn sem var bláókunnugur maður. Presturinn hafði ekki nokkra einustu trú á að þetta hjónaband ætti eftir að ganga upp og svaramaðurinn sem var besti vinur brúðgumans reyndi við mig eins og enginn væri morgundagurinn. Mig minnir meira að segja að brúðguminn og vinurinn hafi verið rammskakkir. Til að toppa þetta alveg þá var ég ólétt af tveimur börnum sem getinn voru á sitt hvorum tímanum. Annað var um 17 vikna fóstur en hitt 6 vikna. Ég vissi ekki hvernig þetta gat gerst eða hver hafði getið þessi börn með mér. Ég hallaðist helst að því að það væri svaramaðurinn mikli sem sá mig ekki í friði! Þarna stóð ég kolringluð, á sokkalistunum, með bláókunnugum manni sem ég var að fara að giftast, presti sem ég vissi ekki af hverju var að fara að gefa okkur saman og versta svaramanni ever. Ætlaði enginn að stoppa þetta???? Og þá vakanaði ég!

En að hinu raunverulega og betra lífi.
Húsfreyjan skellti sér í orloftsferð norður yfir heiðar að heimsækja Erlu Þóru og hinar skvísurnar. Við Sara skvísa lögðum upp í ferðina á Nissan Micra seinniparts föstudags og vorum komnar á leiðarenda svona um kl 23:00. Við Erla Þóra ákvaðum að sjálfsögðu að hita okkur upp fyrir laugardagskvöldið og kíktum á Amor á föstudagskvöldinu. Ég henti mér á barinn þar sem að maður einn gaf sig á tal við mig og vildi endilega fá að bjóða mér upp á einn drykk. Ég hélt nú ekki en afþakkaði pent. Þá bað hann um að fá að setjast hjá mér og vink minni. Ég afþakkaði það líka en fór af barnum með bros á vör, ánægð með mig en vissi náttúrulega upp á hár að besti maðurinn væri minn eigin! Erlu Þóru fannst þetta merkilegt bara, varla kominn inn á Akureyríska landsvísu.
Á laugardeginum var farið hinn venjulega búðarrúnt sem við stöllur tókum reyndar á met tíma. Ég fór svo og hitti Guðrúnu á Bláu Könnunni en Erla Þóra fór heim að undirbúa sig fyrir kvöldið. Ég slakaði svo bara á í Klettastígnum seinnipartinn og kíkti aðeins í fyrirpartý hjá 3 árinu með Huldu og Helenu áður en ég fór á árshátíðina. Árshátíðin var bara ágæt. Þar hitti ég m.a. Hildi Sólveigu og fleira skemmtilegt fólk. Skemmtiatriðin frá deildum hafa þó oft verið skemmtilegri en strákarnir í Ljótu Hálvitunum bættu þetta alveg upp. Þeir voru frábærir! Palli byrjaði svo að þeyta skífum um miðnætti. Ég og Gunnhildur skruppu þó aðeins frá í millitíðinni og kíktum í partý til Sísíar og hittum fleiri bekkjarsystur. Þegar ég mætti aftur í Sjallann var ýmislegt búið að gerast og ég fékk það allt beint í æð. Sumir voru búnir að fara snemma í SSS og þar með fullkomna kvöldið;0) og aðrir áttu alveg einn mann og tvö börn og ef ég skyldi ekki skilja það alveg þá rétti Erla Þóra upp 1 og 2 fingrum til að leggja áherslu á orð sín. Ég tjúttaði við tónlist Palla alveg út í eitt og skemmti mér brjálaðslega vel til klukkan að verða 04. Þá hoppaði ég yfir í Nætursöluna og tók mér mér samloku og kókómjólk, skreið svo undir sæng þegar heim var komið og talaði við hann Sigurð Óla minn í hálftíma og sagði honum allt frá atburðum kvöldsins.
Á sunnudeginum var fólk mishresst. Ég henti mér út í Bakaríið vð Brúna og hitti Hildi og Söru þar. Svo fór ég í kaffi til Heiðdísar og co. Fékk nýbakaða skúffuköku og svona. Ummmmmm. Við stefndum á heimferð á sunnudeginum en urðum veðurtepptar um einn dag sem var sko bara allt í fína lagi. Leigðum okkur ræmu um kvöldið sem var svona líka skemmtileg að ég sofnaði (ekki að myndir þurfi að vera eitthvað leiðinlegar til þess).
Á mánudeginum var farið út að borða á Greifanum og södd og sæl brunaðið ég með Söru sætu aftur til höfuðborgarinnar þar sem Sjonni beið mín spenntur sem aldrei fyrr eða svona næstum því. Við skelltum okkur í bíó á The curios case of Benjamin Button. Ágætis mynd og hefði sennilega verið ennþá betri ef það hefði ekki verið búið að lofa hana svona mikið og maður býst við því að kraftaverk sé framkvæmt á hvíta tjaldinu.

Við Drápuhlíðsgegnið héldum eins og eitt nett matarboð og pikkuðum upp þráðinni á málefnum líðandi stundar.

Við Sjonni fórum í leikhús á Sannleikann og fannst það ágætisskemmtun en svo sem ekkert meira en það.

Sophie alespektra átti afmæli um þar síðustu helgi þar sem við hylltum afmælisbarnið í brunch á Geysir bar & bistro. Eftir það renndi ég og ástmaður minn okkur upp á Akranes svona af því ég ætla náttúrulega alltaf að slaka svo vel á um helgar. . . hu hmmmmm. Þar fórum við í matarboð til Jóns og Rannveigar þar sem ég sofnaði í sófanum.
Urðum við svo ljónheppinn að verða boðið á landleikinn í handbolta á sunnudeginum, Ísland-Eistland. Hann var alveg mjög skemmtilegur og fann maður íslenska blóðið brenna í æðum sér. Á leiðnni til baka s.s. frá Hafnarfirði til Árbæjar þá stoppuðum við í Ikea og keyptum okkur nýja sjónvarpshillu. Alveg bráðnauðsynlegt svona í kreppunni.

Við erum líka búin að fara í tvö Idol partý til Hrafnhildar og Kristján og þar hef ég líka sofnað í sófanum bara svona eins og alltaf!

Um síðustu helgi sluppum við að nánast alveg við að elda því viðu voru í kjúklingasalati hjá H&K á föstudagskvöld, Svínahnakkasneiðum og eftirrétti hjá Guðrúnu & Gústa á laugardagskvöldið. Síðan renndum okkur austur í sveitina á sunnudeginum í lambahrygg með öllu tilheyrandi í hádegismatinn (svona eins og maður vaknaði alltaf við hérna í denn) og nýbakaðar pönnsur í kaffinu. Kíktum á bústaðinn í leiðinni og löggðum svona smá línur um það hvað við ætluðum að ditta að í sumar. Je dúdda hvað mig hlakka til að slaka á í sveittinni í sumar, bara yndislegt.

Það er nóg framundan, skírn, hjúkkusaumó, afmæli, árshátíð, páskar, útlönd og margt fleira.
Stefni á að hætta með upptalninga pistla. Aldrei að vita nema ég verði í stuði í næstu viku;0).

Eva svefnsófi

miðvikudagur, mars 04, 2009

Drifið á daga mína.

Og það er bara komin mars. Það virðist vera orðinn vani að hvert blogg hjá mér byrji á þá leið að það er langt liðið síðan síðast. Nú á tímum allavega!

Á síðast liðnum mánuði fór ég nokkrum sinnum í bíó. Fór á Australia, Slumdog millioner og He´s just not that into you. Rós í hnappagatið fyrir Australia og Slumdog en þær voru mjög góðar og He´s just . . . fínasta afþreying. Var ekki alveg viss hvað mér fannst í hléi en grét svo alveg 3 sinnum eftir hlé og fannst hún enda svo sætt að mér leið alveg súper vel (svona eins og ég vil hafa endir á mynd). Ég stefni svo á að skella mér á The curios case of Benjamin Button annað kvöld. Hún er víst sko alveg vasaklútamynd.

Ég kíkti líka nokkrum sinnum eitthvað út. Ég fór í matarboð til Hrannars ásamt hinu fríða norðlenska föruneyti (plús tveir auka). Klikkaði ekki frekar en fyrri daginn. Nánast allar kjöttegundir í boði og hver grillaði fyrir sig á steininum. Ég var nú því miður búin að næla mér í höfuðverk og smá hita fyrr um daginn þannig að ég fór heim í fyrra fallinu á meðan hinir tóku í Tælenska froska og könnuðu svo hvað væri "nýtt" að gerast á Mörkinni;0).

Skagaskvísur sem stunduðu nám á norðurlandi forðum daga hittust líka yfir rauðvíni hjá Örnu og tjöttuðu um gamla daga sem og nýja.

Fór á Þorrablót á Hellu. Mitt annað síðan ég tók andardrátt á þessari mennsku jörð. Mikið í það lagt. Dekkað upp fyrir 600 manns. Heimatilbúin skemmtiatriði sem ég gat nú alveg hlegið af. Rosalega góður matur (harðfiskur & hangikjöt nammi namm), höndlaði ekki að fara í hard core þorramatinn. Það gerist kannski einhverntímann. Þrátt fyrir að Ingó og veðurguðirnir kæmust ekki að spila var þessi fínasta hljómsveit frá Eyjum sem maður gat sko alveg tjúttað við. Tók ég einn hring eða tvo on the dancefloor. Svo gistum við í sveitasælunni og það var sko alveg unaðsleg. Fatta það hvað ég sakna minna sveita þegar ég er þarna. Kíktum smá rúnt um jörðina á sunnudeginum sem kæmi hverri ófrískri konu af stað. Litum einnig inn í bústaðinn hans Sjonna sem ég var NB að kaupa pallarefni í um daginn þannig að ég sagði við manninn minn að ég ætti nú orðið helminginn af bústaðnum. Hverjum hefði dottið í hug að ég myndi ná að eignast bústað á undan foreldrum mínum?;0). Ég hlakka samt voðalega til þegar hann verður kominn upp og börnin mín geta leikið sé í læknum og svona hí hí hí. Það á sko eftir að vera ljúft að fara í fyrirheitnalandið og slappa af.

Það var vinnupartý á barnaskurðdeild, ég stoppaði reyndar stutt þar sem mér bauðst ein aukavakt næturvakt (MAÐUR SEGIR SKO EKKI NEI VIÐ AUKAVAKT) á sængurkvenna. Ohh hvað var gaman að taka eina vakt og knúsa krílin. Það er sko ekkert eins og vinna þar.

Hélt sjálf nokkur matarboð enda passa ég upp á að borðstofan sé vel nýtt. Mér finnst fátt jafn skemmtilegt eins og að fá fólk í mat. Guðrún og Gústi, Hrafnhildur og Kristján, mamma og pabbi, Bára og Silja eru á meðal gesta. Á ennþá eftir að bjóða þó nokkrum. Svo koma nú alveg reglulega einhverjir í kaffi.

Stelpan varð líka 28 ára í síðustu viku þannig að þá ráku einhverjir inn nefið. Það var opið hús og var nánast stöðugt rennerí frá kl 11:00 til kl 23:00. Um 30 manns glöddu afmælisbarnið með nærveru sinni enda fáir jafn mikið afmælisbarn og ég sjálf! Ég fékk mikið af góðum gjöfum; Sérhannaða kápuslá, þráðlaust gufustraujárn, hakkavél, matreiðslubókina Silfurskeiðina, hitaplatta, föt, snyrtidót, skartgripi, veski, rauðvínsglös og fullt af blómum. Takk fyrir mig kærlega;0*.

Sigurður Óli er búin að vera endalaust sætur. Færði mér 6 rauðar rósir (eða 7) daginn sem við vorum búin að vera saman í hálft ár, færði mér pakka í rúmið á konudaginn (ég særði það reyndar út rétt eftir miðnætti), fór svo í bakaríið um morgunin og bauð mér í bíó um kvöldið. Á afmælisdaginn beið mín svo smíðuð og máluð rós (blikkarinn sko) og kort og í kortinu stóð: "Kíktu inn í fataskáp og athugaði hvort þú sérð eitthvað". Þar var hún, fallegasta flík sem ég hef séð í lengri tíma. Kápusláin sem ég er búin að bíða eftir svo lengi;0). Ég knúsaði hann auðvitað í ræmur þennann smekkmann sem ég á. Hann fékk reyndar smá leiðbeiningar því eins og við vitum allar þá spyrja karlmenn ekki til vegar og það er kannski ástæðan fyrir því að hann fann ekki þessa dýrðlegu djásn fyrir jólin þegar hann byrjaði að leita.
Í tilefni alls þess sem var búið að vera í kringum okkur parið þá ákvaðum við að binda endahnútinn á þessa dýru viku Sigurðar Óla með því að fara út að borða í Perlunni. Klæddum okkur í okkar fínasta og fórum á a la cart sem heitir "Allt í steik". Fjögurra rétta matseðill. Humarsúpa, hráskinka, ég mér naut en Siggi kálf í aðalrétt og svo var Creme brulé í eftirrétt. Við skunduðum svo heim á leið rétt eftir miðnætti og rétt áður en við vorum búin að snú allann hringinn og sofnuðum södd og sæl.
Vegna þess hvað við erum orðin mikil hjú, hætt að stunda nánast skemmtannalíf og farin í rúmið nánast fyrir miðnætti alla daga vikunnar þá erum við jafnframt orðin árrisult fólk. Við vöknuðum því kl 8:30 á sunnudagsmorgun. Í staðinn fyrir að liggja eins og kartelfur í rúminu og njóta þess að vera í fríi reif ég karlinn á fætur og
brunaði með hann upp á Skaga í 4 heimsóknir takk fyrir takk. Enduðum á að fara í útskriftarveislu til míns elsta vinar, Hjálms Dórs, sem var að eignast sína fyrstu háskólagráðu (ég skít á að hann taki 4). Eftir það brunuðum við til Inga bróðir Sigga og pössuðum skotturnar þeirra. Ég skaust reyndar heim um kl 20:00 til að taka á móti gestum þegar hinar víðfrægu frænkur Hrefna Rún Áka og Guðrún Hallfr Björns lögðu leið sína sérstaklega í Árbæinn til stelpunnar. Eftir át og spjall, brunuðu þær aftur á Skagasker en ég upp í Kópavog í áframhaldandi barnfóstrustörf. Sigurður Óli var reyndar búinn að sjá um að koma öllu í ró og húsráðendur komu heim skömmu seinna himinsæl með Óperuna.

Ég skellti mér í hjúkkuklúbb ásamt hinum hjúkkunum til Sólveigar þar sem hún bauð upp á þetta dýrindis grænmetislasagna og bláberjakókos eftirrétt. Þar var mikið spjallað og ýmislegt komst upp þegar fækka fór í hópnum;0).

Ég stefni á Akureyri um helgina ef guð og veður lofar. Ekki seinna vænna og mikið hlakkar mig til. Er búin að bíða alveg í hálft ár og stefni meira að segja að því að fara aftur þegar vora tekur. Ætla samt ekki að lofa of mikið upp í ermina á mér. Ég meina þessi ferð tók mig alveg hálft ár. Ég ætla að krassa hjá Erlu Þóru og fara með þeim stelpunum á árshátíðina. Stefni á að vera til síðasta manns úti á lífinu!

Svo er stelpan auðvitað búin að panta sér eitt stykki utanlandsferð en ekki hvað? Ætla að heimsækja Önnu Huld mína og Siggu í 3 daga í Óðinsvé og húkka lestina til Árósa til Kristín Eddu, Ellu Málmfríðar og Guðrúnar Dúfu og eyða með þeim helginni. Minn ástkæri sagði mér bara að skella mér meðan ég væri ein og frjáls og svona;0).

Eva elskhugi

fimmtudagur, janúar 29, 2009

Hreiðurgerð að vetri

Ég er ekki hætt að blogga en ég þarf fyrst og fremt að hafa bloggandann yfir mér ef ég ætla að koma einhverju almennilegu frá mér. Hann hefur ekki verið mér nærri upp á síðkastið.

Fyrst af öllu.

***** Gleðilegt nýtt ár og ástarþakkir fyrir það gamla*****

Það var sko nóg að gera í desember og um jól og áramót.
Ég skrifaði met jólakorta, um 65 stykki! Ég geri það nú sennilega samt ekki aftur því þó nokkur hluti þeirra var til fólks sem hafði með einhverjum hætti glatt mig á útskriftardaginn og til að vera viss um að ég væri að þakka öllum fyrir mig þá sendi ég þeim jólakort;0). Við skötuhjúin sátum á móti hvort öðru fyrir jólin og ég skrifaði á 65 og hann á 8;0) það er svo strákalegt. Jólagjafirnar sem gefnar voru voru um 20 stk talsins og höfðu þær allar verið afgreiddar fyrir desember byrjun þó að ég vilji hafa innpökkunina mikið nær jólunum enda finnst mér það tilheyra. Jólunum eyddi ég með fjölskyldunni, skipti henni nokkuð jafnt milli gömlu og nýju fjölskyldunnar. Jólaboð, klúbbaboð vinahittingar og svona tilheyrandi. Ég var reyndar að vinna mjög mikið þarna frá jólahátíð og fram að áramótum. Áramótunum eyddum við Sigurður Óli á Akranesi með fjölskyldu og vinum og kíktum svo eina nótt upp í Húsafell á nýársdag til Guðrúnar systir og co. Þar var tekið í hin ýmsu spil og komst ég að því að ég mun aldrei spila aftur leikþáttarspil með Sigga. Hann leikur sér að því að láta mig vera heppna í ástum með döprum leiklistarhæfileikum sem ég hef hvort eða er í mínum genum fyrir okkur bæði. Mér tókst þó með minni alkunnu snilld að hafa það af að vinna þetta umrædda spil þar sem ég lék kött í bóli bjarnar með tilþrifum!
Eftir að nýja árið gekk í garð kárnaði gamanið og kuldakast sem ég var með á gamlárs og stíflað nef og höfuðverkur þann 2. jan var bara upphafið á 2 vikna veikindum. Ég lá því inn í rúmi og upp í sófa til skiptis og horfði á Oprah Winfrey 20 ára afmælisútgáfu og brot af því besta úr þáttunum hennar. Mér finnst Oprah ekkert svo skemmtileg lengur. Samvistir okkar þarna við upphaf ársins voru einum of mikið af hinu góða.

Þegar ég reis upp úr veikindum þá hófust framkvæmdir í Árbænum, hér var málað og gestaherbergið gert klárt fyrir gesti því Óli flutti út (hann var reyndar löngu hættur að láta sjá sig hér nema í mýflugumynd) og tók allt dótið sitt og þá losnaði nokkuð um pláss. Hér var gerð þessi myndar borðstofa úr hoppýherberginu. Splæst í eitt stykki borðstofuborð og átta stóla. Svo var búslóðasöfnun mín til 11 ára sótt upp á Akranes í tveimur ferðum á sendli og einni á fólksbíl. Á meðan móðir mín stóð og nánast brynnti músum yfir að litla prinsessan væri að fara þá var karl faðir minn nánast búinn að pakka restinni af dótinu mínu í kassa, líma vel fyrir og henda þeim fram í forstofu. Hann ætlaði nefninlega aldeilis að eigna sér hluti af herberginu, aðalega fataskápinn þó sem mamma var þó löngu búin að gera að sínum. Ég held líka að Sigurður hafi signað sig einu sinni eða ekki tvisvar í þessum búslóðarfluttningum vegna aragrúans sem mér fylgdi. Hafði meira að segja orð á því að honum liði eins og hann væri að hefja sambúð með einni fimmtugri og breytti því svo alltaf í tug eldri eftir því sem ferðirnar urðu fleiri. Skemmtilegur! Slatti af dótinu fer þó bara beinustu leið í bústaðinn hans Sigurðar Óla í sveitasælunni þar sem við ætlum að eyða flestum fríhelgum í sumar. Eitthvað fór þá í "back ups" niður í geymslu og eitthvað fór aftur upp á Akranesi þar sem mátti hver sem er hriða það sem hann girntist. Restin fór svo í Góða Hriðirinn.
Nú erum við aldeilis búin að hreiðra um okkur. Fallega borðstofu þar sem hægt er að borða góðan mat og spila (allt annað en actionary). Gestaherbergi fyrir hvern sem vill gista með tölvu og interneti. Erum líka búin að birgja okkur upp með dótakassa fullann af dóti fyrir börn á öllum aldri. Það er því allt til alls fyrir einhleypa, pör og barnafólk að koma og heimsækja okkur;0).

Ég byrjaði á barnaskurðdeild á nýju ári. Mér lýst vel á. Mikið af ungu starfsfólki og yndislegir læknar sem svara meira að segja í símann ef hann hringir, eitthvað sem ég hef aldrei séð áður. Nú þarf ég bara að gíra mig upp og verða klár.

S.l. helgi var haldið Akureyrardjammreunion og hittumst við stelpurnar sem drukkum okkur vel þynntar þessa sömu helgi í fyrra. Haldið var til teitis hjá Bárunni og það var tekið aðeins á því. Djammað fram á nótt og sumir undir morgun á meðan aðrir stungu af! Good times;0).

Ég hef alltaf haldið því fram að þegar ég næði mér í mann þá yrði ég þessi feimna og saklausa týpan í sambandinu en maðurinn minn hefur það margfallt fram yfir mig. Ég held það sé fátt sem hróflar við honum. Hann er svo endalaust þolinmóður og rólegur.
Við vegum hvort annað upp. Ég með mitt drif og chopp chopp. Ég held t.d. að borðstofan sé búin að vera í bígerð síðan hann flutti inn 1948 or something . . . ok allavega í 4 ár. Við erum að verða búin að vera saman í hálft ár! Ég held að honum lítist nú ekkert á komandi mánuð. Við eigum hálfs árs afmæli þar næstu helgi, konudagurinn er viku eftir það og afmælið mitt þremur dögum seinna. Ég sagðist bara ekkert geta gert af því að þetta myndi hittast svona á. Fór svo reyndar alveg með það þegar ég sagði honum að Valentínusardagurinn kæmi líka þarna inn í. Mér er reyndar sama um hann. Hann er ekkert merkilegur enda höfum við íslendingar Bónda- og Konudaginn í staðinn. Siggi hélt að ég hefði gleymt sér á Bóndadeginum og í staðinn fyrir að nefna það við mig þá ætlaði hann ekkert að segja og eiga það frekar inn á Konudaginn. Hann er svo rómantskur! Hins vega klikkaði stelpan ekki (lét daginn bara byrja í seinna lagi) og braut meira að segja eigin reglur. Hafði fisk á föstudagi (að ósk húsbóndans) og gerði rosa góðan eftirrétt. Sest var svo til borðs í borðstofunni við kertaljós. Fékk pakka sem innhélt tvo boli. Hann fékk svo að ráða kvöldinu alveg sem við eyddum heima í rólegheitunum. Ég fæ svo bara að eiga þetta inni á konudaginn;0) sem er í miðjunni á öllum þeim viðburðum sem fram undan eru. Hann ætlar reyndar að bjóða mér út að borða í Perlunni í tilefni afmælis míns og svo erum við að skima eftir sinfóníutónleikum um svipað leyti. Sigðurði finnst ég þó aðeins vera að vasast of mikið í þessum afmælisplönum mínum því hann ætlaði víst að sjá alfarið um þetta. Miðað við borðstofuna þá veit ég ekki hvenær það yrði.

Tengdaforeldrar mínir fóru frá okkur í dag og voru hérna hjá okkur í tvo daga sem var nú bara voða notalegt. Borðaður góður matur. Borið fram kvöldkaffi og spjallað fram að háttatíma. Held ég hafi staðið mig ágætlega.

Maren mín var að eignast sinn þriðja molaling á mánudaginn. 11 merkur og 46 cm og alveg himneskur;0). Ég ætlaði bara varla að týma að sleppa honum. Innilega til hamingju með þetta elskan mín besta.
4 prinsar hafa fæðst núna á rúmum mánuði í kringum mig. Næstu börn eru ekki væntanleg fyrr en í sumar. Hef sterkan grun um að annað sé strákur og hitt stelpa;0).

Svona af því að ég er ekki farin að blogga nema á mánaðarfresti þá ætla ég að hafa opið hús á afmælinu mínu svona ef ske kynni að einhverjum langaði að kíkja í kaffi.

Eva Chopp chopp

laugardagur, desember 27, 2008

Fullar skálar hamingju

27 desember í dag . . . tíminn flýgur og aldrei nýtt blogg. Það mætti halda að ég væri svo ástsjúk að ég hefði ekki tíma til að blogga. Ég er nefninlega ástfangin sem aldrei fyrr og sko alveg upp fyrir haus. Ég er orðin að hinum ástsjúka hvolpi sem ég varaði góðvinkonu mína á fyrir ekki ýkja löngu síðan.

Eitthvað hefur nú gerst síðan síðast enda 6 vikur frá síðustu skriftum. Ég veit ekki hvenær ég hætti með þetta upptalningarblogg alltaf hreint en þegar lífið kemst aftur í réttann farvegi mun það gerast. Er eiginlega búin að vera í hálfgerðri rússíbanaferð síðasta hálfa árið eða svo. Pistlarnir eru nú ívið skemmtilegri þegar þeir eru meira díteilaðri og það má vera hluti af áramótaheitinu að vera duglegri að blogga betri blogg og aðeins oftar. Veit samt ekki hvort að ég get lofað þeim styttri enda ekki minn stíll.

Ég fór á endurlífgunarnámseið og er þar réttilega búin að ná öllu til að skríða upp um einn launaflokk. 5000 kjell og gat sko keypt viltar jólagjafir fyrir þessi jól.

Við Siggi sæti fórum út að borða á Hereford og í leikhús, á Fólkið í blokkinni, í lok nóvember sem var alveg æðislegt. Sömu helgi var jafnframt smákökubakstur á Dalbrautinni þar sem bakaðar voru 11 sortir. Það var alveg eins og í stórframleiðslu bakarí þar til ég lét í mér heyra og bað um að þetta yrði aðeins róað niður og jólatónlist spiluð. Ég tók með mér um 9 tegundir þegar ég hélt heim á leið.

Þann 29. nóvember rann upp yndislegur dagur og eftir 2 klst svefn burnuðum við Páls út á flugvöll til að fara og heimsækja hana Önnu Huld okkar til Óðinsvé á genginu 25 krónur. (Nánar um það síðar). Við áttum frábærar stundir með þeim skötuhjúum sem gjörsamlega dekruðu við okkur. Við versluðum nú ekki eins og okkur er lagið en eitthvað fatakyns fékk þó að fara með okkur aftur til Íslandsins góða. Við fórum líka á djammið í Óðinsvé, (fyrst partý hjá Völlu þar sem við fengum ljúfengan Karmelluvodka) fórum í Bilku og H&M, down town Óðinsvé, jólaútimarkað og kíktum á gamla og rosalega krúttlega þorpseiningu þar sem H.C. Andersen átti heima. Svo var farið til Köben, kíkt á Strikið, út að borða á Jensen Buffhus og í Juletivoli. Ég féll gjörsamlega á matarræðisbindindinu (sem var reyndar planað) og ákvað að framlengja fram til 5. janúar 2009.

Þegar ég kom aftur frá Danmörku var desember kominn í allri sinni dýrð. Þá voru bara góðir tímar fram undan enda fyrsta próflausa tíðin mín í fjölda ára og ætlaði ég að njóta þess í botn.

Haldið var lokafjölskyldukvöld með Drápuhlíðarfjölskyldumeðlimum þar sem aðskilnaður var syrgður enda góð sambúð á enda.

Við Siggi fórum á Jólagesti Björgvins Halldórssonar og sem var alveg frábært og góð upplifun, jólaleg og fín.

Við mamma fórum í æðislegan dekurdag í Baðhúsinu og ég sver að ég hefði borgar snyrtifræðingnum tvöfallt fyrir að halda áfram með andlitsnuddið bara í 10 min í viðbót. Það var bara himneskt.

Helgin eftir var stór. Konfektgerð með pabba, jólatónleikar með Mömmu og Nenna s.s. kirkjukór Akranes og Mannakornum og svo á mitt fyrsta jólahlaðborð ever á Hótel Sögu. Þar vorum við skötuhjúin vorum að koma saman í fyrsta skipið sem par á eitthvað svona fancy og flott.

Við mamma áttum okkar mæðgnadaga. Sá þriðji var alveg ekta en þá kom Gúa syss með. Þá var röllt niður Laugarveginn og komið við í ófáum búðunum. Ég sagðist reyndar ekkert ætla að kaupa en endaði á því að vera búin að versla inn í hverri einustu búð þegar við vorum tæplega hálfnaðar.

Rétt fyrir jólin ákvað ég svo að skella mér á sinfóníhljómsveit Íslands í fyrsta skipti, það voru jólatóleikar og bauð ég Höllu og Ara með mér. Það var sko alveg meiriháttar og gæsahúðin hvarf varla frá því að hljómsveitin byrjaði að spila og á meðan öllum tónleikunum stóð. Stefni á að fara aftur sem fyrst. Svo á ég náttúrulega eftir að fara á óperuna og ballettinn, helst í vetur.

Stærsta fréttin er nú samt eftir!;0)
Stelpan er nefninlega komin í sambúð. Í tilefni þess að ég hef tollað með Sigurði í lengri tíma en með nokkrum öðrum af hans kyni þá ákvaðum við að hefja sambúð í nóvemberlok. Hún hefur staðið í tæpar 5 vikur og gæti ekki verið betri:0). Þegar ég kom heim frá DK skreyttum við með grænum greinum og er voðalega jólalegt og kósý í kotinu okkar í Árbænum. Við keyptum okkur síðan jólatré, skreyttum það á þorláksmessu og það í stofu stendur og stjörnurnar glampar á.
Ég hef verið dugleg að lokka til mín gesti. Mamma, Guðrún, Gústi, Axel og Margeir, Nonni, Nancy og Halla, Ella Dóra, Bára, Silja, Hrafnhildur, Pálína, Sonja, Thelma Hrund, Þórkalta Þyrí, Anna Huld og Jón Valur eru búin að koma. Þetta eru fleiri gestir en kærastinn minn hefur fegnið síðan hann flutti hingað og það telur 3 ár! Svo er hjúkkusaumó hjá mér þann 30. des.
Hann er nú algjör draumur í dós þessi maður minn og hefði ég deitað nokkra fleiri vonlausa til að eignast hann svo. Hann er húsvanur, rosalega duglegur og með hjarta úr 24 karata gulli. Alveg ástsjúk sko! Ekki nóg með það heldur gaf mér þennan fallega hring í jólagjöf þannig að hann er sko alveg komin í 1. sætið;0).

Ég er að klára mínar síðustu vaktir á hjartadeildinni og svo byrja ég á barnaskurð þann 6. janúar.

Í lokin óska ég ykkur öllum árs og friðar.
Finnst eins og árið 2008 hafi verið mér happadrjúgt. Finn á mér að árið 2009 verður ekki síðra:0).

Eva Hamingjuskott.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

Samþykkið samþykkt

Bloggtími;0). Ég stend ekki við neitt sem ég segi í þessum bransa þessa daganna. Biðst forláts á því en það er greinilega nóg að gera. Þannig að ég tek upp hina heilögu dagbók til að sjá hvað á daga mína hefur drifið. Ég veit í alvörunni ekki hvað ég gerði í lífinu áður en ég eignast hana því hún er mín leiðsögn í dag. Það er gjörsamlega allt skrifað í hana og sumir yrðu sennilega þreyttir bara á því að fara í gegnum hana.

Fyrst af öllu þá gleymdi ég að segja það í síðasta bloggi að það var Furulundardjamms- reunion hérna í Rvk og gátu bara allir mætt nema Anna Huld. Henni var svo sem fyrirgefið búandi erlendis og allt það. Það var mjög gaman enda annað aldrei komið til greina. Góður matur að sjálfsögu og áfengi við hönd. Hitti svo KM niður í bæ. Þegar við vorum að fara heim og röllta í leigubílaröðina var hann að segja mér eitthvað voðalega merkilegt en ég varð bara að biðja hann um að hafa þegja því að mér var svo mál að pissa að ég gat bara ómögulega hlustað og einbett mér í einu! Ég get gert margt í einu, en tvennt get ég ekki; Hlustað á aðra og einbeitt mér, og bakka og hlusta á útvarpið, Það er ekki hægt.
Við Eygló fórum á Indian Mangó sem var nú bara svona la la staður þangað til kveikt var á reykelsum inn á staðnum . . . meðan við vorum ennþá að borða. Í fyrsta lagi finnst mér reykelsi ógeðsleg og hvað þá þegar ég var að borða. Við hentum okkur því út hið fyrsta og fengum okkur kaffitár á Kaffibarnum og svo enduðum við á Oliver. Gott kvöld, maður þyrfti að gera þetta oftar.
Það var matarklúbbur hjá Höbbu. 6 meðlimir af 10 voru mættar. Það var einnig mjög skemmtilegt. Fengið sér aðeins í tá. Habba sló gjörsamlega í gegn á B5;0). KM vildi endilega fara heim kl 03:00 og ég fór með honum. Partýdýrið sko! Var ekkert allt of sátt með það að fara heim svona snemma en stemmarinn var eiginlega farinn, Habba týnd og Skagameyjarnar að fara heim þannig að ég lét mig hafa það og eftir á að hyggja var það nú bara kósý. Það var nú eins gott því KM var búinn að melda okkur líka í fjölskylduheimsókn II árla sunnudagsins eða kl 1400 (Nenni og Nancy fengu frumsýningu) og tilkynnti mér það ekki fyrr en við vöknuðum í hádeginu pa sundag. Þunn með meiru mætti ég upp í Kópavog rúmlega tvö og þetta gekk allt saman vel. Ekki nóg með þetta heldur hitti hann foreldranna um kvöldið í mat á Aski þar sem Seli splæsti á yngra settið. Já he has met the parents! Fjölskyldukynningar 2 - 1 fyrir mér. Eftir þetta var ekki aftur súið og síðan þá hef ég farið í kaffi í sveitina (sem var yndislegt, gerði mér ljóst hversu mikið ég sakna minna sveita), mat í Þorlákshöf og mat í Sandgerði. Formlegum fjöslkylduhittingi er því með lokið og guð hvað það er gott. Samþykki hafa verið gefin á báða bóga.
Það var ungpíuhittingur á Sængurkvennagangi um þar síðustu helgi. 13 voru búnar að melda sig en 5 mættu. Það var reyndar voða fínt samt sem áður, náðum allar að spjalla saman og svona. Eftir miðnætti hélt ég svo á Nasa á Palla með Soffíu, Sonju og Elsu. Náði að hrista svolítið á mér rassinn;0). Ég er nú farin að hallast að því að aldurinn sé farinn að segja til sín því ég var bara komin með nóg kl 04:00 og hélt heim á leið.

Þann 3. nóvember urðu kaflaskil í mínu lífi. Því þá á mánudegi (verð að byrja allt á mánudegi) ákvað ég að breyta matarræði mínu. Margir myndu nú ekki hafa trú á því að brauðætan, kálfurinn og sælgætissjúklingurinn ætti eftir að halda það út! Hér er ég enn á mínum 16 degi án hveiti, gers, sykurs, áfengis og núna fyrir hálfum mánuði tók ég líka út sítrusávexti. Fyrstu dagarnir voru alveg hræðilegir en svo fór þetta allt að koma. Hummus, epli, sojajógurt, hrísmjólk, boozt, súrdeigsbrauð. . . algjör sæla eða þið vitið. Það var líka ekki seinna vænna að byrja á þessu því 2 dögum eftir að þetta byrjaði þá spurði mig manneskja á deildinni minni hvort ég væri að koma með eitt lítið. já takk fyrir takk. Það er kannsi ástæðan fyrir því að ég held þetta út svona lengi. Kílóin hrinja bókstaflega af mér og kemst ég sennilega niður fyrir 50 kíló fyrir áramót. En bíðið hæg . . . þegar ég fer til DK eftir 11 daga þá ætla ég að syndga. Borða hveiti, ger og sykur, drekka áfengi og ef ég ætla virkilega að tapa mér þá hendi ég Sítrusávöxtunum inn í líka! Svo núlla ég mig þegar ég kem heim fram að jólum. Þá er tími syndgunar á ný. Ég er endalaust stollt af mér fyrir þetta því nú veit ég að ég get þetta.

Víst ég var byrjuð á að taka mér tak annað borð þá hélt ég áfram. Þar kom að því að ég gerði loksins eitthvað í því sem ég hét í upphafi ársins að ég ætlaði að hugsa um sál og líkama. Við sambýlingarnir skráðum okkur á námskeið í Jákvæðri hugsun. Við rifum okkur upp kl 10:00 á laugardagsmorgni af fúsum og frjálsum vilja og héldum í Lótushús í Kópavogi. Þetta var frábær byrjun á góðum degi. Þeir tímar voru tveir. Okkur líkaði svo vel að við skráðum okkur líka í Raja Yoga sem er hugleiðslunámskeið og er það mjög fínt. Það er reyndar svo afslappandi (af því ég á nú svo víst erfitt með það) að ég hef sofnaði í báðum tímunum sem ég hef farið í sem er náttúrulega bannað því þá eyðileggur maður hugleiðsluna. Stefni á að gera betur næst.

Í dag er svo mæðgnadagur í höfuðborginni og mitt helsta mission er að kaupa mér dollur undir jólasmákökurnar þar sem að jólagjafirnar eru nánast búnar og það er mér ekki holt að kaupa þær í svona mörgum hollum. Ég kaupi nefninlega líka alltaf eitthvað handa sjálfri mér í leiðinni. Stefnan er að gera jólabaksturinn um helgina og í ár mun ég taka þátt af heilum hug og báðum höndum. Ég ætla að baka 5 sortir fyrir mig til að eiga. Áður en það gerist ætlum við KM að gera okkur gott kvöld á föstudaginn. Fara út að borða og í leikhús og taka svo eins og einn Lúdó ef við meikum það því síðasta laugardagskvöld vorum við farin að sofa kl 22:00. Ég held að við séum að ná að vera formlega par því við höfum nú loksins náð að gista saman hinar gullnu nætur 13 í röð! Ætla að halda upp á það með því að stinga af upp á Skaga og vera þar næstu tvær nætur;0)

Svo að kikki nú lögum líðandi stundar aðeins inn í. Þá var Lady Gaga, Just dance klárlega lag sumarsins. Núna eru það hins vegar Shinging star með Get Far, Miss Independent með Ne-Yo og síðast en ekki síst Love Lockdown með Kanye West. Rokk it on;0)

Eva Old

miðvikudagur, nóvember 12, 2008

Elsku gestir

Kem með nýja og ferska færslu á morgun.

100.000 króna spurningin er hins vegar. Hver er nr 50.000??? Gesturinn vinsamlegast gefi sig fram;0)

þangað til á morgun.

Eva vikupóstur